Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 26

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 26
að fá hetjur til að dást að eða fegurð til að hrífast af. Það virðist svo, sem Jóhannesi úr Kötlum hafi þótt nóg af slíku komið hjá öðrum. Hann hefir viljað sýna persónur, hversdagslegar, ósjálfstæðar og rótlausar, án minnstu gyllingar. Það er því að nokkru leyti af fúsum vilja höfundar, hvað persónur sögunnar eru -sviplausar og án mótunar.’ Höfuðpersónan Haukur, sem skáldið leggur sig mest fram við, er mjög festu- lítill. Þó vill skáldið telja lesendum sínum trú um, að hann hafi átt ákveðinn hug á framkvæmdum og búskap í æsku, en það sést hvergi af sögunni. Á þeim rótleysis- tímum, sem við höfum lifað, hafa ef til vill verið bænd- ur svipaðir og Haukur á Bjargi, en þó er engin leið að telja hann fulltrúa fyrir þá bændur, sem flosnað hafa upp úr sveitunum og flutzt á mölina í Reykjavík. Það skýrist ekki af sögunni, að Haukur veiti neitt verulegt viðnám, og virðist jafnvel fremur hrökklast af jörðinni út af vonsvikum í hjónabandinu en bú- skapnum. I félagslegum skilningi er sögunni þannig mjög ábótavant. Jafn veruleikasönn og hún vill vera, > eru mjög lauslega skýrð hin félagslegu rök, sem liggja til uppflosnunar Hauks á Bjargi. Hugur skáldsins er allur við breytingarnar á sálarlífi Hauks, miklu bundn- ari áhrifum og afleiðingum hlutanna, heldur en oi'sök- um þeirra. Þess vegna koma breytingarnar á Hauki oft svo óvænt og undii'búningslaust. Það er gert ráð fyr- ir því í sögunni, að hann sé áhugasamur og fram- kvæmdamikill bóndi, að hann sé rómantisk persóna o. ;s. frv., en þetta er svo lauslega skýrt og rökstutt, að lesandinn eignast enga sannfæringu um það, og verður honum því miklu minna um heldur en skáldinu, þegar hin gömlu verðmæti Hauks hrynja. Lesandinn fær ekki skilið, að nein björg klofni við það. Og þar bregst höf- undinum hvað áþreifanlegast, er hann ætlar sér að sýna hinar stói'vægilegustu breytingar, bæði félagslega og sálarlega, í jafn veikri persónu og Haukur á Bjargi er. Höfundur ætlar sér í senn að láta Hauk vera hversdags- 26

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.