Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 26.03.2009, Qupperneq 26
„Ég hef notað gleraugu síðan ég var unglingur, með mínus tvo og hálfan á báðum augum, og nú hefur draumurinn ræst, enda á ég orðið léttustu og sterkustu gleraugu í heimi,“ segir Gunnar Gunnarsson, sjóntækjafræðingur hjá Reykjavik Eyes, himinlifandi. Gunnar hlaut nýlega alþjóðlegu verðlaunin Uni- versal Design Awards 09, en meðal annarra verðlaunahafa voru Pana- sonic og Microsoft. Vinningshafar árið 2008 voru meðal annars iPod og iPhone frá Apple. Verðlaunin hlaut Gunnar fyrir gleraugnalínu sína. Í umsögn dóm- nefndar segir að umgjarðirnar séu einstök verkfræðileg nýsköpun sökum einfaldleika síns. „Það er ótrúlega gaman að hafa fengið þessi verðlaun því nú er ekki sjálfgefið að fólk vilji líta við einhverju sem kemur frá Íslandi. Því er mikill heiður að fá viður- kenningu á verkum sínum, koma nafninu Reykjavík á bás í útlönd- um og sjá íslenskri vöru hampað á erlendri grund,“ segir Gunnar um gleraugnalínuna sem er afrakstur fjögurra ára þrotlausrar þróunar- vinnu. „Vinnslan þarf á hverju stigi að vera afar nákvæm, gera þarf endalausar prufur, ótal sýnishorn og þróa mismunandi efni,“ segir Gunnar um verðlaunagleraugun sem seld eru í Auganu í Kringlunni, verslunum Pro Optik, og víðs vegar á Bretlandseyjum. „Markaðurinn er svo lítill hér heima að ekki er flötur á hönnun heildstæðrar gler- augnalínu nema hafa góð sambönd erlendis. Vonandi getum við svo fært út kvíarnar með tíð og tíma, en lykilatriðið er að byggja sig upp hægt og bítandi, og vera ekki með neinn æsing.“ Skoða má gleraugun á www. reykjavikeyes.com. thordis@frettabladid.is Léttustu gleraugu heims Gunnari Gunnarssyni, sjóntækjafræðingi hjá Reykjavik Eyes, var á dögunum veittur sá fáheyrði heiður að hljóta alþjóðleg hönnunarverðlaun á CeBit-sýningunni, meðal risanna Microsoft, Panasonic og Fujitsu. Gleraugun fást í átta mismunandi útgáf- um og er hver þeirra í þremur litum. Gunnar Gunnarsson er maðurinn sem hannaði verðlaunagleraugun sem búin eru til úr einni títaníumplötu, hafa hvorki samskeyti né skrúfur og eru því sérstaklega sterk. Ekki sakar að þar að auki eru þau með léttustu gleraugum í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÖNNUNARSÝNING hefst í dag í Heilsuverndarstöð Reykja- víkur að Barónsstíg 47. Sýningin sem kallast Landslag Birkilands stendur til 29. mars og er opin frá 18 til 22 alla dagana. SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Vandaðir herraskór úr leðri, skinn-fóðraðir og með vatnsþolnum sólum. Stærðir: 41 - 47 Litur: kastaníu brúnn Verð: 7.875.- Flottir skór á fínu verði Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.