Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 22

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 22
sósíalistiska lífs sigrað: sá, sem ekki vinnur, á heldur ■ekki brauð að fá! Sem lýsandi stjarna bendir land verkalýðsins þjáðri alþýðu auðvaldsheimsins á leiðina til frelsis og betra > lífs, — „handan við markalínu auðvaldsins heldur vöxtur mannlífsins áfram“. Land þar sem ekkert auðvald er til. Engin kreppa. Ekkert atvinnuleysi. Land verkalýðsins. Fjöldi mála lá fyrir þessu þingi. Öll beindust þau að einu marki, að ganga frá síðasta smiðshögginu til aköpunar hins stéttlausa þjóðfélags. Eitt þessara mála var stjórnarskrárbreyting. Á þess- um tímum, þegar jafnvel hin elztu lýðræðis- og þing- ræðislönd ,,endurskoða“ stjórnarskrár sínar á þann hátt að takmarka meir og meir lýðræði sitt og gefa út stöðugt ný umboð til einræðisstjórnar, hljómar orð- ið stjórnarskrárbreyting illa. Hitler, Dolfuss, Mussolini, Doumergue, Mac Don- ald, — allir hafa þeir sýnt sig sem ,,umbótamenn“ stjórnaskrár sinna landa. Kreppu-bráðabirgðalögum íslenzku ríkisstjórnarinnar gegn verkalýðsstéttinni fjölgar stöðugt. Þingið er rekið heim samkvæmt kröfu f jármálaauðvaldsins. Og stjórnarskrárbreytingin íslenzka nú síðast, sem kölluð er „framkvæmd stærsta réttlætismálsins“, hafði það ,,réttlæti“ og það aukna ,,lýðræði“ í för með sér, fyrir atbeina sjálfs lýðræðispostulans Héðins Valdímarssonar, að flokkur verkalýðsins fær engan fulltrúa á þingi, þrátt fyrir að hann hafi á fjórða þús- und atkvæða. 1 4 ára áætlun sinni kallar Alþýðuflokk- ui'inn þetta afrek sitt „árangur margra ára baráttu fyrir auknu lýðræði í landinu“. Jafnframt því, sem hann nú ekki hikar við, með þátttöku sinni í ríkis- stjórninni, að framkvæma alræði innlend3 og erlends fjármálaauðvalds gagnvart íslenzkri alþýðu, bendir hann i sömu kosningarst’efnuskrá kjósendum á þá 22 1

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.