Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 48
32 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Tvennir tónleikar verða haldnir á föstudags- og laugardagskvöld í tilefni af tíu ára afmæli rokk- síðunnar Dordingull.com. Fyrri tónleikarnir verða í Tónlistar- þróunarmiðstöðinni og hinir síðari á Sódóma Reykjavík. Á meðal hljómsveita sem troða upp verða Dys, Andlát, Changer, Brain Police og Skítur. Sigvaldi Jónsson hefur stjórn- að heimasíðunni einn öll þessi ár. „Þetta er helvíti gaman, ann- ars væri ég ekki að þessu en þetta er mjög mikill tímaþjófur. Ég hef fengið fólk til að hjálpa mér en umsjón síðunnar er eiginlega fullt starf,“ segir Sigvaldi, eða Valli eins og hann er kallaður. Þúsundir kíkja á Dordingull.com í hverj- um mánuði og segir Valli síðuna vera mikil- vægan vettvang fyrir íslenska rokkara til að ræða málin. „Þarna geta rokkarar tjáð sig um allt frá því hvað er besta plata ársins, um pólitískar skoð- anir sínar, hvað er að angra þá og allt þar á milli,“ segir hann. Til stendur að setja vefsjónvarp á síðuna þar sem hljómsveitir verða heimsóttar, auk þess sem podcast verður í boði með tón- leikaupptökum. Koma þær að einhverju leyti í staðinn fyrir útvarpsþáttinn Dordingul sem lauk göngu sinni fyrir skömmu eftir sjö ár í loftinu. Valli segir rokksenuna á Íslandi vera í góðu ásigkomulagi í dag. „Það hefur sjald- an verið meiri tónleikastarfsemi í gangi og mikið af nýjum og áhugaverðum hljómsveit- um að koma fram,“ segir hann. - fb Tíu ára afmæli Dordinguls Síðasta haust þegar það varð ljóst að dagar tónleikastaðarins Organs væru senn taldir var útlitið ekki mjög bjart þegar horft var til tón- leikastaða í Reykjavík. Gaukurinn fallinn, Organ búið spil, ofurpartí- holan Sirkus úr leik og Grand Rokk á leiðinni í vinnuvélakjafta. Aðeins Nasa virtist vera eftir af þessum helstu stöðum. Svo kom bankahrunið, það herti á óðaverðbólgunni þannig að tón- leikahald var kannski ekki efst í huga fólks. Nú er hins vegar allt komið af stað aftur þó að tónleikalandslagið á þeim aðhaldstímum sem einkenna íslenskt samfélag í dag sé ólíkt því sem við vorum farin að venjast á bólutímanum. Það eru engir stórtónleikar fyrirhugaðir á næstu mánuðum, nema minningartónleikarnir um Rúnar Júlíus- son. Það eru tiltölulega fáir erlendir tónlistar- menn væntanlegir, en gróskan er samt mikil, aðallega á smærri tónleikastöðum borgarinn- ar. Fram undan eru m.a. Nokia On Ice-hátíð 3. apríl með Bang Gang, Sometime, Jeff Who?, Dr. Spock, Sudden Weather Change o.fl. og blúshátíð 4.-9. apríl þar sem fram koma öld- ungurinn Pinetop Perkins, Vinir Dóra o.fl. Og það sannast enn eina ferðina að einn kemur í annars stað. Aðal- tónleikastaðir Reykjavíkur í dag eru Café Rosenberg við Klapparstíg sem er bókaður flest kvöld og hinn nýi Sódóma Reykjavík á efri hæð gamla Gauks á Stöng. Rokkið ræður að mestu ríkjum í Sódómunni, en rólegri stemning með blús, djass, poppi og trúbadoratónlist er meira áberandi á Rósenberg. Það er margt fram undan á báðum þessum stöð- um. Í kvöld verður fyrsta Kimi-kvöldið á Sódómu með Sin Fang Bous, Borkó og Carpet Show auk þess sem meðlimir Hjaltalíns verða í plötu- snúðahlutverkinu. Alvöru tónlistarviðburður það. Fram undan á Café Rosenberg eru m.a. tónleikar með gleðigjafanum einstaka Jonathan Richman 1. apríl nk. Sem sagt nóg að gerast, en jafnvægispunkturinn hefur færst frá stórtónleikum með innfluttum stjörnum yfir á innlenda listamenn, minni staði og meiri nálægð. Ekki slæmt. Nýr jafnvægispunktur GRÓSKA Í TÓNLEIKAHALDI Jonathan Richman treður upp á Café Rosenberg 1. apríl nk. > Í SPILARANUM The Decemberists - The Hazards Of Love Bonnie “Prince” Billy - Beware The Doves - Kingdom Of Rust Jójó & götustrákarnir - Jójó & götustrákarnir The Tiger Lillies - SinDerella THE DECEMBERISTS THE TIGER LILLIES > Plata vikunnar Helgi Hrafn Jónsson - For The Rest Of My Childhood ★★★★ „Helgi Hrafn Jónsson er leynivopnið í íslenskum tónlistarheimi. Hann er hér mættur með plötu númer tvö. Frábær plata frá vaxandi söngvara og lagasmið.“ TJ Sænsku þremenningarnir í Peter, Bjorn & John, slógu rækilega í gegn árið 2006 með laginu Young Folks. Fimmta platan þeirra, Living Thing, kemur út á þriðjudaginn. Peter, Bjorn & John var stofnuð í Stokkhólmi árið 1999 og nefnd eftir meðlimum sveitarinnar, þeim Peter Morén, Björn Yttling og John Eriksson. Morén og Yttling byrjuðu að spila saman í menntaskóla enda höfðu þeir svipaðan tónlistarsmekk, voru til að mynda báðir hrifnir af hljóm- sveitunum The Stone Roses og Ride. Þegar þeir fluttu til Stokkhólms hittu þeir Erikson og úr varð ind- írokksveitin Peter, Bjorn & John. Ferill þeirra fór nokkuð rólega af stað. Fyrsta platan, samnefnd sveit- inni, kom út árið 2002 og sú næsta, Falling Out, þremur árum síðar. Það var ekki fyrr en þriðja plat- an, Writer´s Block og þá sérstak- lega lagið Young Folks kom út að líf þeirra tók stakkaskiptum. Þetta grípandi „flautulag“, með sænsku söngkonunni Victoriu Bergman í gestahlutverki, fór eins og eldur í sinu um allan heiminn, þar á meðal hér á landi þar sem það hefur verið notað ótt og títt í Smáralindar-aug- lýsingum. Þeir félagar urðu sem von er rin- glaðir við þessar óvæntu vinsældir og til að ná áttum ákváðu þeir næst að gefa út plötuna Seaside Rock, algjörlega án söngs. „Sumir höt- uðu hana en aðrir segja hana falinn fjársjóð. Við vorum bara að leika okkur og prófa nýja hluti. Þetta var fín meðferð og var í rauninni okkar Some Kind of Monster [heim- ildarmynd Metallica]. Hún hreins- aði huga okkar svo við gætum haldið ótrauðir áfram,“ segir gít- arleikarinn Morén og bætir við: „Það sem margir átta sig ekki á er að við erum að halda upp á tíu ára afmæli hljómsveitarinnar á þessu ári. Fólk heldur að þetta sé önnur platan okkar en í raun og veru er þetta sú fimmta.“ Living Thing var að hluta til tekin upp í Los Angeles. Á henni kveður við nýjan tón því afrískir taktar eru nokkuð áberandi, þar á meðal í titil- laginu, auk áhrifa frá níunda ára- tugnum. Einkenni Peter, Bjorn & John skína þó í gegn og meðal ann- ars er þar eitt sérlega grípandi lag, Nothing To Worry About, þar sem barnakór kemur við sögu. „Þegar hljómsveitin var stofnuð létum við okkur ekki dreyma um að við gætum náð svona langt, spilað fyrir svona margt fólk og að Kanye West og jafnvel James Blunt gerðu sína útgáfu af lögunum okkar,“ segir Morén. „En heimurinn er minni núna. Ef tónlistarheimurinn er hlaðborð erum við Svíar góðir í að velja bestu réttina og breyta þeim í eitthvað nýtt.“ freyr@frettabladid.is SVÍAR VELJA BESTU RÉTTINA STÓRSKEMMTILEGIR SVÍAR Peter, Bjorn & John á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas. Fimmta platan þeirra kemur út á þriðjudaginn. NORDICPHOTOS/GETTY SIGVALDI JÓNSSON Valli Dordingull hefur stjórnað heimasíðunni Dordingull.com í áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tónlistarmaðurinn KK hefur loksins endurheimt Martin-gítar sinn eftir um það bil árslanga bið. Gítarinn brotnaði í flutning- um á sínum tíma og var sendur til Martin-verksmiðjunnar í New York til viðgerðar. Vegna mikils frosts í stórborg- inni þorðu starfsmenn verk- smiðjunnar ekki að senda gítar- inn til Íslands, þar til nú. „Lóan kom á föstudaginn og gítarinn í dag [á mánudag],“ segir KK hæstánægður með tíðindin. Gítarinn er honum afar hjart- fólginn, enda hefur hann samið mörg af þekktustu lögum sínum á hann, þar á meðal lögin Veg- búinn, Þjóðvegur 66 og Bein leið. Verður því fróðlegt að sjá hvort flóðgáttir opnist ekki núna og hann hristi fram úr erminni hvern slagarann á fætur öðrum. „Ég hugsa ég fari beint í að klára einn sálm sem ég er að gera. Ég hef ekkert getað samið því ég hef ekki verið með rétta gít- arinn,“ segir KK skælbrosandi. - fb Fékk gítarinn aftur Hljómsveitin Kolrassa krókríð- andi, sem hætti störfum fyrir áratug, mun fara yfir átta ára feril sinn á fjórða Sýna og sjá- kvöldi Nýlistasafnsins í kvöld. Sveitin mun aðallega fjalla um fyrstu árin sem hún starfaði en einnig um stökkið úr bítlabænum Keflavík til London og reynslu sína af óháðum tónlistarheimi Bretlands. Sveitin gaf út nokkrar plötur í Bretlandi og Bandaríkj- unum undir nafninu Bellatrix og fór á tónleikaferð með Coldplay. Dagskráin í Nýlistasafninu hefst klukkan 20 og er áhugafólk um íslenska tónlist hvatt til að mæta. Kolrassa lítur yfir ferilinn ÁNÆGÐUR MEÐ DÝRGRIPINN KK með Martin-gítarinn sinn sem hann hefur endurheimt eftir árslanga bið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BELLATRIX Kolrassa Krókríðandi spilaði undir nafninu Bellatrix úti í heimi við góðar undirtektir. SJÁÐU MYND INA! SPILA ÐU LEI KINN! 199 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. STÆRSTA BOND MYND ALLRA TÍMA KOMIN Á DVD OG BLU-RAY 9. HVER VINNUR ! ELDRI BOND MYNDIR Á TILBOÐI! SENDU SMS EST BOND Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU QUANTUM OF SOLACE Á Á DVD, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.