Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 29

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 29
kreppan og aukinn þroski skáldsins opnaði augu þess fyrir þeim kalda veruleika, þeim hörðu staðreyndum, að sjálfstæðið, rómantikin, sveitasælan, velgengnin, væri tóm blekking og yfirstéttarlygi, í fullri mótsögn við reynslu og lífskjör alþýðunnar. Og því einlægari og heit- ari sem trú hans hafði verið á verðmæti hinna glötuðu tíma, því sárari urðu nú vonbrigði hans. Og þróun hans frá hinum rómantisku draumum fór svo hratt fram, að hann sveiflaðist yfir í algerða andstæðu þeirra, til naturalisma. Svo varð það í skáldskapnum. En félags- lega lá þróun hans yfir til kommúnistiskra skoðana. Hið heita skap hans lagðist nú af öllum þunga móti öllu því gamla, móti rómantik og auðvaldi, sem svikið höfðu vonir hans. Það hlóðst í sál hans hatur, gremja og sár- indi. Hann vildi hrinda um öllu því gamlct, þurrka það burt með falsinu, svikunum og lyginni. Hinn rómantiski tilfinningahiti var ennþá hinn sami. Jóhannes gerðist uppiæisnarmaður af rómantiskum skaphita, fullur af óþolinmæði og ólgandi krafti. Hið gamla fann hann búa í sér, en þráði af sterkum hug yfir til hins nýja. Hann veit rætur hins gamla, er hann hefir andstyggð á, liggja djúpt í hjarta sínu, en hvað sem það kostar, vill hann slíta þær upp, því að heitasta þrá hans og eina takmark er að verða nýr maður. I ljósi þessarar baráttu verða menn að skoða skáldsögu hans, „Og björgin ldofnuðu“. Með lýsingunni á Hauki á Bjargi hefir skáldið að nokkru leyti ætlað að sýna þróunarsögu sjálfs sín. Til þess varð hann m. a. að vekja aftur til lífsins sinn gamla mann, og reyndar til þess eins að murka úr honum lífið fyrir fullt og allt. En skáldið hafði orðið svo mikla andúð og fyrirlitningu á honum, að hún gat ekki annað en komið alls staðar fram í kaldranalegu glotti. Og þó átti þessi gamla fylgja enn svo mikil ítök í skáldinu, að því tókst ekki að fá fram skýra mynd hins nýja manns. Myndir hins gamla og nýja vefjast alls staðar saman, skyggja hvor á aðra og raska öllu samræmi. Þess vegna hlaut að koma fram tvískinnungur í lýsingum persónanna. Og af 29

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.