Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 15

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 15
auðvaldið á uppgangsskeiði sínu opnaði og nú ónýtir,. — verða nýttar til fullnustu af starfandi höndum frjálsra verkamanna, — sem nú eru fordæmdir til atvinnuleysis, — með gömlum og nýjum framleiðslu- tækjum, sem nú ryðga og eyðileggjast — eða aldrei yrðu til, ef auðvaldsráðin héldust. Með sósíalistiskri samvinnu út á við — við núver- andi og komandi Sovétríki — myndi ísland verka- manna og bænda geta hagnýtt til alheims og eigin gagns hin ríku ótæmandi fiskimið sín og notið sjálf auðlinda annara landa að sama skapi, þegar böl- skapandi fjötrum auðvaldsins væri af þeim létt. Á grundvelli hins sósíalistiska þjóðskipulags myndi menning og velmegun fara dagvaxandi, samfara því, sem alræði verkalýðsins þróaðist í áttina til þess að skapa stéttlaust samfélag kommúnismans. Draumur- inn um eina samstillta, frjálsa, samvirka þjóð, mundi þá rætast, af því hér væri þá aðeins stétt samvirkra vinnandi manna og kvenna. Með gagnrýni og árás á auðvaldsskipulagið í anda Marx og Engels, með myndun Kommúnistaflokks og sigri verklýðsbyltingar að fordæmi Lenins og bolshe- vikkanna, með framkvæmd sósíalismans, eins og Stalin hefir stjórnað henni í Rússlandi, — myndi íslenzk- ur verkalýður með markvissri baráttu gera að veru- leik þann draum, sem íslenzka alþýðan og hennar beztu menn hafa þráð og óskað eftir meir eða minna óljóst en innilega og heitt allan þann tíma, sem stétta- þjóðfélagið hefir staðið á íslandi: að afnema alla kúgun og alla fátækt af þessu landi og þessari jörð. I

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.