Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 36
 26. MARS 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● hjartaheill Enda þótt mikið hafi áunnist í baráttunni við hjarta- og æða- sjúkdóma má ekki sofna á verð- inum. Því er spáð að fjöldi þeirra sem munu lifa með afleiðingum hjartasjúkdóma og hjartaáfalla muni vaxa verulega á næstu ára- tugum. Þessum hópi verður að sinna, og hann mun þurfa áfram- haldandi lyfjameðferð og eftir- lit vegna sjúkdóms síns og meðal annars vegna þessa mun þörfin fyrir þjónustu til handa hjarta- sjúklingum aukast á komandi árum. Öll þessi nýju lyf, aðgerðir og lækningatæki kosta mikla pen- inga en fyrir þann kostnað fæst ávinningur sem alls ekki má van- meta. Fyrir einstaklinginn er það ómetanlegt að ná aftur heilsu og geta farið aftur út á vinnumark- aðinn. Af því er einnig að sjálf- sögðu beinn þjóðhagslegur ávinn- ingur. Sá hluti bókhaldsins gleym- ist býsna oft. Slæmt að sofna á verðinum Ný lyf, aðgerðir og tæki kosta mikla peninga. NORDICPHOTOS/GETTY Á fjárlögum er yfirleitt of lítið fé ætlað til tækjakaupa í íslenska heilbrigðiskerfinu. Einstaklingar og samtök þeirra hafa oft brugð- ist við því með margvíslegum stuðningi ekki síst með fjárfram- lögum til tækjakaupa og eiga því ríkan þátt í því að íslenska heil- brigðiskerfið er jafn gott og raun ber vitni. Á Landspítala – háskólasjúkra- húsi voru tvö hjartaþræðingar- tæki með öllum búnaði. Bæði eru tækin komin til ára sinna og það eldra meira en 10 ára gam- alt. Slíkur háþróaður tækjabúnað- ur úreldist fljótt og því brýn þörf orðin á endurnýjun auk þess sem það er mikið öryggisatriði. Biðlistar eftir hjartaþræðing- um og hjartaskurðaðgerðum eru langir og því augljóst hversu al- varlegt ástand myndi skapast ef annað þessara tækja yrði ónot- hæft. Er nú verið að koma upp þriðja hjartaþræðingartækinu á sjúkrahúsinu. Langir biðlistar Á biðlistum eftir hjartaþræðingum og -skurðaðgerðum eru nú fjöldi manns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á síðustu áratugum hafa komið fram margar áhrifaríkar aðferðir til að greina og meðhöndla hjarta- sjúkdóma svo sem hjartaþræðing- ar og kransæðavíkkanir. Krans- æðaskurðaðgerðir hafa orðið ein al- gengasta skurðaðgerð á vestrænum sjúkrahúsum. Þá hafa einnig orðið miklar framfarir í raflækningum. Loks hafa áhrifarík lyf af ýmsu tagi komið til sögunnar til dæmis gegn hjartabilun, háþrýstingi, blóðfitu og til þess að leysa upp blóðsega. Hjartasjúkdómar geta einnig lagst þungt á ungt fólk og börn. Möguleikar til greiningar á með- fæddum hjartasjúkdómum hafa batnað til mikilla muna og miklar framfarir hafa orðið í hjartaskurð- lækningum við meðfæddum hjarta- göllum. Endurhæfing eftir áföll og að- gerðir hefur reynst mörgum ómet- anleg til að ná aftur þeim andlega og líkamlega styrk, sem þarf til að taka fullan þátt í þjóðfélaginu að nýju. Áhrifaríkar aðferðir Hjartasjúkdómar geta lagst þungt á börn. NORDICPHOTOS/GETTY Markaðstorg heimilanna Nauðsynlegt fyrir neytendur – Fullt af frábærum tilboðum Í Fréttablaðinu færðu nýjustu upplýsingar um vörur og þjónustu, heitustu fréttirnar og bestu tilboðin. Á hverjum degi í langmest lesna dagblaði á Íslandi, Fréttablaðinu. Fasteignir Bílar Heimilið Uppskriftir Borgarferðir Tónleikar Heimilistæki Fyrir veisluna Líkamsrækt Sparnaður Fatnaður Tilboðin Fyrir börnin Menningarviðburðir Matarkarfan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.