Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 27

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 27
lega, skapfestulausa persónu og bera uppi einhverja sveiflusterkustu tíma. Þarna verður hið mesta ósam- ræmi. Fyrra hluta sögunnar að minnsta kosti er hinn mesti tvískinnungur í lýsingunni á Iiauki. Á bak við hið rómantiska yfirbragð sést alls staðar kaldranalegt glott höfundarins, sem háðsleg fyrirlitning lýsir af. Þannig mylur skáldið niður jafnharðan þann persónuleik, sem það er að byggja upp.. Hin rómantiska persóna er and- vana fædd í sögunni, og hinn raunsæi maður, sem í sköpun er, getur lítinn lífsmátt öðlazt. Þó stefnir allt til meira samræmis og festu í skapgerð Hauks. Að máli og stíl er sagán mjög ósamfelld. Stíllinn er víða óþolandi. Hið eilífa „ojæja“ og svipaður stílsmáti getur gert mann fokvondan. Skáldið mun með þessu hafa viljað ná alþýðumáli, og lendir þannig út í stælingu, í stað þess að skrifa sinn eigin stíl. Verður því stíllinn óeðlilegur og fálmandi, eða smekklaus, en sjaldan mark- viss og nákvæmur. Víða gína stóryrði yfir litlu efni, eða höfð eru ósmekkleg orðatiltæki um hlutræna fegurð, t. d. í náttúrulýsingum. Sökum ómarkhæfni stílsins fat- ast skáldinu bæði fyndni og ádeila. En þó eru sprettir í sögunni, þar sem ólgar kraftur máls og stíls, og reynd- ar er svo alls staðar undir niðri. Allt ber að sama brunni um söguna, hvort sem litið er á efnismeðferð, persónulýsingu, mál eða stíl. Skáldið hefir ekki beðið þeirrar stundar, að efnið kveiktist sam- an í lifandi heildarform. Samræmi efnis og forms, sjálft listarmótið, vantar. Það eru víða skáldleg átök í sög- unni, en eldskírn listarinnar öðiaðist hún ekki. Sagan varð sundurlaus og flakandi. Það er jafn heimskulegt að fordæma skáldið fyrir það, þó að því misheppnist verk sitt, eins og vilja breiða yfir þá galla, sem á verkinu eru, af hlífð við höfundinn. Mörgum hæfileikamestu skáldum hafa misheppnast fyrstu verk sín, og*því má ekki gleyma um „Og björgin klofnuðu“, að það er frumsmíð höfundarins í skáld- sagnagerð. Með ljóðum sínum hefir Jóhannes úr Kötl- 27

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.