Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 16
16 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR Hvers vegna viltu verða formaður Sjálfstæðisflokksins og hvers vegna ættu flokksmenn að kjósa þig? „Ég gef kost á mér í þetta starf vegna þess að ég tel Sjálfstæðis- flokkinn standa á ákveðnum tíma- mótum og því nauðsynlegt að end- urnýja erindi sjálfstæðisstefnunnar við þjóðina. Ég álít þetta einfald- lega vegna þess að við höfum tapað trúnaðartrausti kjósenda. Það held ég að sé óumdeilt. Okkur mun best farnast við að endurvinna traustið og erindið með því að hafa forystu- sveit flokksins með sem breiðasta skírskotun til hins almenna manns í þjóðfélaginu. Ég tel mig brúa ágætlega hin ólíku sjónarmið og viðhorf sem í flokknum eru í ljósi uppruna míns og þeirrar þekkingar og reynslu sem ég hef aflað mér í sveitar- stjórnum og atvinnulífi á síðustu 25 árum. Ég held að það hafi sést á störfum mínum að ég reyni að standa undir þeirri ábyrgð sem mér er falin. Ég vil láta dæma verk mín og legg þau nú í dóm landsfundar. Framboð mitt er boð til fundarins um að nýta það sem í mér býr. Það á enginn neitt í pólitík og formennska eða ábyrgðarstarf í stjórnmála- flokki er þar af leiðandi ekki frá- tekið fyrir einn né neinn.“ Þú tilkynntir um framboð þitt innan við viku fyrir landsfund. Hvers vegna svo seint? „Þetta er mikil ákvörðun sem kallar á að maður geri mjög alvar- lega upp við sig hvort maður vilji leggja í þá ferð. Þá ákvörðun þurfti ég fyrst að gera upp við sjálfan mig og fjölskylduna. Svo þurfti að kanna stuðning og hvort mögu- leikarnir væru raunhæfir og enn fremur að fara í gegnum hvernig ég vildi vinna þetta. Allt þetta þurfti ég að leggja saman áður en ég tók endanlega ákvörðun og mér er engin launung á því að eftir því sem ég athugaði þetta betur fékk ég meiri hljóm- grunn fyrir þeim sjónarmiðum mínum að breyta þurfi áherslum flokksins og að ég sameinaði ágæt- lega þær væntingar sem menn bæru til þess starfs. Ég hef svo, eftir því sem liðið hefur á vikuna, styrkst í trúnni á að ákvörðun mín hafi verið rétt. Flokksmenn vilja eiga þess kost að fá að velja um hvaða sjónarmið og viðhorf eigi að setja í öndvegs.“ Villtist Sjálfstæðisflokkurinn af leið? „Ég held að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi ekkert fremur en aðrir flokkar, stofnanir og þjóðfélag- ið allt villst af leið. Ég held hins vegar að við höfum gleymt okkur sem þjóðfélag og byggt upp vænt- ingar langt umfram það sem 300 þúsund manna þjóð átti raunhæfa möguleika á að fullnusta. Þetta smitaði eðlilega út frá sér um allt þjóðfélagið; inn í stjórnmálaflokk- ana, inn í fyrirtækin og svo fram- vegis. Og mér finnst lýsandi dæmi um þessi viðhorf og háttalag þegar við Íslendingar vorum búnir að flytja inn á einu ári fleiri Range Rovera heldur en voru fluttir inn samanlagt til hinna Norðurland- anna. Þetta segir mikið um hugsun- arhátt okkar, í hvaða gír þjóðfélagið var komið. Bilið á milli þeirra sem gátu eða töldu sig geta unnið með þessum hætti og hinna sem voru í þessu daglega basli var orðið yfir- þyrmandi, langt umfram það sem Íslendingar sætta sig við. Um það geta allir verið sammála.“ Hver var þáttur stjórnmálanna og einkanlega Sjálfstæðisflokksins í hruni fjármálakerfisins? „Sjálfstæðisflokkurinn ber að sjálfsögðu mikla ábyrgð á þessari stöðu, það er óhjákvæmilegt annað en að viðurkenna það. Við höfum verið í stjórnarforystu í hátt í átján ár og berum ábyrgð sem slík á stöðu mála. En ég er líka stoltur af mörgu í þessari stjórnarforystu, því hvort sem mönnum líkar betur eða verr að heyra það þá ganga árin mis- jafnlega hjá þjóðinni og hafa gert í gegnum aldirnar. Við erum vanir því Íslendingar að stundum þreng- ir að og stundum gengur gríðarlega vel. Allir sem vilja taka þátt í stjórn landsins hljóta því á hverjum tíma að vilja búa þjóðina sem best undir það að mæta þeim áföllum sem eiga eftir að dynja á henni. Ég er jafn sannfærður um það að eins og þessi sveifla á afkomunni er reglubundin þá eigum við eftir að vinna okkur út úr þessu áfalli sem við stöndum í efnahagslega. Það er að segja; við erum mjög vel í stakk búin sem þjóð að takast á við áfall af þessu tagi sem var óhjákvæmi- legt að kæmi einhvern tíma, þó það sem við stöndum frammi fyrir sé auðvitað mun erfiðara en við áttum von á. Ég bendi á það atriði eitt þessu til stuðnings að þegar flokk- urinn komst til áhrifa 1991 voru 20 þúsund Íslendingar í framhalds- eða háskóla. Núna eru þeir 45 þúsund. Af því leiðir að menntun, þekking, hæfni og áræðni fólksins í land- inu til að takast á við þetta er allt annað heldur en var fyrir örfáum árum. Ég segi því að á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því áfalli sem varð, ber hann líka ábyrgð á að hafa búið þjóðina undir að taka slíkum skelli og vinna sig út úr honum. Og það er gott.“ Hvernig ber svo að standa að endurreisn efnahagslífsins? „Ég ætla að játa fyrst af öllu að mér þykir mjög miður þegar ég heyri á þessum tíma yfirlýsingar og jafnvel samþykktir frá öðrum stjórnmálaflokkum um að þeir vilji ekki samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn. Hvurs lags ábyrgð er fólgin í því? Ástandið er með þeim hætti að það kallar á að þjóðin öll standi saman um að vinna sig út úr vandanum og við þau verk hafna ég ekki neinum kosti fyrirfram. Það þarf samstarf á vettvangi stjórn- málanna og aðkomu annarra, til dæmis aðila vinnumarkaðarins og allra sem vilja leggja þessu gott lið. En svo að við getum unnið okkur í gegnum þetta þurfum við allar þær upplýsingar sem völ er á. Til dæmis um áform minnihlutastjórnarinn- ar um fjárlagagerð næsta árs og áform hennar og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins um hvernig samkomu- laginu við sjóðinn verður fylgt. Við höfum kallað eftir upplýsingum um þetta en ekki fengið.“ En hvað með verkefni á borð við atvinnumál og stöðu bankanna? „Við eigum að reyna að veita brautargengi öllu því sem lýtur að og snertir framleiðslu í þjóðfélag- inu. Grunnatriði í því er að fjár- málakerfið fari að virka en það gerir það ekki enn með þeim hætti að það geti ýtt undir fjárfestingar eða tryggt rekstur fyrirtækja. Við heyrum að allur atvinnurekstur líður fyrir það. Stóra málið er því að koma fjármálalífi landsins í það horf að atvinnulífið geti farið að ganga og það gerist ekki á meðan hér er allt í klakaböndum ríkiseign- ar og óvissu. Það eru uppi áform hjá ríkis- stjórninni um eignaumsýslufélag. Það er út af fyrir sig gott að ríkis- bankarnir gomsi þetta ekki allt í sig en um leið verðum við að tryggja að fyrirtækjum sem þar færu inn verði komið sem fyrst í rekstur annarra en ríkisins. Það er líka grundvallaratriði að ná samstarfi við erlenda kröfu- hafa varðandi skuldir bankanna. Við þurfum á því að halda að fá aðgengi að erlendu lánsfé og einn- ig erlenda fjárfestingu í landið, til dæmis varðandi virkjanir og orku- freka stóriðju. En ég vil líka segja að það er ekki eins og hér sé bara dauði og djöfull. Níutíu prósent þjóðarinnar hafa enn atvinnu og hér spretta upp vaxtarsprotar sem veita von um áframhaldandi upp- byggingu. Ég nefni aflþynnuverk- smiðjuna á Akureyri sem tekur til starfa á þessu ári, ég nefni ýmsa vaxtarsprota á sviði nýsköpunar sem eru úti um allt þjóðfélag en ekki fer mikið fyrir á degi hverjum. Úr bönkunum hefur komið mikill fjöldi hámenntaðra einstaklinga. Við þurfum að veita þeim svigrúm til uppbyggingar á nýjum vettvangi. Í þeim býr mikill auður sem ekki má fara forgörðum. Við megum ekki gleyma okkur í að tala okkur niður. Það er hins vegar þannig að atvinnulífinu verður ekki kippt í liðinn á forsendum stjórnmálanna. Við byggjum ekki upp atvinnutæki- færi eða ný störf með sköttum ann- arra einstaklinga.“ Talandi um skatta, eru skatta- hækkanir ekki óumflýjanlegar? „Það kann vel að vera, jú. En í stöðunni eins og hún er í dag tel ég mjög óráðið að hækka skatta. Það liggur ekkert á því. Fyrst skulum við átta okkur á hversu stórt áfall- ið er. Það hafa verið leiddar að því líkur að skuldsetning þjóðarbúsins sé ekki með þeim hætti sem menn óttuðust í mestu svartsýninni. Ég tel því óráð að gera plön um gríð- arlega skattlagningu fólks með millitekjur. Hvað á það að þýða að vera að ræða um að hækka skatta á fólkið sem nú stendur í mesta basl- inu við að halda húsnæðinu sínu, þegar það hefur orðið fyrir því að atvinnutekjur þess hafa skerst með til dæmis minni yfirvinnu eða skertu starfshlutfalli? Ég geri veru- legar athugasemdir við þær hug- myndir sem Steingrímur J. Sigfús- son hefur kynnt um hátekjuskatt. Að hann byrji við 500 þúsund krón- ur er út í hött.“ Það á enginn neitt í pólitík Kristján Þór Júlíusson alþingismaður sækist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson segir Kristján að flokkurinn þurfi að endurnýja erindi sitt og endurheimta traust kjósenda. Hann segir nýja siði fylgja nýjum herrum. Gastegundir til málmiðnaðarins STRANDMÖLLEN býður upp á allar lofttegundir til málmsuðu og málmskurðar: • súrefni • asetýlen • argon • argonböndur • köfnunarefni • kolsýru • og margar fl eiri Enn fremur lofttegundir til matvælaiðnaðarins, lyfjaloft- tegund-ir til heilbrigðisgeirans, háhreinar lofttegundir og sérhæfðar loftblöndur til rannsóknarstofnanna og margra annarra notkun-arsviða. STRANDMÖLLEN ehf hóf starfsemi sína á síðasta ári og er í dag stærsti söluaðili lyfjalofttegunda til heilbrigðisstofnanna á Íslandi. STRANDMÖLLEN hafnar einokun, en stuðlar að samkeppni Hafi ð samband og leitið tilboða Drangahrauni 1B - 220 Hafnarfi rði - sími 580 3990 info@strandmollen.is - www.strandmollen.is TILBÚINN TIL FORYSTUSTARFA Kristján Þór Júlíusson telur Sjálfstæðisflokkinn eiga ágæta möguleika í kosningunum í apríl og útilokar ekki samstarf við neinn að þeim loknum. Kristján Þór fæddist á Dalvík 15. júlí 1957. Hann tók stúdentspróf við MA, skipstjórnarpróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, nam íslensku og bók- menntir við HÍ og lauk kennsluréttindaprófi þaðan. Kristján var stýrimaður og skipstjóri á skipum frá Dalvík og kenndi við Stýrimannaskólann á Dalvík og Dalvíkurskóla. Hann var bæjarstjóri Dalvíkur 1986-94, Ísafjarðar 1994-97 og Akureyrar 1998-2006. Kristján hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, svo sem Útgerðarfélags Dalvíkinga, Sæplasts, Togaraútgerðar Ísafjarðar, Samherja, Lífeyrissjóðs Norðurlands, Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands og Landsvirkjunar. Hann situr í bæjarstjórn Akureyrar. Kristján var kjörinn á Alþingi 2007 og situr í fjárlaganefnd og iðnaðar- nefnd þingsins. HEFUR GEGNT MARGVÍSLEGUM STÖRFUM FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.