Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 5

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 5
valds brezka auðvaldsins yfir Islandi, allt frá smánar- legum tollveðsetningum Krossanes-Magnúsar 1921 til sögulegrar yfirlýsingar og loforða Eysteins Jónssonar 1935. Þjóðarauður íslands er metinn tæpar 200 millj. ki-óna. 1935 eru hins vegar skuldir xúkis, banka, bæja og einstaklinga við útlönd orðnar um 100 milljónir króna og fara að sama skapi vaxandi, sem möguleik- arnir til að borga þær minnka. Helmingur þjóðar- auðsins tapaður í skuldum eidendis! Þannig í-ætast draumarnir um fjái'hagslegt sjálfstæði og sjálfseign íslenzku þjóðarinnar. Alþýðan hungrar mitt í allsnægtunum. Burgeisastéttin hefir nú sýnt það og sannað, að hún er ekki fær um að stjórna landinu. Atvinnulíf henn- ar hrynur í rústir, framleiðslutækin hröi'na, verzlun- arlífið kyrkist, verkalýðurinn er að hálfu atvinnulaus, bændurnir flosna upp, millistéttin verður meir og meir gjaldþrota. Yöld bui'geisastéttarinnar — hins sameinaða verzlunar-, útgei-ðai'- og bankaauðvalds undir stjórn hins síðastnefnda — eru orðinn fjötur á þróun framleiðsluaflanna á Islandi, drottnandi hönd hennar helgreip um háls alþýðu. Hungrið hefir aftur haldið innreið sína í alþýðuheimili landsins — og nú, mitt í allsnægtum matarafurðanna, sem alþýðan hefir skapað, en auðvaldið á. (19000 tonn af saltfiski 1. mars, yfir 1500 tonn af frystu og söltuðu kjöti liggja nú óseld hér!!). Hlutverki auðvaldsins á íslandi lokið. Allt þetta ástand sýnir, að sögulegu hlutverki ís- lenzku borgarastéttarinnar er nú að fullu og öllu lok- ið, og því lengur sem hún fær að halda völdum hér eftii', því meir eyðileggur hún af því, sem áunnizt hefir undir hennar stjórn á uppgangs- og framfara- skeiði hennar. Það var eitt hlutverk burgeisastéttarinnar í veröld- inni að skapa heimsmarkaðinn og nota þannig auð- 5

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.