Fréttablaðið - 27.05.2006, Page 46

Fréttablaðið - 27.05.2006, Page 46
[ ] Þegar ferðast er um óbyggðir Íslands verða vatnsföll oft á vegi fólks. Þá er vissara að viðhafa gát. „Með tækni deya allar listir út, líka sú að velja vöð til að komast í búð- ina,“ segir Halldór Kiljan í Grikk- landsárinu. Vissulega eru fáir í dag sem þurfa að velja vöð til að versla í matinn en þeir eru þó til. Hálend- isferðir verða hins vegar sívinsælli og þegar komið er að óbrúuðum ám reynir á útsjónarsemina. Gísli Ólafur Pétursson kennari ólst upp í Fjótshlíðinni og kynntist því í æsku að finna bestu leiðir yfir vatnsföll. Þá kunnáttu hefur hann oft notað síðan og miðlað öðrum af. En hver eru aðalatriðin? „Stígvélin eru nauðsyn því þó verið sé á bíl er alltaf vissara að kanna vötn áður en keyrt er út í, til að vita hvernig botninn er. Kjarn- inn er því sá að hafa með sér stíg- vél og járnstaf. Smám saman fer fólk svo að gera sér grein fyrir hvað er óhætt. Ég hef komið að á, alvopnaður með vöðlur og staf en ég steig aldrei út í ána. Hún var það ljót. Það er ágætt að eiga svo- leiðis minningar og geta sagt frá þeim til að fólk átti sig á að einn af möguleikunum í stöðunni er alltaf sá að snúa við. Gætni verður að vera grundvallaratriði.“ Að sögn Gísla Ólafs á að hafa hnén dálítið bogin þegar vaðið er í straumvatni. „Það er nauðsynlegt til að halda jafnvæginu,“ segir hann sannfærandi og kemur með reynslusögu. „Þegar ég byrjaði að vaða þá ætlaði ég aldrei að detta. Ég teygði mig bara upp til að detta ekki en svo datt ég og þá skipti ég strax um pólitík.“ Hann segir líka nauðsynlegt að áætla hvar best sé að fara, áður en vaðið er af stað, skref fyrir skref. Alls ekki má horfa ofan í straum- inn þegar út í er komið, nema nokkrar sekúndur í einu, heldur upp á bakkann og landslagið hinum megin. Oftast segir hann hægt að finna brot á ám sem renni um mal- araura og þar sé best að fara yfir. En hvað er brot? „Brot er grynning eða hryggur í ánni. Hryggurinn myndast þegar áin breytir um stefnu. Hún spyrnir í bakkann sem hún beygir frá og verður þá dýpri þar og hún spyrnir líka í bakkann sem hún kemur að svo þar myndast dýpi. Vatnsmagn- ið verður minna þarna á milli og því myndast hryggur. Þegar ekið er yfir, skal reynt að slá aðeins undan straumi og vera í lágum gír. Farsælast er hafa vélina á nokkrum snúningshraða svo hún blási vatn- inu frá púströrinu og ökutækið nái hæfilegri spyrnu.“ Gísli Ólafur tekur fram að stór- varasamt sé að festa bíl í jökulá, bæði vegna þess að grafið geti undan honum og hins að jökulleir- inn fer inn í slitfleti og nagar þar og sargar þegar akstur hefst á nýjan leik. „Eina ráðið getur verið að rífa allt í sundur og þrífa eftir slík böð,“ segir hann. Vert er að geta þess að Gísli Ólafur heldur úti ferðavefnum simnet.is/gop og þar er meðal annars að finna leiðbein- ingar um það hvernig best er að haga sér gagnvart íslenskum ám. gun@frettabladid.is Gætni grundvallaratriði Hér hefur Gísli Ólafur lokið við að kanna vaðið og þá er óhætt að aka af stað. AF VEFNUM: WWW.SIMNET.IS/GOP Gísli Ólafur kennir vatnamennsku á nám- skeiðum hjá Ferðafélagi Íslands. AF VEFNUM:WWW.SIMNET.IS/GOP „Ég teygði mig bara upp til að detta ekki en svo datt ég og þá skipti ég strax um pól- itík,“ segir Gísli Ólafur um listina að vaða í straumvatni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margir bíða eftir að komast yfir ána. AF VEFNUM WWW.SIMNET.IS/GOP Í Efri-Vík í Landbroti er unnið að byggingu hótels. „Við stefnum að því að opna her- bergin til gistingar 1. júlí og mat- salinn með haustinu,“ segir Eva Björk Harðardóttir vert í Efri-Vík. Hún tekur fram að álman sem nú er í byggingu sé aðeins 1. áfangi af þremur og því eru það 16 herbergi af 62 sem tekin verða í gagnið í sumar. Þegar eru samt fjölbreyttir gistimöguleikar í Efri-Vík enda var hún meðal fyrstu ferðaþjón- ustubæja á landinu og hefur orð á sér sem fjölskylduvænn staður. Efri-Vík er staðsett um fimm kíló- metrum sunnan Kirkjubæjar- klausturs og auk gistingar og tjald- stæðis er þar gjöfult veiðivatn og golfvöllur. Veitingaaðstaða fyrir hópa er í einkar vel búinni hlöðu. Efri-Vík enn í sókn Hörður Davíðsson hefur stundað ferðaþjónustu í áratugi og nú byggir hann stórt. FRÉTTABLAIÐ/GVA Sokkar eru bestir þurrir og því er ekki úr vegi að hafa með aukapör af sokkum þegar haldið er í útivistina. Á Leirubakka í Landsveit er hestamennska í ýmsum mynd- um liður í ferðaþjónustunni. Hestaleiga verður starfandi á Leirubakka í sumar eins og und- anfarin ár. Boðið verður upp á stuttar og langar ferðir, allt frá einni klukkustund upp í dags- ferðir. Reiðleiðirnar kringum Leirubakka eru einstaklega fjöl- breyttar enda er hægt að panta allt að sex daga ferðir skipulagð- ar þannig að riðið er frá Leiru- bakka nýja og nýja leið á hverj- um morgni og komið aftur síðdegis. Einnig er boðið upp á sýningar á íslenska hestinum. Þar er sagt frá uppruna hans og helstu kost- um og í tengslum við þær eru sér- stakar kynningar á íslenska fjár- hundinum. Þessar sýningar eru einkum ætlaðar útlendingum, en þó er líka boðið upp á hestasýn- ingar fyrir þá Íslendinga sem heimsækja Leirubakka í hópum. Sprett úr spori Fjölmargar fallegar reiðleiðir eru í nágrenni Leirubakka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.