Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 12

Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 12
12 27. maí 2006 LAUGARDAGUR Heil og sæl námskeið með Þorbjörgu og Umahro Innifalið í verði er uppskriftir, gögn og afsláttur í Heilsuhúsinu. Bókanir í síma 692 8489 eða á namskeid@10grunnreglur.com Nánari upplýsingar á www.10grunnreglur.com eða www.heilsa.is og í Heilsuhúsinu Smáratorgi. 10 grunnreglur og allt gott á grillið! Á námskeiðinu eru kynntar nýjar hugmyndir fyrir sumarið þar sem bragðgóð hollusta ræður ríkjum. Lærðu að búa til ilmandi marineringu á fiski, kjúklingi og grænmeti. Undursamleg og holl salöt og gómsætir sumareftirréttir. Einnig er leiðbeint um val á hollum og hagkvæmum vörum í matarkassann fyrir sumarbústaðinn og tjaldferðirnar. Matseðillinn okkar er m.a: Grillaður vanillusítrónukjúklingur - Marinerað rauðlauks- og mangósalat - Ávaxatsalat með kasjúhnetukremi - Mjólkurlaus bananaís án sykurs - Lamba ribeye í himneskum legi - Vanillugrillaðar rauðrófur og gulrætur - Sperglasalat með appelsínum og möndlum - Appelsínu og myntu Gazpacho - Sítrónu og chilli epli. Námskeiðin eru haldin í Heilsuhúsinu á Smáratorgi í Kópavogi, 30. og 31. maí, 13., 14. og 15. júní. Verð 7.500 kr. Námskeiðið er ein kvöldstund frá kl. 19:00 – 23:00. Mæting 18:45 með skriffæri. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Ekki náðist málamiðlun á milli Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna um flugverndaraðgerðir. Þess vegna uppfyllir flugvöllurinn í Keflavík ekki þær kröfur sem Evrópusam- bandið setur um skoðun farþega sem koma frá löndum sem standa utan við Evrópusambandið og Evr- ópska efnahagsvæðið. Farþegar frá Íslandi á leið til Kaupmanna- hafnar, Stokkhólms og Amsterdam hafa þess vegna undanfarið þurft að fara í gegnum aðra vopnaleit þegar út er komið. Evrópusambandið krefst þess að farþegar og farangur þeirra sem fara í gegnum Ísland á leið til landa innan sambandsins fari í gegnum leit en það hefur hingað til ekki verið gert. Ráðamenn á Íslandi vonuðust lengi til að samkomulag næðist á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna vegna þess kostn- aðar sem flugvöllurinn verður fyrir við auknar öryggisráðstafan- ir. Að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmála- stjórnar á Keflavíkurflugvelli, þá kemur tækjabúnaður fljótlega til landsins en eftir á að ráða og þjálfa starfsfólk. Hann segir að mörgu að hyggja, meðal annars að flugáætlanir flug- félaganna raskist ekki og að far- þegar verði fyrir sem minnstum óþægindum. Óvíst er hvenær hægt verður að hefja leit á farþegum frá þriðju löndunum svokölluðu, þar með töldum Bandaríkjunum, en leitast verður við að gera það á sem hagkvæmastan hátt. Það hamlar verkinu nokkuð að núna er mesti ferðamannatíminn hafinn en reynt verður að takmarka það rask sem af þessu hlýst. Ekki er búið að reikna út kostn- aðinn við þessar framkvæmdir en aö sögn Stefáns verður hann tölu- verður. „Það verða stjórnvöld sem taka ákvörðun um það hvernig þetta verður greitt,“ segir Stefán að lokum. Búast má við að flugvöllurinn hækki þjónustugjöldin á vellinum og flugfélögin velti síðan þeim kostnaði yfir á farþegana. gudrun@frettabladid.is Þurfa í aðra vopnaleit ytra Óvíst er hversu lengi íslenskir farþegar þurfa að sæta vopnaleit við komuna til Evrópulandanna. Ósamræmi í aðgerðum ESB og Bandaríkjanna veldur farþegum vandræðum. FARÞEGAR Í LEIFSSTÖÐ Farþegar frá Bandaríkjunum þurfa bráðum að fara í gegnum vopnaleit á Leifsstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Vakna með svefnpillum Banda- rískir vísindamenn hafa komist að því að ákveðin tegund svefnlyfja eykur starf- semi í heila sjúklinga sem liggja í djúpu dái. Um var að ræða sjúklinga sem legið höfðu sex ár eða lengur í dái. Viðvörunarbjöllur í Asíu Monsún- rigningarnar í suðurhluta Asíu eru lífsnauðsynlegar yfir milljarði manna en ýmislegt bendir til að loftslagsbreytingar í heiminum séu að hafa alvarleg áhrif. Árleg úrkoma hefur minnkað um átta prósent á 50 árum yfir Indlandi. TÆKNI OG VÍSINDI LÖGREGLUMÁL Ökumenn 16 malar- flutningabifreiða voru nýlega kærðir vegna ófullnægjandi frá- gangs á farmi. Einn þeirra var kyrrsettur með bifreið sína. Það voru lögregluliðin í Árnes- sýslu, í Reykjavík og í Kópavogi sem höfðu fyrir fáeinum dögum sérstakt eftirlit með frágangi farms á malarflutningabílum sem ekið var um Suðurlandsveg. Margar kvartanir höfðu borist frá vegfarendum, bæði til lögreglu og til umferðarstofu, um sandfok af farmi þessara bíla sem hefðu valdið skemmdum á lakki og rúðum bifreiða annarra vegfar- enda. - jss Malarflutningabílar: Sextán öku- menn kærðir FINNLAND Finnar eru æfir yfir því að finnska vikublaðið Seitsemän päivää, Sjö dagar, hafi birt and- litsmynd af herra Lordi, mannin- um á bak við grímu höfuð- paursins í sigur- sveitinni í Euro- vision-keppninni um daginn, þó að meðlimir sveitar- innar hafi óskað eftir því að það yrði látið ógert. Vefútgáfa Helsingin Sanomat segir að yfir 100 þúsund Finnar hafi skrifað undir lista til að mót- mæla myndbirtingunni og allir aðrir fjölmiðlar hafa ákveðið að birta myndina ekki. Í verslunum er Seitsemän päivää snúið við í hillunum því að viðskiptavinirnir eru öskureiðir yfir myndinni. - ghs Lordi í Finnlandi: Mynd birt af söngvaranum SAMBASTÚLKUR Brasilískar stúlkur dansa samba við Thermoplan-fótboltavöllinn í Weggis í Sviss, en landslið Brasilíu er þar í æfingabúðum áður en það heldur til Þýskalands til að taka þátt heimsmeistara- keppninni í fótbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÁÐSTEFNA Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ræðu á ráð- stefnunni Iceland in London – Partn- ering for Success á fimmtudag í Lancaster House í London, sem af mörgum er talið eitt virðulegasta hús í London. Jón Ásgeir Jóhannes- son og Hannes Smárason voru einnig á meðal ræðumanna. Ráðstefnan þótti takast afar vel, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Útflutningsráði. Hún var sótt af um 170 manns og ráð- stefnustjóri var Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi. Á ráðstefnunni kom fram að breski markaðurinn hefði tekið vel á móti íslenskum fyrirtækjum og fjárfestum og allir framsögumenn mæltu eindregið með Bretlandi sem vænlegum markaði fyrir íslensk fyrirtæki. Mikið var rætt um einkenni íslenskra viðskiptamanna og voru flestir sammála um að til að ná árangri skipti mestu einfaldleiki, traust, heiðarleiki og gott orðspor. Ráðstefnan er hluti af viðskipta- sendinefnd Útflutningsráðs Íslands, en ríflega tuttugu íslensk fyrirtæki eru með í för. - sh Forseti Íslands flutti ræðu á ráðstefnu í London ásamt viðskiptajöfrum: Einfaldleikinn skiptir máli GYLLTIR VEGGIR Ráðstefnan fór fram í Lancaster House, sem er talið með glæsilegri húsum í London. LORDI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.