Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 20

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 20
skyni að „vernda“ Abessiníu, að halda þar uppi „röð og reglu“ o. s. frv. Það sögðu japönsku imperialistarnir líka, þegar þeir voru að hernema Mansjúríu. Stríðshættan var aldrei meiri en nú! Abessiníu-æfintýri Mussolinis sýnir, hve kommún- istarnir höfðu rétt fyrir sér, er þeir brýndu fyrir verkalýðnum stríðshættuna og hvöttu hann til gagn- baráttu. Sami drápsvélaflotinn og íslenzkir verka- menn sáu í hitteðfyrra svífa yfir Reykjavík, er nú aft- ui sendur af stað, í þetta smn til þess ao myrða ör- eigana suðnr í Abessiníu, brjóta og br.enna þorp þeirra. Og þó eru önnur enn háskalegri öfl að verki, sem skara að ófriðareldunum. Fasisminn um allan heim leitast við að safna öllum stríðsöflum í einn brenni- depil, með allsherjar árás á Sovétríkin að takmarki. Japanir hafa hafið nýjar árásir í Norður-Kína og búast til að leggja undir sig Innri-Mongólíu. Næsti áfanginn á að v.erða árás á mongólska lýðríkið, sem i er í stjórnarfarslegu sambandi við Sovétríkin. Þaðan er leiðin opin norður í Síberíu. Japan leggur í Man- sjúríu vegi, brýr, járnbrautir og flugvelli og dregur enga dul á hinn hernaðarlega tilgang þessara hluta. f Evrópu vígbýst Þýzkaland, heimtar afnám á öll- um takmörkunum friðarsamninganna, fjandskapast gegn Sovétríkjunum. Þýzkaland hefir svarað tilboði Lundúna-ráðstefnunnar, tekur því að vísu fegins hendi, að því séu gefnar frjálsari hendur um endur- vopnunina, en neitar meðal annars því skilyrði, sem Frakkland setur, að það undirriti Austurevrópusátt- málann. Bretland vinnur að því að skapa bandalag með Þýzkalandi og Japan, styður hinar Sovétfjandsam- legu ráðagerðir þessara ríkja og reynir á allan hátt að trufla friðarstarfsemi Sovétríkjanna. Sovétríkin eru að verða of voldug. VII. Sovétþingið 20

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.