Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 28

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 28
um sýnt, að hann er skáld, á hraðri þróunarbraut. Þess vegna ber að varast að draga dóm um hæfileikaleysi skáldsins af því, þó að fyrsta saga þess hafi misheppn- azt. Til þess liggja aðrar ástæður, sem auðvelt er að greina. Eg vil nefna tvær af þeim, ranga aðferð við samning sögunnar og þróunarlega tímamótaaðstöðu skáldsins. Jóhannes úr Kötlum hefir viljað lýsa veruleikanum sem allra sannast. Og hann hefir álitið, að aðferðin til þess væri að sýna hversdagsleik hlutanna, draga hið al- genga fram; til þess að ná alþýðustíl, yrði t. d. að stæla ákveðið orðfæri alþýðunnar. En veruieikinn er marg- brugðinn og þræðir hans samofnari en svo, að sönn mynd hans fáist, þó að nokkrir þeirra, sem mikið ber á, sé teknir út úr og þeim lýst af nákvæmni. Það fæst engin lýsing á sjálfum vefnum við það. Naturalistarnir voru aldrei beztu túlkendur verul,eikans. —- Hæfileiki skáldsins verður að koma fram í því að sjá rök og samhengi, skýra aðaldrættina í svip veruleikans, draga þá fram til skilnings fyrir lesendurna. Þeir vilja njóta þess, er skáldið sér betur, fá hjá því skýrari myndir en þeir sjálfir sjá, fá aðgreint það, sem fyrir þeim lá samflækt, sýnt í heild og samhengi, það sem þeir sjá í brotum. Það hefnir sín á skáldunum sjálfum, ef þeir vilja ekki sýna persónurnar skýrar og sérkennilegar. Þær verða að vera fulltrúar (typur), ákveðinnar skap- gerðar, stefnu eða stéttar, annars hættir þeim við að renna út í sandinn. Þetta hefir Jóhannes úr Kötlum ekki viljað gera. Saga hans ber öll einkenni naturalistanna, en það er um leið tímamótaeinkenni, og vík ég því strax að síðari ástæðunni fyrir misbresti sögunnar. Jóhannes úr Kötlum er fæddur og uppalinn í rómantik stríðsgróða-áranna, meðan þjóðin lifði í draumum sjálf- stæðis og vaxandi gengis. Hann var einn af þeim, er kvað útfararljóð hins íslenzka þjóðarmetnaðar 1930. Hann var heitur þjóðernisdýrkandi og trúmaður á ís- lénzkan sveitaunað (svipað og Haukur á að vera). En

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.