Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 23

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 23
hættu, sem liggi í því að kjósa kommúnista, er vilji afnám alls lýðræðis eftir fyrirskipun kennifeðranna frá Moskva! Þau eru seinþreytt á því borgarablöðin hér, blöð íhaldsins, framsóknar og Alþýðuflokksins, að benda á einræðið rússneska og einræðisherrann Stalin í sam- anburði við lofsöng sinn um svokallað lýðræði á ís- landi. En það var einmitt „einræðisherrann“ Stalin, sem var aðalhvatamaður að stjórnarskrárbreytingu, sem fer í þveröfuga átt við allt það frelsisrán, er felst í stjórnarskrárbreytingum auðvaldslandanna. Innihald stjórnarskrárbreytingarinnar í Sovétríkj- unum er í stuttu máli þessi: Kosningafyrirkomulagið er allt fært-í meiri lýðræðisátt. Kosningarréttur, sem var takmarkaður fyrir hluta þjóðarinnar, er nú jafn. Óhlutbundnar kosningar hafa verið afnumdar og hlut- bundnar kosningar lögleiddar. 1 stað opinberrar kosn- ingar hefir nú verið komið á leynilegum kosningum. Á sama tíma sem slíkir atburðir gerast í Sovétríkjun- um undir forustu komrnúnistaflokksins, segir Morgun- blaðið, að uppreisn sé í aðsigi, en blað Alþýðuflokksins ber fram þá kenningu, að sósíalisminn muni vafalaust sigra miklu fyrr á Norðurlöndum en í Rússlandi, vegna þess, að á Rússlandi ríki einræði og ófrelsi, en á Norð- urlöndum lýðræði. Stjórnarbreytingin í Sovétríkjunum hefir stórkostlega sögulega þýðingu. Hún sýnir, 'að tímabil stéttlausa þjóðfélagsins er að hefjast. íbúum landsins héfir fjölg- að mjög. Árið 1913 voru íbúar landsins 139,3 milljónir, 1928 voru þeir 152,4 milj. og í ársbyrjun 1934 orðnir 168 milljónir. Verkamönnum hefir fjölgað um helming, úr 23,3 millj. upp í 47,1 millj. — Árið 1928 voru sanK yrkjubændur aðeins 4,4 millj., árið 1934 77 milljónir. Fyrir byltinguna voru í Rússlandi 90,7 millj. einyrkjar, 23

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.