Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 7

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 7
ar því verkamaðurinn — með því að halda daglega uppboð á sjálfum sér og aðeins örsjaldan finnur kaup- anda — fær aðeins þriðjung þeirra árslauna, er hann hafði 1929, og sjómannastéttin meir en 1000 krónum minni árslaun á mann en þá, — þá bannar svo bur- geisastéttin þessum verkamönnum að reyna að drýgja kaup sitt með því að mynda neytendasamtök. Það er kaldur bruni á kaupfélagsbúðunum, sem á að fram- kvæmast á friðsamlegan hátt af þessum frelsiselsk- andi fasistum, — og Samband íslenzkra samvinnufé- laga kvað hafa heitið heildsölunum aðstoð sinni við þetta athæfi eftir yfirlýsingu þeirra sjálfra. Á öllum sviðum er sömu söguna að segja af þess- um hungurárásum og réttarskerðingum burgeisastétt- arinnar — og alls staðar eru þær framkvæmdar — og einungis framkvæmanlegar — með aðstoð Fram- sóknar- og Alþýðuflokksforingjanna. Burgeisastéttin grípur nú til örþrifaráða til að halda völdunum — eftir að hafa sýnt sig svo ófæra til að bjóða þjóðinni annað en aukna örbyrgð og hrun. I augnablikinu hefir hún falið ríkisstjórnina Fram- sóknar- og Alþýðuflokksforingjunum til þess að hag- .nýta' sér þann f jöldagrundvöll, sem þeir enn hafa, — ,en því fylgir sú áhætta, að fjöldinn, sem þeim fylgir, yfirgefi þá, jafnskjótt og það óhjákvæmilega sýnir sig að hrun auðvaldsins heldur jafnt áfram undir þeirra stjórn, og það með meiri og meiri hraða. Þetta ,,ráð“ verður því aðeins rökréttur undirbún- ingur að ,,þrotalendingunni“, fasismanum, að henda algerlega þingræðisgrímunni og koma á opinberu fas- istisku alræði sínu, — og það undirbýr ákveðnasti og ófyrirleitnasti hluti burgeisastéttarinnar — sá, sem drottnar í Ihaldsflokknum, — nú og hagnýtir sér því í lýðskrumsaugnamiði gjaldþrot sambræðslustjórnar- innar, sem hann reynir að dylja að séu virkilega gjald- þrot burgeisastéttarinnar sjálfrar. öll ráðin, sem burgeisarnir brugga, eru því fjörráð 7

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.