Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 18

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 18
land sættist á stórkostlega aukinn vígbúnað af Frakka hálfu og skuldbindur sig gagnvart Frakklandi til a'Ö tryggja framkvæmd vissra ákvæða friðarsáttmálans, en þeirri kröfu hafði Bretland hafnað fram að þessu. — Bretland og Frakkland gera með sér sáttmála um gagn- kvæma hjálp, ef ráðizt verði á annaðhvort ríkið úr lofti, og bjóða Þýzkalandi að verða þriðji aðili þessa sáttmála. Jafnframt eru Þýzkalandi gefnar frjálsar hendur um því nær ótakmarkaða eflingu loftflota síns, raunar með því skilyrði, að Þýzkaland beygi sig undir alþjóða- ákvæði um vígbúnað, gangi aftur í Þjóðabandalagið og- undirriti Austurevrópusáttmálann, sem orðinn er til fyrir forgöngu Sovétríkjanna til tryggingar friðinum í Austurevrópu. Að Bretland leggur slíka áherzlu á að löggilda víg- búnað þýzka fasismans, hefir sínar gildu ástæður. — í fyrsta lagi myndi hernaðarlega voldugt Þýzkaland tak- marka forgönguvald Frakka á meginlandinu, og í öðru lagi er það skilyrði þess, að Þýzkaland geti orðið nýti- legur liðsmaður í þeirri samfylkingu gegn Sovétríkjun- um, sem Bretland hefir verið að reyna að skapa að und- anförnu. Tilraunirnar til að beina ránsfýsn þýzku her- valdsstefnunnar gegn Sovétríkjunum eru á þessum tím- um einn aðalþátturinn í utanríkismálastefnu Bretlands. Þetta takmark er svo hugleikið brezku landránsstefn- unni, að til þess að ná því, sættist hún jafnvel á endur- vopnun Þýzkalands og fórnar Frakklandi hlunnindum, til þess að fá það á sömu sveif. Jafnvægið á þrotum. Uppsögn Japans á Washington-samþykktinni og und- anlátssemi Versailles-ríkjanna gagnvart vígbúnaðar- kröfum þýzka fasismans eru óyggjandi tákn þeirrar staðreyndar, að jafnvægi því er nú lokið, sem sigur- vegurunum tókst að skapa yfirráðum sínum við lok styrjaldarinnar miklu. Uppsögn flotamálasamþykktarinnar er ekki annað en 18

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.