Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 10

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 10
dauðadóminn yfir auðvaldsskipulaginu og- tálvonum „endurbótamannanna“ um það. Atvinnuleysisbardagarnir í Reykjavík 7. júlí og 9. nóv. 1932 og 1933, sjómannakaupdeilan í Vestmanna- eyjum, Novuslagurinn á Akureyri í mars 1933, Díönu- slagurinn 22. sept. 1933, Borðeyrarbardaginn á Siglu- firði og Akureyri 1934, — al.lt eru þetta harðvítugustu átök hinna andvígu stétta, skærur á undan höfuðor- ustunni, aflraunir þeirra andstæðu afla, sem úrslita- hríðina heyja. Og flestallar deilurnar hefir verkalýð- urinn unnið undir forustu Kommúnistaflokksins og alltaf, ef hann stóð samfylktur án tillits tjl stjórn- málaskoðana. Aðeins í nokkrum af þessum tilfellum urðu áhrif Alþýðuflokksforingjanna, sem veittu auð- valdinu með hinum glæpsamlega klofningi verkalýðs- félaganna og jafnvel beinni þátttöku, nógu sterk til að ráða niðurlögum verkamanna og þó aðeins að nokkru Jeyti. En barátta þessi hefir um leið verið eldraun fyrir hinn unga Kommúnistaflokk, skapað honum ofsóknir og fangelsanir, — en hún hefir fært verkalýðnum sanninn um, að honum megi treysta, þegar til úrslit- anna kemur. En svo framarlega, sem takast átti að hindra það, að burgeisastéttin með vaxandi hruni auðvaldsþjóð- félagsins gæti gripið til fasistisks alræðis, blóðugrar verklýðskúgunar, til að halda við valdi sínu, — sá Kommúnistaflokkurinn, að sókn verkalýðsins varð að margfaldast, samfylking allrar alþýðu varð að verða miklu almennari og um leið einbeittari í hagsmuna- baráttunni gegn burgeisastéttinni. Þess vegna gerði K. F. I. Alþýðuflokknum samfylkingartilboðið í júlí 1934, áður en Alþfl. myndaði sambræðslustjórnina við Framsókn. Og þó Alþýðuflokksforingjarnir kysu held- ur að sigla auðvaldsskútunni í strand með Framsókn, en að taka samfylkingunni við K. F. í., — þá hefir verkalýðurinn víða um land hinsvegar sýnt síðan, að 10

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.