Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur Í dag er fimmtudagurinn 26. mars, 85. dagur ársins. 7.07 13.33 20.01 6.50 13.18 19.48 Nýverið heyrði ég frétt af nem-endum í íslenskum framhalds- skóla sem gengu í skrokk á sam- nemanda sínum í skólanum. Slógu hann í höfuðið og spörkuðu í hann. Viðkomandi skólayfirvöld brugð- ust við með því að víkja ofbeldis- fólkinu úr skólanum, í einn dag, og nokkrum þeirra í þrjá daga. MIG minnir einhvern veginn að í framhaldsskóla hafi það ekki verið leiðinlegt ef kennsla féll niður einn dag og maður gat verið heima að hangsa eða slæpast niðri í bæ. Manni fannst maður hafa himin höndum tekið ef veðrið varð til dæmis svo slæmt að ekki voru gefnir fjarvistarpunktar þann daginn. Því var yfirleitt fagnað innilega ef kennari veiktist eða komst einhverra hluta vegna ekki til kennslu og óvæntur frítíminn nýttur í allt aðra hluti en að læra. Því hljómar brottvikning í einn dag skrítin refsing, hvað þá fyrir ofbeldisverk. VIRÐING fyrir náunganum er einn þeirra grundvallarþátta sem þarf til að byggja upp sæmilegt samfélag svo allir geti lifað í sátt og búið við sömu tækifæri. Undan- farin ár hefur sú hugmyndafræði ríkt í íslensku samfélagi að hver maki sinn krók sem mest, sama hvaða áhrif það hefur á aðra. Þeir ríku hafa orðið ríkari og þeir fátækari fátækari. Fólk ávann sér virðingu með bankainnstæðum og stærðinni á jeppanum sem það ók en ekki með hegðun sinni gagnvart öðru fólki. NÚ þegar þjóðarbúið er rjúk- andi rústir eftir eiginhagsmuna- pot fárra sem kærðu sig koll- ótta um náungann spyr maður sig hvað hafi orðið um siðferðis- kenndina. Er það kannski bara orðin „íslenska leiðin“ að traðka á náunganum án þess að líta um öxl? Það að lemja einhvern eða sparka á ekki að vera viðurkennd hegðun hjá siðmenntaðri þjóð. Frí í skólan- um getur varla talist góð uppeld- isaðferð til að fyrirbyggja að slík hegðun endurtaki sig. Spurning hvort refsingin hefði orðið önnur ef fórnarlambið hefði verið kenn- ari við skólann. NÚ þurfum við önnur gildi og önnur viðmið ef við eigum að geta byggt upp samfélagið aftur og komið í veg fyrir að þetta endur- taki sig allt saman. Draga þarf lærdóm af mistökunum og innræta þjóðinni virðingu fyrir náung- anum. Það er bara ekki í lagi að sparka í fólk, það verða komandi kynslóðir að læra. Elskaðu náunga þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.