Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 9

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 9
ar, — sökum þess, að því meir sem íslenzka auðmanna- stéttin glatar tilverurétti sínum og svo fótfestu meðal alþýðunnar gegnum flokka þá, er hún notar í þjón- ustu sína, því meira hallar hún sér að erlendu auð- valdi og gerist í vaxandi mæli umboðsmaður þess, til þess að eiga þar hauk í horni og öflugan bandamann. Þessi glæpsamlegu landráð koma til með að ná há- marki sínu, þegar yfirstéttarskríll Reykjavíkur, vopn- aður á laun af brezku auðvaldi, reynir að steypa með valdi þeirri byltingarstjórn verkamanna og bænda, sem óhjákvæmilega verður sköpuð áður en langt um líður. —- Verkalýðurinn tekur við. Það er komið að veigamestu tímamótum í sögu fs- lands. Sú stétt, sem með framsókn sinni, baráttu til valda og valdatöku setti mark sitt á síðustu öld, er feig og að falli komin — og með henni sú síðasta yfir- stétt, sem kúgar þetta land, síðasti arftaki einokunar- kaupmannanna, Bessastaðakúgaranna, hirðstjóra- valdsins, kaþólska lderkavaldsins, höfðingjastéttar og þrælamorðingja ,,þjóðveldistímans“. Nú kemur til kasta verkalýðsins að framkvæma hér á íslandi sitt volduga sögulega hlutverk: frelsa sjálf- an sig og alla, sem kúgaðir eru, undir oki og áþján auðvaldsins, gera sjálfan sig og alla alþýðu Jandsins að hinni virkilegu þjóð og leiða með sigrinum í stétta- baráttu sinni jafnframt frelsisbaráttu þjóðarinnar til lykta. Aðdragandinn að valdabaráttunni. Vöxtur samfylk- ingarinnar. Öll barátta verkalýðsins, allt frá myndun fyrstu verklýðsfélaganna, hefir verið undirbúningur stéttar- innar til að framkvæma þetta volduga hlutverk, óljós og reikandi oft, en markviss og ákveðinn eftir myndun Kommúnistaflokksins 1930, þegar kreppan kvað upp 9

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.