Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 30
 26. MARS 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● hjartaheill Tvö tæki til hjartaþræðinga eru til á landinu. Þau eru hins vegar bæði úrelt, segir tals- maður Hjartaheilla sem nú standa fyrir söfnun fyrir nýju tæki svo stytta megi biðlista eftir þræðingum. Nær annar hver maður hérlendis, um 700 manns á ári hverju, deyr úr hjartasjúkdómum. Hátt í 300 Íslendingar eru á biðlista eftir hjartaþræðingum og einungis tvö úrelt hjartaþræðingartæki eru til á landinu. Þessu vilja samtökin Hjartaheill reyna að breyta og hafa því staðið fyrir söfnun upp á síð- kastið fyrir nýju tæki, sem lýkur um helgina. „Við erum með tvö þræðing- artæki hér á Íslandi og bæði eru úrelt,“ segir Sveinn Guðmunds- son, formaður Hjartaheilla á höfuð- borgarsvæðinu. „Tækin úreldast á sjö árum en bæði eru komin yfir þann tíma. Annað þeirra er níu ára og hitt ellefu ára.“ Sveinn segir nýtt tæki með öllum fylgibúnaði kosta um og yfir 250 milljónir króna. Þegar sé búið að fá um helming fjárins með styrkjum úr ýmsum sjóðum og frá ríkinu. Eftir standi ríflega hundr- að milljónir sem vonir standa til að söfnunin sjái um að útvega. „Það gerist náttúrulega örugglega ekki,“ segir Sveinn. „En allt er gott. Ég vona að við náum sem næst þeirri tölu.“ Sveinn telur að efnahags ástandið muni óhjákvæmilega hafa áhrif á það hversu mikið fólk er tilbúið að láta af hendi rakna í söfnun sem þessa. „Auðvitað höfum við áhyggj- ur af því, en eins og ég segi: Það geta allir tekið þátt. Eina skilyrðið er að þú hafir hjarta. Menn verða að skilja þennan vanda sem við erum að kljást við,“ segir hann. Sveinn segir misskilnings gæta varðandi hjartasjúkdóma. „Marg- ir halda að þetta sé bara öldrun- arsjúkdómur en það er alls ekki. Ungt fólk er líka að falla úr þessu, og í raun fólk alveg frá barnsaldri til elliára.“ Þræðingartækin skipti höfuðmáli í þessu tilliti, þar sem þau séu nauðsynleg til að greina vandann nægilega snemma. „Við höfum fólkið, sérfræðingana, bara ekki búnaðinn,“ segir hann. Söfnunin nær hámarki á laugar- dagskvöld með ríflega þriggja klukkustunda dagskrá á Stöð 2. Söfnuninni lýkur svo daginn eftir. Einnig eru seld merki til styrktar söfnuninni hjá N1, í apótekum og víðar um landið. - sh Eina skilyrðið er að þú hafir hjarta Sveinn Guðmundsson er formaður Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fréttamaðurinn Eggert Skúlason hjólaði hringinn í kringum landið árið 2005 til styrktar Hjartaheill- um og Neistanum. Fjórum árum áður hafði hann fengið kransæða- stíflu en lifir góðu lífi í dag, þökk sé heilbrigðu líferni og mikilli hreyfingu. „Þetta var allur tilfinningaskal- inn,“ segir Eggert um hringferð- ina þar sem hann hjólaði hvorki meira né minna en 1.389 kílómetra. „Þetta var mjög skemmtilegt en ég átti líka nokkrar stundir þar sem ég grét einn með sjálfum mér upp í kaldan vindinn. Þetta voru fimmt- án dagar sem ég hjólaði og þar af var rok í þrettán. Það er svo undar- legt á þessu skeri okkar að það er alltaf á móti. Það var líka rigning í níu daga en að öðru leyti var þetta æðislegt,“ segir hann. Fótboltakappinn Eiður Smári Guðjohnsen, sem leikur með knatt- spyrnuliðinu Barcelona á Spáni, tók þátt í verkefninu en lét sér þó nægja að hjóla með Eggerti upp að Litlu-kaffistofunni. Þar skildu leið- ir og hélt Eggert áfram för sinni, sem átti eftir að reyna mikið á hann. Í dag stundar Eggert líkams- rækt þrisvar til fimm sinnum í viku og tók einmitt fram hjólið sitt fyrir skömmu og skellti sér í hjól- reiðatúr. „Ég er enn að hjóla á sama hjólinu og þegar ég fór hringinn. Mér telst til að á þessu hjóli hafi ég farið svona 3.500 plús kílómetra. Það er slatti af pedalatroði.“ Hann hefur góð ráð fyrir þá sem ætla í langa hjólreiðatúra þegar sólin fer að hækka á lofti. Annars vegar að vera með hlífðar- gleraugu til að forðast flugurnar og hins vegar að nota alla gírana. „Málið er að halda sama átaki á fót- unum og stjórna átakinu út í hjól- in með gírunum, þannig að maður sé alltaf að hjóla með svipuðu átaki með áreynslu á fæturna hvort sem maður er að fara upp eða niður brekku.“ - fb Grét upp í vindinn Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, eru samtök fólks sem feng- ið hefur hjartasjúkdóm, aðstandenda þeirra og annarra sem vilja leggja samtökunum lið. Hlutverk samtakanna er að veita fræðslu og upplýsingar um hjartasjúkdóma, stuðla að hvers konar forvörnum, veita sjúklingum og aðstandendum þeirra félagslega ráðgjöf og þjónustu. Síðast en ekki síst hafa samtökin á undanförnum árum beitt sér á margvísleg- an hátt fyrir framförum, betri aðstöðu fyrir sjúklinga og stórbættum tækjabúnaði á heil- brigðisstofnunum. Og nú er einu sinni enn komið að stórátaki í þessum efnum. Á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi (LSH) fara fram allar megin hjart- arannsóknir og allar hjarta- og kransæðaað- gerðir sem gerðar eru á Íslandi. Undir staða rannsókna og greiningar er góður tækjabún- aður, ekki síst við hjartaþræðingar. Til skamms tíma hafa verið tvö hjartaþræðingartæki á LSH, bæði komin til ára sinna, annað níu og hitt ellefu ára gamalt. Og þótt þau gegni enn hlutverki sínu er ljóst að „líftími“ slíks hátæknibúnaðar er almennt talinn skemmri en þetta og því er yfirvofandi hætta á að annað eða bæði tækin gætu hvenær sem er lokið hlutverki sínu. Því hefur verið ráðist í það stórvirki að endurnýja þennan búnað með kaupum á nýju og fullkomnu hjartaþræðingartæki. Nemur kostnaður við þau kaup ásamt fylgibúnaði og breytingum á húsnæði LSH, svo koma megi hinum nýja tækjabúnaði fyrir og stórbæta að- stöðu sjúklinga, á þriðja hundrað milljónir króna. Fyrirheit Hjarta- heilla um fjárstuðning við framkvæmd þessa réði úrslitum um að í verkið var ráðist. Með því hafa samtökin einu sinni enn sannað gildi sitt og hlutverk og orðið til þess að brýnum framfaramálum í þágu sjúklinga er ýtt úr vör. En fámenn og fjárvana sjúklingasamtök eins og Hjartaheill eru lítils megnug ein og sér. Þau eru drifkrafturinn og hreyfiaflið en sigurinn vinnst því aðeins að þeim takist að blása til sóknar og efna til samstöðu þjóðarinnar allrar um stórátak af því tagi sem nú er ráðist í. Hjartaheill efna því til landssöfnunar sem skila þarf að minnsta kosti 100 milljónum króna svo ljúka megi verkefninu með fullum sóma. Nú þegar hafa fjölmargir einstaklingar, félagasamtök og fyrir- tæki lagt söfnuninni lið en betur má ef duga skal og nú er komið að lokaátakinu. Efnt er til merkjasölu þessa dagana og eru landsmenn beðnir að taka sölufólki Hjartaheilla vel er það knýr dyra þessa dagana og um næstu helgi. En aðalsöfnunarátakið fer fram með aðstoð Stöðvar 2 í beinni og opinni dagskrá næstkomandi laugardagskvöld, hinn 28. mars. Þar munu koma fram fjölmargir listamenn og skemmtikraftar svo og margir viðmælendur, fagfólk og sjúklingar. Þar verður hægt að hringja inn og leggja söfnuninni lið með fjárframlögum. Það mun vart til sú fjölskylda sem ekki þekkir til einstaklinga sem fengið hafa hjartasjúkdóma; foreldrar, börn, ættingjar, vinir, og þótt það takist því betur að lækna fjöldann allan af þeim sem fá hjartaáfall, þá látast á milli 700 og 800 einstaklingar úr sjúkdómum af þessu tagi á ári hverju. Því er nú leitað til allrar þjóðarinnar með að leggja Hjartaheill lið nú um helgina – við lokaátak þessarar miklu landssöfnunar. Stönd- um saman: ÖLL ÞJÓÐIN – EITT HJARTA! ÁVARP FORMANNS STJÓRNAR HJARTAHEILLA: Góðir landsmenn! Eggert Skúlason hjólaði hringinn árið 2005. Eiður Smári Guðjohnsen hjólaði með honum fyrsta spölinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Guðmundur Bjarnason. SÖFNUNARNÚMERIN ERU: 903-5000 til að gefa 5000 krónur. 903-3000 til að gefa 3000 krónur. 903-1000 til að gefa 1000 krónur. Útgefandi: Hjartaheill Landssamtök hjartasjúkling Heimilisfang: Síðumúla 6, 108 Reykjavík Vefsíða: www.hjartaheill.is Netfang: hjartaheill@hjartaheill.is Ritstjóri: Ásgeir Þ. Árnason og Ábyrgðarmaður: Sveinn Guðmundsson Auglýsingar: Fréttablaðið/Hlynur Þór Steingrímsson Sími: 512 5439
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.