Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 19

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 19
rökréttur þáttur í allsherjar sókn Japana til yfirráða á Kyrrahafinu og í Austur-Asíu, sem greinilegast kem- ur fram í hernámi Mansjúríu og Norður-kínversku hér- aðanna og stríðsæsingunum gegn Sovétríkjunum. Þessa sókn eru Bandaríkin ekki framar fær um að stöðva, að minnsta kosti ekki án þess að beita vopnuðu valdi. Og þegar Þýzkalandi er nú gefinn laus taumurinn um vígbúnað sinn, þá er ástæðan fyrst og fremst sú, að þessi vígbúnaður er þegar orðin staðreynd, sem ekki verður fram hjá komizt. Næsta skeið þessarar þróunar mun verða það, að Japan eykur flota sinn til jafns við Bandaríkin og Þýzkaland fjölgar flugvélum sínum til jafns við Frakk- land. Afieiðingin verður aftur, að Frakkland og Banda- ríkin margfalda sinn herskipaflota og flugvélalið. — Heiminum verður hrundið út í svo vitskerta vígbúnað- arsamkeppni, að engan hefir órað fyrir. Ítalía undirbýr hernám Abessiníu. Ítalía fetar í fótspor Japans. Afríka er að eignast sína Mansjúríu. Mussolini hefir sent ógrynni liðs og hergagna til Afríku og undirbýr hernám Abessiníu. Meðlimur Þjóðabandalagsins sendir í fyrsta sinni her gegn öðrum meðlimi Þjóðabandalagsins. Abessinía hefir kært fyrir Þjóðabandalaginu innrás hinna ítölsku hersveita. Þjóðabandalagið hefir ekkert aðhafzt, enda þótt lög bandalagsins skyldi það til að grípa til vopna gegn hverjum þeim meðlimi sínum, er ræðst á annan. En á undan voru líka gengnir samning- arnir milli Frakklands og' ítaliu í Róm (7. janúar), þar sem Frakkland gefur Ítalíu frjálsar hendur í Abessi- níu, gegn öðrum hlunnindum, sem ítalía veitir Frakk- landi á meginlandi Evrópu. Og það var franski utan- ríkisráðherrann Laval, sem beitti áhrifum sínum í Þjóðabandalaginu í þá átt, að bandalagið tók enga af- stöðu til kærumála Abessiníu. Auðvitað eru hinir ítölsku herir sendir til Afríku í því 19

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.