Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 1

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 1
RÉTTUR XX. ÁRG. 15. MARS 1935. 1. HEFTI Tvennir tímar íilenzkrar borgaraitéitar. Eftir Einar Oigeirsson. Draumurinn um sjálfstæðið. Það eru í ár hundrað ár liðin síðan „Fjölnir" hóf göngu sína. Nokkrir brautryðjendur íslenzkra þjóð- ernishugsjóna töfruðu fram fyrir hugskotssjónum landa sinna draumsjónina um þing á Þingvöllum, stjórnarfarslegt og efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar, menningarlega og fjárhagslega viðreisn hennar, — og undir áhrifum júlí-byltingarinnar 1830 og febrúar- byltingarinnar 1848 jókst frelsisbarátta íslenzku þjóð- arinnar koll af kolli. Hin uppvaxandi borgarastétt, — einkum menntamenn hennar — hreifst með af fram- sókn borgarastéttanna um gervalla álfuna, og frelsis- baráttan var háð með öllum vonum og krafti uppvax- andi stéttar, sem treystir á mátt sinn og megin, hlut- verk sitt og köllun til að skapa fyrirmyndarríkið í landinu, ef hún aðeins fái völdin. Glæsilegir braut- ryðjendur stjórnuðu borgara- og bændastéttinni í þess- ari framsókn. — Undir forustu Jóns Sigurðssonar, Benedikts Sveinssonar, Björns Jónssonar og Skúla Thoroddsens sóttu borgarar, menntamenn, bændur og alþýða fram í einni fylking gegn danska auðvaldinu og afturhaldsöflum þess á íslandi og í lið með þeim gekk allt það djarfasta, bezta og róttækasta, sem þjóðin átti. En framundan blasti heillandi, töfrandi draumsjónin um sjálfstæða, starfandi, einhuga þjóð, I.ANDS&OKASAF'N \.m 1370 4 3 L 1

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.