Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 3

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 3
kvæma „hugsjónir“ sínar og sýna blessun þeirra fyrir íslenzku þjó'ðina. Og veruleikinn í dag er sá, að verzlun íslands er að líða undir lok, hver markaðurinn lokast á fætur öðr- um, innflutningsmagnið mun falla úr 80 milj. kr. 1928 niður í 20 milj. kr. 1935, útflutningurinn minnka um % úr hámarkinu, innflutningsbann og innflutnings- höft munu notuð sem örþrifaráð til að reyna árangurs- laust að hindra, að allt fari í kolgræna kaf vitfirrtrar samkeppni. Og gínandi yfir þessum leifum íslenzkrar verzlunar, gráðug eftir síðustu gróðavonunum gapir fyrirlitleg klíka nokkurra heildsala í Reykjavík, ,sem gera þessa dagana örþrifatilraun til að banna íslenzkri alþýðu að skapa sér verzlunarsamtök. Þetta er orðið úr ,,verzlunarfrelsi“ því, sem fyrir borgarastéttina var aðalatriðið í frelsisbaráttu íslend- jnga: einokunarstarf örlítillar okraraklíku á íslenzka þjóðlíkamanum. Útgerðarauðvaldið og „þróun“ þess. Með stolti og næstum þjóðrembingi var fyrsti skipa- stóll ,,þjóðarinnar“, sem hældist um að eiga beztu sjó- menn veraldarinnar, skapaður og settur í gang. öllu lánstrausti, sem hin uppvaxandi, efnilega þjóð gat afl- að sér, var varið til að margfalda á fáum árum út- gerð landsins. títgerðarmennirnir, sem falin voru öll forráð þessa, hlutu ógrynni auðs, sem sjómennirnir öfluðu þeim, -— en streittust samtímis á móti hverri einustu hagsmunakröfu þessara auðgjafa sinna. — Gírug hönd Kveldúlfsauðvaldsins lét gr.eipar sópa um auðinn, sem hið vinnandi ísland skóp. Ef gullið seiddi í höndu Frakkans, var mest-allur togaraflotinn seldur. Ef gróðinn var töfrandi á mörkuðum Spánar, var ekki um það hirt, þó togarar og tugir sjómanna færust í of- viðri á miðunum. fsköld ránshönd auðvaldsins hafði sleg- ið eign sinni og valdi á auðlindir og framleiðslutæki 3

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.