Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 14

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 14
búa í sveitum og smáútgerðaríélaga með mótorbáta og trillubáta yrði reynt — án allrar þvingunar — að kenna millistétt sjávar og sveita að hagnýta sér yfir- burði samvinnunnar yfir einstaklingshokrið og milli- stéttin, sem fasisminn nú reynir að gera að böðli á sjálfri sér og verkalýðnum, þannig unnin fyrir sköp- un sósíalismans á sama hátt og nú hefir verið gert með samyrkjuhreyfinguna í Rússlandi. Út á við treystir verkamanna- og bændastjórn ís- lands á sambandið við Sovétríkin og samhjálp alls verkalýðs í veröldinni. Sovét-ísland mun hagnýta sér þá auðvaldsmarkaði sem hægt verður, en treysta fyrst og fremst á sósíaiistisk vöruskipti við Sovétríkin — og þeim getur hún örugglega treyst. Allt, sem Sovét- Island gæti framleitt fengi þar viðtöku, og í té yrði látið á móti ailt, sem sigrandi verkamenn og smá- bændur íslands til sjávar og sveita þyrftu. Skuldirnar við útlenda auðvaldið yrðu strikaðar út, nema ef brezka auðvaldið yrði enn þá svo sterkt, að Sovét-ísland yrði að kaupa sér frið nokkurn tíma með greiðslu vaxta og afborgana. En sá blóðskattur yrði greiddur á kostnað þeirra burgeisa, sem nú eiga 50 milljónir króna í peningum í sparisjóðum íslands, þeirra auðmanna, sem nú hafa 30—100.000 kr. árs- tekjur á íslandi, þeirra auðfélaga, sem, nú eiga millj- ónir í skuldlausum eignum. Og sá skattur yrði þá heldur ekki eins tilfinnanlegur, þegar útflutningsverð- mætið aftur hækkaði upp yfir 80 milljónir króna sökum framkvæmda sósíalismans, eins og hann er nú með 30 milljón króna útflutningi, og allur píndur undan nöglum sárþjáðrar alþýðu landsins. Sovét-ís- land myndi láta burgeisana sjálfa borga þeirra eyðslu- skuldir. Sósíalismi á Isiandi. Með áhuga og eldmóði hinna undirokuðu, sem afl- að hafa sér frelsis, munu auðlindir íslands, — sem 14

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.