Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR 26. mars 2009 — 74. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Þóra Einarsdóttir sópransöngkona dró fram hvítan sumarlegan silki-kjól fyrir lesendur Fréttablaðsins til að lífga upp á hinn svarta vetur sem er að líða undir lok. „Þennan kjól keypti ég á síð-asta ári í verslun sem ég held mikið upp á. Hún heitir Un deux trois og er að finna bæði íog B sínu sem söngkona og segist eiga þá ófáa. „Þetta er vinnugallinn og maður er alltaf að reyna að finna réttu fötin við rétta tækifærið,“ segir Þóra, sem vill klassíska kjóla sem yfirgnæfa ekki söng-inn. Þóra ka i peysu, jafnvel flíspeysu,“ segir hún glettin og finnur ekki mikla þörf fyrir að tjá sig með fatnaði dags daglega. „Ég hef hins vegar mjög gaman af tísku sem fyrir-bæri og finnst k Alltaf í kjól í vinnunniÞóra Einarsdóttir söngkona á ógrynni af kjólum, enda eru þeir nokkurs konar vinnugalli í hennar starfi. Hún heillast af tísku en lætur sér þó nægja að klæðast gallabuxum og flíspeysum dags daglega. Þóra velur kjóla sína út frá fagur-fræðilegu sjónarmiði og því hversu þægilegt er að syngja í þeim. Einnig finnst henni kostur ef þeir krumpast ekki, enda er hún oft á faraldsfæti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FYRIRLESTUR undir yfirskriftinni How to build a brand verð- ur haldinn á vegum Fatahönnunarfélags Íslands í Norræna húsinu í dag klukkan 17. Fyrirlesari er Peter Ingwersen, framkvæmdastjóri danska tískufyrirtækisins Noir.                  !""# $%&!''(%#)*+ ,  -. /00-#0*,  -. nýjar vörurkomnar í húsDugguvogi 2 / s 55 Patti húsgögn VEÐRIÐ Í DAG ÞÓRA EINARSDÓTTIR Kjóllinn nokkurs konar vinnugalli söngkonunnar tíska Í MIÐJU BLAÐSINS Kraftmikið starf áhugamannasamtaka, líknarfélaga og sjúklinga- samtaka á Íslandi og stuðningur þeirra við tilteknar greinar lækn- inga og umönnun sjúkra hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Oddfellowar unnu þrekvirki með því að hjálpa til við að koma upp og reka líknardeild á Landspítala, Hringskonur hafa áratugum saman unnið að heill íslenskra barna, Velferðarsjóður barna vinn- ur á hverju ári mikið og gott starf, og hvers kyns klúbbar og samtök leggja sitt af mörkum til að gera góða heilbrigðisþjónustu betri.Hjartaheill hafa sömuleiðis unnið ómetanlegt starf í þágu hjartasjúkra og þar með í þágu heil- brigðisþjónustunnar allrar. Samtökin hafa fært fjölmörgum stofnunum tæki og búnað sem gagn- ast í þjónustunni við hjartasjúklinga og hafa að þessu leyti lyft grettistaki. Hjartaheill og Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur, sem hún stofnaði til minningar um eiginmann sinn Pálma Jónsson í Hagkaupi, hafa sennilega lagt hvað mest fram til að styrkja og vinna að velferð hjartasjúklinga. Framlag beggja er ómetanlegt og stendur íslenskt samfélag og hjartasjúklingar í mikilli þakkarskuld við þau. Á krepputímum er okkur hollt að hugsa um áhugann sem rekur samtök eins og Hjartaheill áfram og um þá einskæru góðvild sem fólst í því, þegar Jónína S. Gísladóttir stofnaði styrktarsjóðinn sem hér er nefndur.Það er rúmur aldarfjórðungur frá því að samtök hjartasjúklinga voru stofnuð, samtökin sem nú bera nafnið Hjartaheill. Auk beins framlags í formi búnaðar og tækja hefur það verið annað markmið samtakanna að beita sér fyrir fræðslu og forvörnum til að vinna gegn hjartasjúkdómum, að veita aðstoð og ráðgjöf og að berjast almennt fyrir umbótum í þágu hjartasjúkra. Stofnfélagarnir voru 230, en síðan hafa þeir rúmlega fimmtánfaldast. Í tilefni 25 ára afmælis Hjartaheilla hafa samtökin nú ákveð- ið að blása til sóknar og safna fyrir þriðja hjartaþræðingartæk- inu fyrir Landspítalann og óska eftir stuðningi þjóðarinnar til að ná megi þessu markmiði á afmælisárinu. Efnt verður til landssöfnun- ar undir merkjum Hjartaheilla og stefnt að því að safna fjármunum svo koma megi upp tækinu og mun allt það fé sem safnast renna til hjartalækningadeildar Landspítala.Það eru fáar þjóðir sem sinna hjartasjúkum eins vel og við. Við gerum fleiri aðgerðir á hjartveikum en tíðkast meðal nágrannaþjóð- anna, aðgengi að læknum er hér betra en annars staðar, biðlistar styttri og árangur hjartalækninga með því besta sem þekkist. Á þessum grundvelli eigum við að byggja upp og sækja fram. Söfn- un Hjartaheilla fyrir nýju hjartaþræðingartæki er einn liður í upp- byggingunni. Mér er það mæta vel ljóst að eins og stendur er víða þröngt í búi Mjög margir glíma við erfiðleika nú, meðal an is þeirra athafnaman hjartaheillFIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 Íslendingar hafa iðulega tekið höndum saman í baráttunni við skæða sjúkdóma. Berklaveikinni var útrýmt með átaki almennings og forystusveitar lækna og hjúkr-unarfólks. Árangurinn í glím-unni við krabbamein hefur einnig náðst vegna víðtækrar þátttöku landsmanna í söfnunum og for-varnastarfi. Samtök sjúkra og fjölskyldna þeirra hafa á ýmsum sviðum skilað miklu. Í aldarfjórðung hefur Hjarta-heill – Landssamtök hjarta júkin hverri viku lætur rúmlega tugur Íslendinga lífið af þeirra völdum. Og hjartasjúkdómar herja ekki aðeins á roskið fólk; þeir geta líka verið örlög æskunnar, fjöldi barna og ungmenna glímir við veikt hjarta. Á undanförnum áratugum höfum við samt notið ótrúlegra framfara, árangur lækna hefur vaxið hröðum skrefum og áhersl-an á mataræði og hreyfingu hefurskipt sköpum En þ ð efla tækjakost Landspítalans og styrkja þannig til muna þjónust-una sem þar fer fram. Landssöfnunin er bæði í þágu þess góða málefnis og í tilefni af 25 ára fórnfúsu og árangurs-ríku starfi Landssamtaka hjarta-sjúklinga. Stuðningur okkar er því í senn framlag sem auka mun lífslíkur fjöldans og þakkargjörð til þesgóða fólk ÁVARP FORSETA ÍSLANDS ÓLAFS RAGNARS GRÍMSSONAR, VERNDARA LANDSSÖFNUNAR HJARTAHEILLA:Samstaða hjálpar sjúkum ÁVARP HEILBRIGÐISRÁÐHERRA: Það skiptir máli að allir geti verið með Ögmundur Jónas-son heilbrigðisráð-herra. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skiptir sköpumNýtt hjartaþræðingartæki styttir bið-lista verulega að sögn Kristjáns Eyjólfs-sonar, yfirlæknis hjartaþræðinga. SÍÐA 5 FÓLK Einar Bárðarson, oft nefnd- ur umboðsmaður Íslands, boðar komu hljómsveitarinnar Katrina and the Waves til landsins. Einar ætlar að efna til risastórr- ar Eurovision-veislu á nýjum stað, Officeraklúbbnum á Keflavíkur- flugvelli, 16. maí næstkomandi. Þar munu troða upp Katrina and the Waves sem sigruðu í Eur- ovision-söngvakeppninni með fáheyrðum yfirburðum árið 1997. Annars sló hljómsveitin rækilega í gegn á 9. áratugnum með laginu Walking on Sunshine. Hefðbund- ið er að efnt sé til veislu í tilefni af keppninni og Einar segir tímabært að fá einhvern til að skemmta sem unnið hefur keppnina. - jbg / sjá síðu 46 Katrina and the Waves: Sigurvegari Eurovision til landsins KATRINA AND THE WAVES Munu troða upp í risavaxinni Eurovision-veislu Einars Bárðarsonar. GARÐYRKJA „Þessi áhugi er algjör- lega nýtilkominn og kom okkur í opna skjöldu,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykja- víkurborgar. Tvö hundruð mat- jurtagarðar sem Reykjavík leigir borgarbúum í Skammadal í Mos- fellsbæ hafa allir verið pantaðir og fólk hefur látið skrá sig á bið- lista í von um að eitthvað losni. Að sögn Þórólfs hafði áhuginn á þess- um görðum farið minnkandi ár frá ári og var jafnvel á döfinni að loka alveg svæðinu. „Við erum að bíða eftir að þeir sem voru með garð í fyrra svari hvort þeir ætli að halda áfram með garðinn í ár. Hins vegar voru um hundrað garðar ekki teknir frá og manni finnst með ólíkindum að þeir séu farnir.“ Vegna þessa aukna áhuga þarf borgin að endurskoða allt skipu- lag ræktunarsvæða. „Í Skamma- dal er hver garður um hundrað fermetrar. Við munum bjóða upp á einhverja garða inni í borginni sem eru mun minni. Meðal ann- ars lausa skólagarða og vorum við búin að ákveða að loka einum skólagarði og erum að skoða þann möguleika að fá Garðyrkjufélag- ið til samstarfs þar.“ Skráningu í skólagarðana verður flýtt vegna þessa til að sjá hve mikið verður eftir af lausu svæði hjá þeim. - jma Endurskoða þarf skipulag ræktunarsvæða borgarinnar vegna áhuga á garðrækt: Margir bíða eftir matjurtagörðum Sjá nánar á www.betrabak.is Færðu gesti? Svefnsófadagar í mars 36,95% 72,75% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er með 97% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009. JÓHANNA GUÐRÚN Fær handsaumaðan kjól frá Indlandi Sérhannaður af Andersen & Lauth FÓLK 46 Nýjung á Netinu Matthías Magnússon setur fyrstu íslensku stafsetningar- orðabókina á Netið. TÍMAMÓT 26 Laminn með belti Magnús Scheving komst í hann krappann með Jackie Chan. FÓLK 36 HEILBRIGÐISMÁL Nýtt hjartaþræð- ingartæki hefur haft í för með sér að fækkað hefur á biðlistum úr 250 í 120 manns. Þetta er haft eftir Kristjáni Eyjólfssyni, yfirlækni hjartaþræðinga. Hjartaþræðingartækið var tekið í notkun síðasta haust, en fyrir var eldra tæki sem er orðið tæplega tólf ára. Kristján segir mikinn mun á því að nota nýja tækið eða það gamla. Til dæmis séu mynd- gæðin mun betri í nýja tækinu og því sjái læknar betur hvað þeir eru að gera. Um 1.950 hjartaþræðingar voru gerðar í fyrra, sem gerir að meðal- tali um fjörutíu aðgerðir á viku. - ss/ sjá sérblaðið Hjartaheill Yfirlæknir hjartaþræðinga: Biðlistar hafa styst töluvert -5 -4 -4 3 0 STÍFUR AF NORÐRI Í dag verður víðast stíf norðanátt, 8-13 m/s. Hægari í kvöld. Snjókoma norðaustan og austan til, þurrt og bjart með köflum syðra, annars él. Frostlaust syðst að deginum annars frost. VEÐUR 4 HJARTAHEILL Fræðsla, forvarnir og meðferðarúrræði Sérblað Hjartaheilla FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Framar á flestum sviðum? „Enn sem komið er hefur enginn þeirra, sem bera þyngsta ábyrgð á bankahruninu, beðizt afsökun- ar,“ skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 22 KVÖLDGANGA Þótt grásleppuvertíðin sé hafin standa gömlu grásleppuskúrarnir við Ægisíðu tómir. Það virtist þó ekki trufla ferða- mennina sem fóru dúðaðir í kvöldgöngu eftir Ægisíðunni í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON Lömbin þögnuðu Grindavík er komið í 2-0 eftir 84-81 sigur á Snæfelli í Hólminum. ÍÞRÓTTIR 40 SKOÐANAKÖNNUN Alls segjast 7,5 prósent myndu kjósa Framsókn- arflokkinn ef kosið væri nú, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Það er tæpum fimm prósentustigum minna en flokkurinn mældist með fyrir hálf- um mánuði. Með þetta fylgi fengi flokkurinn fimm þingmenn. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn, og segjast 31,7 prósent myndu kjósa flokkinn. Með slíkt fylgi fengi flokkurinn 21 mann kjörinn á þing. Annar stærsti flokkurinn er nú Sjálfstæðisflokk- urinn, líkt og fyrir hálfum mánuði, og segjast 29,1 prósent kjósa flokk- inn. Það er rúmum tveimur pró- sentustigum meira en í síðustu könnun. Fengi Sjálfstæðisflokk- urinn tuttugu þingmenn kjörna. Vinstri græn mælast með 25,8 prósent fylgi og fengi flokkurinn því 17 þingmenn kjörna. Aðrir flokkar ná ekki fimm pró- senta markinu til að fá uppbótar- þingmann og því fá þeir engan. Borgaraflokkurinn fær mest fylgi af þeim þremur eða 2,7 prósent. 1,8 prósent segjast myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og 1,2 pró- sent styðja L-listann. - ss/ sjá síðu 4 Stjórnarflokkar með traustan meirihluta Fylgi Framsóknarflokksins er nú 7,5 prósent og hefur ekki mælst minna á árinu. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn bæta við sig fylgi. Samfylking mælist stærst. 15 13 Fylgi stjórnmálafl okkanna Skoðanakönnun Fréttablaðsins 25. mars 2009 - fjöldi þingmanna og fylgi (%) 7 5 20 25 4 0 18 21 9 17 7,5 29,1 1,8 31,7 25,8 25 20 15 10 5 0Fj öl di þ in gs æ ta Ko sn in ga r 2 00 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.