Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 16

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 16
Víðifá. Japan segir upp Washington-samþykktinni. Þann 19. des. s.l. komu fulltrúar Bretlands, Banda- ríkjanna og Japans saman á fund í Lundúnum tii þess að ræða flotamálin. Fundinum lauk með fullkomnu árangursleysi. Hvernig ættu þrír stórræningjar á borð við þessa að geta komiði sér saman um jafn-viðkvæmt ágreiningsefni og þetta á tímum dauðakreppu auð- valdsskipulagsins ? Samkomulagstilraunin strandaði fyrst og fremst á kröfum Japana um stórkostlega aukinn flotabúnað. Japan stefnir að því að verða ílotaveldi á borð við Bandaríkin. Takmark þess er hernaðarlegt og stjórn- málalegt einveldi á Kyrrahafinu. En þar var komið við sjálft hjartað' í Bandaríkjaauðvaldinu. Fulltrú- arnir héldu heim við svo búið. En þó að íundurinn bæri eklci árangur, hafði hann afleiðingar. 29. des. sagði Japan upp Washington- samningunum. Þessi samningur var undirritaður af stórveldunum í Washington 6. febr. 1922, og Banda- ríkin stóðu eftir með pálmann í höndum. Fjárhags- legur styrkur Bandaríkjanna og lánardrottinsafstaða þeirra gagnvart hinum stríðsþreyttu stórveldum gerði þeim fært að setja hinum skilyrði. Japan varð meðal annars að sætta sig við frumregluna um hinar svo- kölluðu „opnu dyr“ í Kína, sem setti skorður við landvinningafyrirætlunum þeirra og sérstöðu til arð- ráns þar í landi, en veitti hins vegar Bandaríkjunum greiðari aðgang að hinum kínversku auðæfum. Enn- fremur varð Japan að ganga að all-miklum takmörk- 16 .

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.