Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 90

Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 90
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR70 Við erum stoltar af stefnunni okkar! FÓTBOLTI „Ég er að fara frá AC Milan af fjölskylduástæðum. Þetta var alls ekki spurning um vanda- mál í samskiptum og síður en svo um peninga,“ sagði Andriy Shev- chenko, einn allra besti framherji heims, við ítalska fjölmiðla í gær. Úkraínumaðurinn var á fundi með forráðamönnum AC Milan í gær þar sem framtíð hans var til umræðu og niðurstaðan var sú að hann ætlar að færa sig um set. „Þetta er klárlega allra sárasta brotthvarf sem ég hef orðið vitni að á tíma mínum hjá AC Milan. Við munum hefja samningaviðræður við Chelsea og það verður ekki auðvelt fyrir okkur,“ sagði Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, á blaðamannafundi í gær. Shevchenko á konu sem er frá Bandaríkjunum og þau ku vilja að Jordan, sonur þeirra, læri ensku. Ráðist var að konu hans nýverið fyrir leik Milan og Lecce og spilaði Shevchenko ekki leikinn vegna þessa. Stuðningsmenn Milan voru ekki sáttir með orðróminn um Chelsea, sem nú er orðinn að veru- leika. Þessi magnaði framherji gekk til liðs við Milan frá Dynamo Kiev árið 1999 og skoraði nítján mörk á þessu tímabili. Hann hefur verið valinn besti leikmaður heims og Evrópu, á glæstum ferli sínum. „Þetta er sigur ensku deildarinnar á þeirri ítölsku. Ég reyndi að sann- færa hann um að vera áfram hjá okkur, jafnvel mínútu fyrir þennan blaðamannafund,“ greindi Galliani frá. Ljóst er að ef af verður, þá er um að ræða hvalreka á fjörur Chelsea, en stjörnum prýtt liðið styrkist til muna við þessi kaup. Talið er að kaupverðið verði í kringum 30 milljónir punda fyrir fyrirliða úkra- ínska landsliðsins sem spilar á HM í Þýskalandi í sumar. - hþh Kaupæði Chelsea nær nýjum hæðum þegar nýjasti liðsmaðurinn skrifar undir á næstu dögum: Shevchenko mun fara frá AC Milan FÓTBOLTI Eins og búast mátti við þá hafa leikmenn Juventus gefið það út að þeir hafi það alls ekki í hyggju að spila í Serie-B deildinni á næsta tímabili. Eftir skandal hvað varðar stjórnarmenn Juventus, á liðið á hættu að vera dæmt niður um deild auk þess sem háar fjársektir og svipting titla mun væntanlega verða niður- staðan fyrir félagið. „Ég veit að ég er kannski að tala of langt inn í framtíðina, en það kemur ekki til greina að ég spili í Serie-B. Ég á enn tvö ár eftir af samningi mínum en við verðum að bíða og sjá hvað gerist,“ sagði Brasilíumaðurinn í æfingabúðum landsliðsins í Sviss. Alessandro Del Piero, Fabio Cannavaro og Cristiano Zanetti hafa allir sagt að þeir muni vera áfram, sama hvað gerist en það sama er ekki hægt að segja um menn á borð við Patrick Vieira, David Trezeguet og Zlatan Ibrahimovic. - hþh Brasilíumaðurinn Emerson: Ég spila alls ekki í Serie-B EMERSON Mun leika lykilhlutverk með Brasilíu á HM í sumar en gæti yfirgefið herbúðir Juve ef illa fer. NORDICPHOTOS/AFP MAGNAÐUR Shevchenko er að mörgum talinn vera besti framherji í heimi og ljóst er að liðsuppstilling Chelsea verður ógnvænleg í haust. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Íslenski landsliðsfyrir- liðinn Eiður Smári Guðjohnsen þyrfti að taka á sig nokkra launa- lækkun gengi hann til liðs við Evrópumeistara Barcelona, að því er spænska blaðið Marca sagði frá í gær. Blaðið segir að Eiður Smári hljóti rúmar þrjár milljónir evra í árslaun hjá Chelsea, eða tæpar sex milljónir á viku, og að það sé upphæð sem Barcelona er ekki tilbúið að borga. Marca fullyrðir að Diego For- lan hjá Villarreal sé fyrsti kostur Franks Rijkaard, þjálfara Barca, en þar sem forráðamenn Villar- real gætu vel sett óraunhæfan verðmiða á leikmanninn væri hollenski þjálfarinn ekki búinn að útiloka möguleikann á að fá Eið Smára eða hollenska sóknar- manninn Dirk Kuijt. Í tilfelli Kuijt er einnig rætt um að pen- ingar gætu verið vandamál, en Feyenoord vill fá að minnsta kosti átta milljónir evra fyrir Kuijt, þremur milljónum meira en Bar- celona er reiðubúið að greiða. - vig Eiður Smári Guðjohnsen er eftirsóttur: Fengi mun lægri laun hjá Barcelona en Chelsea EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Fengi ekki sömu laun hjá Barca og hjá Chelsea. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðsins, hefur valið hóp- inn sem mætir Andorra á Akra- nesvelli á fimmtudaginn. Leikur- inn er seinni leikur þjóðanna og er leikið um sæti í riðlakeppni EM 2007, fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Sigurvegari þessarar viðureignar fer í riðla- keppni EM og leikur þar gegn Ítalíu og Austurríki. Davíð Þór Viðarsson er reynslu- mesti leikmaðurinn í hópnum en Birkir Már Sævarsson úr Val er sá eini sem á engan U21 landsleik að baki. Sjö leikmenn í hópnum eru á mála hjá erlendum liðum: Emil Hallfreðsson hjá Malmö, Gunnar Þór Gunnarsson hjá Hammarby, Bjarni Þór Viðarsson hjá Everton, Hjálmar Þórarinsson hjá Hearts, Rúrik Gíslason hjá Charlton, Birkir Bjarnason hjá Viking og þeir Theódór Elmar Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason hjá Celtic. - egm U21 landsliðshópurinn: Sjö leikmenn spila erlendis FÓTBOLTI Varalið enska landsliðs- ins beið lægri hlut fyrir Hvít- Rússum í æfingaleik á fimmtu- daginn. Jermaine Jenas skoraði mark Englands í 2-1 tapi þar sem ungstirnin Aaron Lennon og Theo Walcott sýndu hvað bestu takt- ana. Markaskorarinn Jenas hrósaði Walcott sérstaklega en það olli miklu fjaðrafoki þegar hann var valinn sem einn af fjórum fram- herjum enska landsliðsins. Wal- cott lék ekki eina einustu mínútu með Arsenal á tímabilinu, sem þýðir þó að enginn landsliðsþjálf- ari á HM veit hvað hann getur, utan Eriksson, að sjálfsögðu. Það gæti verið mjög sterkt útspil. „Hann er ungur, með mikla hæfileika og í heimsklassaliði á borð við England getur hann virki- lega komið sterkur inn á HM. Hann hefur yfir miklum hraða að ráða en það er ekki það eina, hann tekur varnarmenn á taugum og er stöðugt til trafala. Hann gæti komið mjög á óvart í sumar,“ sagði Jenas um hinn 17 ára Walcott. - hþh Jermaine Jenas: Walcott gæti slegið í gegn WALCOTT Gæti komið á óvart í HM í sumar. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.