Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 22
22 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Gylfi Magnússon, nú viðskipta-ráðherra, flutti eftirminni- lega ræðu á Austurvelli laugar- daginn 17. janúar sl. Þar sagði hann meðal annars: „Sú hug- myndafræði sem kom okkur í núverandi stöðu er andlega gjald- þrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að víkja strax af sviðinu og láta öðrum eftir uppbygginguna. Hvort sem þeir eru í stjórnmál- um, stjórnkerfinu, fyrirtækja- rekstri, fara fyrir hagsmunasam- tökum eða voru bara í klappliðinu. Fyrsta skrefið til fyrirgefningar er að þetta fólk rétti fram sátta- hönd og axli ábyrgð með því að víkja. Því miður hefur lítið sést til þeirrar sáttahandar enn þá. Það glittir bara í löngutöng. Allt þetta fólk má auðvitað starfa að uppbyggingunni en það má ekki og getur ekki stjórnað henni. Þeir sem strönduðu þjóðarskútunni eiga ekki að stýra henni af strand- stað. Þeir geta ekki hvatt landa sína til dáða. Það hefur enginn trú á þeirra lausnum. Þeir mega hins vegar leggjast á árarnar með öllum hinum. Á almennu far- rými.“ Viku síðar sagði Magnús Björn Ólafsson blaðamaður undir lok ræðu sinnar á sama stað og vitnaði óbeint í Nietzsche: „Stund hinnar miklu fyrirlitningar er upp runnin!“ Að loknum ræðu- höldum söng Þjóðkórinn ættjarð- arlög á tröppum Alþingishússins. Taflinu var lokið. Tveim dögum síðar sagði ríkisstjórnin af sér. Nokkrum dögum síðar tók ný ríkisstjórn við völdum og boðaði til alþingiskosninga. Nýja stjórn- in hefur gengið að ýmsum helztu kröfum mótmælenda. Banka- stjórn Seðlabankans var vikið frá með nýjum lögum um bankann og einnig stjórn og forstjóra Fjár- málaeftirlitsins. Enn sem komið er hefur enginn þeirra, sem bera þyngsta ábyrgð á bankahrun- inu, beðizt afsökunar, en ýmsir þeirra þurftu þó loksins að víkja fyrir nýju fólki. Stöldrum nú sem snöggvast við einn hóp: eigend- ur og stjórnendur stórfyrirtækja. Eigendur og stjórnendur bank- anna eru efni í aðra grein. Sjálftökumenn Í skýrslu Viðskiptaráðs hálfu ári fyrir hrun segir svo: „Viðskipta- ráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum.“ Þessi orð ráðs- manna vitna hvorki um auðmýkt né næman skilning á, að hagkerf- ið var á fleygiferð fram af bjarg- brúninni. Þau vitna jafnframt um skeytingarleysi um þá stað- reynd, að Ísland sagði sig einmitt úr lögum við önnur Norðurlönd með því að lögleiða mjög aukna misskiptingu ráðstöfunartekna heimilanna, svo sem upplýsingar ríkisskattstjóra og annarra sýna ljóslega. Gamla stjórnin þrætti fyrir þessa þróun. En ríkisskatt- stjóraembættið herðir nú enn á boðskapnum í tímariti embætt- isins, Tíund, en þar segja ríkis- skattstjóri og vararíkisskattstjóri í forustugrein: „Í fjölmiðla- umræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsæld- ar. Því miður bendir margt til að svo kunni að hafa verið og að afleiðingar þeirra gjörninga verði upplifun landsmanna um ókom- in ár.“ Hafi einhver efazt í alvöru um aukna misskiptingu á Íslandi fyrir hrun, ættu augu þeirra nú að hafa opnazt upp á gátt. Auðmýkt Í bandarískum fyrirtækjum hefur hlutfall forstjóralauna og launa óbreyttra starfsmanna á heild- ina litið hækkað úr 30 árið 1970 í næstum 300 nú. Sambærilegar tölur um Ísland eru ekki til, en leitnin virðist hafa verið svipuð. Tökum dæmi til að lýsa ástand- inu. Viðskiptaráð birti 2006 stutta skýrslu þess efnis, að bankarnir og viðskiptalífið væru á grænni grein, og greiddi öðrum tveggja höfunda skýrslunnar 135 þúsund Bandaríkjadollara (15 milljónir króna) fyrir ómakið samkvæmt frásögn Wall Street Journal. Ætla má, að aðrar þóknanir Viðskipta- ráðs fyrir ámóta viðvik hafi verið svipaðar. Fjárhagskrögg- ur fyrirtækjanna í landinu þarf að skoða í þessu ljósi. Ekki virð- ast stjórnendur Viðskiptaráðs eða einstakra fyrirtækja innan vébanda þess þó hafa séð ástæðu til að axla ábyrgð á óráðsíunni með því að víkja fyrir nýju fólki svo sem Gylfi Magnússon lýsti eftir á Austurvelli. Myndi krafa fyrirtækjanna um lægri vexti ekki hljóma betur, ef stjórnendur þeirra fengjust til að viðurkenna, að ofurlaun þeirra, kaupréttir, starfslokasamningar og önnur sjálftaka voru mistök? Mörg fyr- irtæki þurfa að skipta um bæði eigendur og stjórnendur, sum að undangengnu gjaldþroti. Mörgum öðrum fyrirtækjum dugir að ráða nýja stjórnendur með nýtt viðhorf og hugarfar. Hæfileg auðmýkt meðal forustumanna atvinnulífs- ins myndi greiða fyrir sáttfýsi fólksins í landinu og flýta fyrir nauðsynlegri endurheimt trausts innan lands og út á við. Framar á flestum sviðum? Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Ábyrgð atvinnulífsins UMRÆÐAN Herbert Sveinbjörnsson skrifar um ný framboð Meðan við í Borgarahreyfingunni glödd-umst yfir ört vaxandi fylgi okkar vorum við kölluð eitt af „vonlausu fram- boðunum“ í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Við, sem erum rétt byrjuð að kynna okkur, sexfölduðum fylgi okkar á einni viku milli kannana Gallup á fylgi stjórnmálahreyfinga. Ríkisstjórnin féll, önnur tók við og nú líður að því að við fáum að kjósa um framhaldið. Þvert á niður- rifsraddir er ekkert vonlaust við Borgarahreyfing- una. Hún er barn búsáhaldabyltingarinnar. Hún er val þeirra sem eru búnir að missa trú á núverandi kerfi, val þeirra sem vilja uppræta spillingu, þeirra sem vilja almenning á þing, þeirra sem vilja taka þátt í að móta og byggja upp nýja Ísland. Borgara- hreyfingin gefur okkur sem að henni standa von. Fjölmiðlar bera ábyrgð gagnvart lesendum sínum, áheyrendum og áhorfendum sínum. Við erum öll notendur þjónustu þeirra og viljum fá vandaðan fréttaflutning og fréttaskýringar. Við treystum því að við fáum upplýsingar um það sem í boði er í aðdraganda kosninga og við treystum því að þær séu réttar. Það sem ekki kemur í blöðunum, útvarpinu eða sjónvarpinu er ekki til. Hlutleysi fjölmiðla- manna hlýtur að vera best varið með því að gefa öllum sömu möguleika. Maður veltir fyrir sér fréttamati fjölmiðlafólks þegar við fáum fréttir um loforðapakka ríkjandi flokka helgi eftir helgi á meðan lítið sem ekkert er fjallað um þau blóm sem eru að spretta upp úr byltingunni. Það er ábyrgðarhluti að gera lítið úr nýjum fram- boðum, þar með er verið að senda tóninn fyrir framhaldið. Fyrir okkur sem stöndum í þessu dag og nótt er það lítilsvirðing og lítið gert úr okkar starfi. Við trúum á það sem við erum að gera, það sem við stöndum fyrir og að við höfum erindi í þá baráttu sem fram undan er. Vonleysi er því ekki það sem hrjáir okkur. Löngunin til þess að hrista upp í gömlum gildum, leyfa nýjum röddum að hljóma og ánægjan með allt það fólk sem bætist í okkar hóp á hverjum degi er miklu frekar eitthvað til að ein- blína á. Höfundur er formaður Borgarahreyfingarinnar. Von en ekki vonleysi HERBERT SVEINBJÖRNSSON S umum hættir kannski til að gleyma því í amstri kreppu- hversdagsins, en Íslendingar búa nú við ónýtan þjóðargjald- miðil. Gengi hans gagnvart stærri gjaldmiðlum er skráð allt annað í erlendum seðlabönkum en í Seðlabanka Íslands, jafnvel þó að nú sé nærri hálft ár liðið frá bankahruninu. Eina greiðslumiðlunargáttin við útlönd sem nú er opin liggur í gegn um Seðlabankann, þótt almenn viðskiptagreiðslumiðlun hafi hingað til hvergi talizt til verkefna sem seðlabanka sé ætlað að sinna. Íslenska seðlabankagengið hefur á síðustu vikum haldist til- tölulega stöðugt, en það er aðeins fyrir tilstilli strangra hafta á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnsflutningum inn og út úr land- inu. Með ákvörðun sinni um að halda þessum höftum í hálft ár til viðbótar að minnsta kosti staðfesti ný stjórn Seðlabankans að nyti þessara hafta ekki við myndi fjármagnsflótti og darraðardans öfgafullra gengissveiflna hefjast á ný. Það segir sig sjálft að sam- keppnishæft atvinnulíf verður ekki byggt upp við slíkar aðstæður. Íslenzkt atvinnulíf getur heldur ekki búið við margfalda þenslu- vexti á tímum djúprar efnahagskreppu. Íslenzk heimili geta ekki búið við að skuldir þeirra margfaldist á verðtryggðu hávaxtabáli um leið og kaupmátturinn hríðfellur. Þetta háa vaxtastig á krepputímum helgast af veikleika gjald- miðilsins. Það eru ekki horfur á að úr þessu rætist fyrr en trúverð- ugur arftaki krónunnar og þeirrar peningamálastefnu sem hún stendur fyrir hefur verið fundinn. Eða að minnsta kosti ákvörðun tekin um stefnu sem miði að því að nálgast þann arftaka. Á aukaársfundi ASÍ í gær talaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti sam- bandsins, um að það vildi leggja sitt af mörkum til að stuðla að umræðu um ESB fyrir komandi kosningar. Að hans sögn er eina leiðin út úr höftunum aðild að Evrópusambandinu og evrunni. „Við höfum áhyggjur af því að þetta brýna mál sé enn einu sinni að lenda út á hliðarspori í pólitískri stöðu dagsins og ekki sé hægt að móta samningsmarkmið, fara í viðræðurnar og gefa þjóðinni færi á að tjá hug sinn heldur ætli menn að slá þessu á frest um fjölda ára,“ var haft eftir Gylfa í Fréttablaðinu í gær. Á Viðskiptaþingi á dögunum komu fram álíka áköll frá framá- mönnum úr íslenzku atvinnulífi. Á nýafstöðnu flokksþingi Vinstri grænna var látið eins og umræðan um það hvort ESB-umsókn væri tímabær væri ekki til. Flokksþingsfulltrúar töldu greinilega að það væri kosningapólitískt ekki taktískt fyrir flokkinn að setja þessa spurningu á dagskrá. Samt ályktuðu þeir um að vilja starfa áfram eftir kosningar í stjórn með Samfylkingunni, sem hefur ESB- og evruaðild afdráttarlaust á stefnuskránni. Er forysta Vinstri grænna með þessari þögn í raun að segja, að hún sé tilbúin til að starfa í ríkisstjórn sem stígur það sögulega skref að sækja um aðild Íslands að ESB? Eða er hún frekar að segja að hún vilji þvæla málið eins lengi og hún er í aðstöðu til að gera það, í nafni frasa á borð við „ESB er ekki lausn á núverandi bráðavanda þjóðarinnar“. Alveg eins og forysta Sjálfstæðisflokks- ins, sem formaður VG lýsir sem öndverðum póli við eigin flokk, hefur gert hingað til? Leiðir út úr kreppunni: Brýnu máli ýtt á hliðarspor? AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Úrslitin ráðin Eins og sagt var frá í fréttum í gær var Vigdísi Hauksdóttur gert að hætta í starfi hjá Alþýðusambandi Íslands eftir að hún þáði oddvitasæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún telur að verið sé að refsa sér fyrir pólitískar skoðanir sínar. Það segir Gylfi Arnbjörns- son, formaður ASÍ, að sé af og frá: Það sé hins vegar ekki hægt að vera bæði þingmaður og starfsmaður ASÍ og þar sem Vigdís sé í „nokkuð öruggu þingsæti“ hafi henni verið gert að hætta. Spyrjið Gylfa bara Framsóknarflokkurinn hlaut engan mann í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 2007 en ljóst er að nú verður þar breyting á. Það segir Gylfi að minnsta kosti. Það er spurning hvort Gylfi gangi ekki bara alla leið og upplýsi hvernig atkvæði munu falla eftir mánuð og raði mönnum í sæti eftir því. Það myndi spara bæði tíma og fyrirhöfn. Fyrst var það Innipúkinn Bandaríska söngvaskáldið Jonathan Richman leikur í kosningamiðstöð Vinstri grænna á Tryggvagötu 2. apríl næstkom- andi. Það er engin tilviljun; Richman er hér á vegum vinstrigræningjans Gríms Atlasonar. Richman flokkast til svokallaðra Íslandsvina og lék meðal annars í Iðnó á Innipúkanum 2005. Það er líklega með skírskotun til þess, sem og hinnar meintu ólundar sem VG er stundum álasað fyrir, að gárungarnir uppnefna fyrirhugaða tónleika á Tryggvagötu Fýlupúk- ann 2009. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.