Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 4

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 4
landsins — og- eftir 20 ára heltök hennar sjást nú af- leiðingarnar: Togararnir eru „ryðgaðir og grautfúnir manndráps- bollar“, sem fækkar ár frá ári, saltfiskurinn er dauða- dæmd vara, útlit fyrir að fiskframleiðslan 1935 verði. helmingi minni en 1934, dauðahönd hnignandi út- gerðarauðvalds er að kyrkja framleiðsluöflin: binda togarana eða sökkva þeim, eyðileggja vinnuafl verka- lýðsins með atvinnuleysi og verkbönnum. Bankaauðvaldið og böndin við Bretann. En auðvald íslands er að renna skeið sitt til enda, sem auðvald allra annarra landa. Eftir að verzlunar- auðvaldið hafði hafið arðránið, bættist útgerðarauð- valdið við um aldamótin og setti brátt mark' sitt á þró- unina. En eftir 1917 tekur bankaauðvaldið meir og meir að verða hinn drottnandi aðili 1 starfsemi ís- lenzka auðvaldsins. Það nær yfirráðunum yfir verzl- uninni með veitingu ábyrgðanna — og algerri drottn- un yfir henni, eftir að gjaldeyrishöftin gerðu bank- ana alvalda. Það rennur saman við stórútg.erðarauð- valdið, eins og bezt birtist í 5 milljón króna láni Landsbankans til Kveldúlfs. Það læsir helgreipum sínum um bændurna, skuldir bænda eru 1933 yfir 30 milljónir, eða helmingur hátt metinna eigna þeirra. Þriðjungur íslenzku bændastéttarinnar eignalaus — það er árangurinn af „frelsun“ hennar af klafa danslca auðvaldsins, það eru þakkir burgeisastéttarinnar fyrir þátttökuna í sjálfstæðisbaráttunni gegn danska vald- inu. — En vaxandi kúgun af hendi bankaauðvaldsins inn á við þýddi um leið aukna undirgefni og bandalag við erlent auðvald út á við. Allan þennan tíma tók íslenzka bankaauðvaldið meir og meir þá stefnu að ná lánasambandi við brezka auðvaldið, sem hafði sýnt sig sterkast og drottnandi hér 1916. Sagan frá 1917 til 1935 er saga vaxandi 4

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.