Fréttablaðið - 26.03.2009, Page 27

Fréttablaðið - 26.03.2009, Page 27
FIMMTUDAGUR 26. mars 2009 3 Allt er breytingum háð í þessum heimi og lík-lega hvergi eins og í tískunni. Inni í dag, úti á morgun. Verslunum er lokað meðan aðrar eru opnaðar og víst er að eftir að harðna tók á daln- um í kreppunni verða lokanir sífellt fleiri en opnanir og búðir þar sem málað hefur verið fyrir gluggana ekki óalgeng sjón. Aðrir standa fyrir eins konar ,,brunaútsölum“ þar sem allt á að seljast fyrir lokun. Reynd- ar segir almenningur hér í landi að fatakaup séu það fyrsta sem skorið er niður í kreppunni og því ekki skrýtið að verslunum fækki og samkeppnin harðni. Rue des Rosiers er ein elsta gyðingagata Parísar í miðri Mýrinni, sögulegu gyðinga- hverfi borgarinnar. Gatan hefur reyndar í seinni tíð sömuleiðis verið hverfi ungra hönnuða og samkynhneigðra þar sem flesta bari er að finna. Þar eru þó enn falafelstaðir og bakarí en Rue des Rosiers er eins og hverfið allt að ganga í gegnum miklar breytingar. Nú eru þar sífellt fleiri fatabúðir sem hafa komið í staðinn fyrir gyðingafyrir tækin. Meira að segja Goldberg-veit- ingastaðurinn frægi hefur lagt upp laupana. Í gamalli gufubaðstofu á þremur hæðum opnaði H&M á dögunum nýja konsept-búð, COS. Þetta er eins konar lúxus H&M og býður upp á föt fyrir konur, börn og karla. Mikið er um milda pastelliti, oft ansi föla enda enn eitt pastellitasumar- ið fram undan í tískunni 2009. Fötin eru dýrari en almennt gerist hjá H&M, herrajakkar til dæmis á 190 evrur, dömukjól- ar á 150 evrur og peysur á 49 evrur. Nokkuð langt frá verðlagi tískuhúsanna en líklega þó tvisv- ar til þrisvar sinnum dýrara en gerist í venjulegum verslunum sænsku keðjunnar. Hugmyndin er að selja dýrari vöru sem er væntanlega í hærri gæðaflokki en önnur vara H&M og um leið draga að annars konar viðskipta- vini sem ekki eru eins upp- teknir af ódýrasta fatnaðinum sem í boði er. Andrúmsloftið er afslappað, starfsfólkið elsku- legt og tónlistin þægileg. Það er reyndar fróðlegt að bera saman Zöru og H&M sem eru líklega stærstu verslun- arkeðjurnar í fataiðnaðinum hér í landi en Zara opnar ekki lengur nýjar búðir í Frakk- landi meðan H&M er enn að. H&M opnar bráðlega í Mont- pellier í Suður-Frakklandi og sína aðra búð á einni stærstu verslunar götu Parísar, Boul- evard Haussmann og vex enn þrátt fyrir kreppuna og tilfinn- anlega minni veltu á árinu 2008. Líklega fleiri sem hafa séð velt- una rýrna á síðasta ári. Upplagt er fyrir þá sem skreppa á næstunni til Par- ísar að fara einn rúnt í Mýr- ina, skoða nýju COS-búðina og skreppa á elsta torg Parísar, Place des Vosges, þar sem hús Victors Hugo er og kirsuberja- trén eru bleik af blómum um þessar mundir. Hamskipti í Mýrinni ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Leikkonan Reese Witherspoon mætti í silfurlitum míníkjól og gulum pinnahælum á frumsýn- ingu Monsters vs. Ailiens. Reese Witherspoon vakti nokkra athygli fyrir klæðaval þegar hún mætti á frumsýningu nýjustu myndar sinnar Monsters vs. Ali- ens síðastliðinn sunnudag en í myndinni talar hún fyrir stökk- breytta teiknimyndaskrímslið Ginormicu. Hún hefur án efa sótt innblást- ur til myndarinnar enda klæðn- aðurinn nokkuð fram- úrstefnulegur. Hún skartaði silfurslegnum míníkjól með grænum neonborða og skóm með eitur gulum pinnahælum. Líklega var klæðunum ætlað að höfða til yngri kynslóð- arinnar en deila má um hvort hann hæfi aldri og fyrri störfum hinn- ar 33 ára gömlu Witherspoon sem ei nmit t átti afmæli þennan frumsýningardag. - ve Geimkjóll og gulir hælar Kjóllinn þótti nokkuð framúrstefnulegur. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Fjölbreytt úrval af skírnargjöfum: Baukar, myndaalbúm, hnífapara-sett, armbönd og hálsmen GULL-ÚRIÐ • MJÓDDINNI Álfabakka 16 • sími 587 4100 Axel Eiríksson úrsmíðameistari Skírnargjafir Hringdu í síma ef blaðið berst ekki LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík S:5516646 Opið virkadaga 10-18 og laugardaga 11-14 Fermingagjafir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.