Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 13

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 13
skyldum þeirra — frelsi. Hún fær togarasjómönnum, hafnarverkamönnum, prenturum, járnsmiðum, bíl- stjórum og öllum öðrum verkamönnum landsins'vald- ið yfir togurunum og línuveiðurunum, gufuskipunum og hafnarmannvirkjnum, prentsmiðjunum, járnsmiðj- unum og bílunum — yfir framleiðslu- og samgöngu- tækjum burgeisastéttarinnar. Þeir þurfa þá ekki dag- lega að bjóða sig til kaups og ýmist vera neitað eða þrælað út burgeisunum til gróða. A^erkamennirnir eru þá sjálfir herrar framleiðslutækjanna — og lífs síns, ekki lengur undirokuð, heldur ráðandi stétt. Og í krafti sinna valda taka verkamennirnir þá til óspilltra málanna með að framleiða allt, sem hægt er að fram- leiða. Þeir njóta á meðan þeirra auðæfa, sem bur- geistastéttin hefir eftir skilið. Þeir flytja þá, sem urðu að hírast í verstu pestarhíbýlunum, í ,,villur“ burgeis- anna, úthluta fisk og kjötbyrgðum, sem burgeisarnir geymdu til skemmdar og eyðileggingar, — en aðal- starfið verður strax: hver hönd að verki, útrýming atvinnuleysis og vaxandi velmegun hinnar drottnandi alþýðu. Framkvæmd sósíalismans í Sovétríkjunum nú sannar oss, að þetta muni.einnig takast hér, enda öll sú aðstoð, sem sigrandi vei*kalýður Sovétríkjanna get- ur í té látið, einnig okkur vís. Smábændum sveitanna og fiskimönnum sjávarþorp- anna flytur verklýðsbyltingin fyrst og fremst frels- ið af klafa bankanna og auðhinnganna, sem nú gera þá í rauninni að kauplitlum þrælum sínum. Með ríkis- verzlun út á við, sem eingöngu hefír hag hinna virki- legu framleiðenda fyrir augum, yrði núverandi milli- liðagróði fiskhringanna og söluhringanna (salt, kol, beita, veiðarfæri) veitt til framleiðendanna sjálfra, sjómanna, verkafólks í landi, smábátaeigenda. Okrið á hafnarmannvirkjum, lóðum og lendum kauptúna og þorpa, sem oft ætlar smáútveginn alveg að drepa, yrði afnumið — og notkunarrétturinn á þessu fenginn hinum vinnandi lýð í hendur. Með my.ndun samyrkju- 13

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.