Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 56
40 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Hrafnhildur Lúthersdóttir, 18 ára sundkona úr SH, var ein aðalstjarn- an á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti í sundi þar sem hún vann fjórar einstaklingsgreinar og setti tvö glæsileg Íslandsmet. „Þetta gekk mjög vel og þetta fór alveg eins og ég vildi. Það er búið að vera takmark hjá mér að ná þess- um Íslandsmetum. Þessi helgi var því eins og góður draumur,“ segir Hrafnhildur. „Það var líka algjört æði að komast inn á HM. Ég náði inn í 100 metra bringusundi og með því þá fæ ég að keppa líka í 50 metra bringu- sundi,” segir Hrafnhildur en HM fer fram í Róm á Ítalíu í sumar. „Ég sá að ég átti möguleika á að ná Íslands- metinu og lágmarkinu á HM í 100 metra bringu þannig að við ákváðum það í sam- einingu, ég og þjálfarinn minn, að æfa aðal- lega fyrir það og ná því markmiði.” Hrafnhildur fékk ekki mikinn tíma til að jafna sig eftir frábæra helgi. „Við þurftum sem betur fer ekki að fara á morgunæfingu á mánudaginn og svo var bara róleg æfing um daginn. Það var mjög fínt að fá að sleppa við eina morgunæfingu,“ sagði Hrafnhildur sem leggur mikið á sig til að komast sem hraðast í lauginni. Hrafnhildur bætti Íslandsmet Erlu Daggar Haraldsdóttur í bæði 50 og 100 metra bringusundi en hún hefur í langan tíma verið að narta í hælana á henni. Þær náðu sem dæmi báðar B-lágmarki inn á Ólympíuleikana í Peking en Erla var aðeins á undan og Hrafnhildur sat eftir heima. „Það er mjög skemmtilegt að koma nafninu sínu í metabækurnar og það er mjög stórt afrek fyrir mig. Annars er maður ekki mikið að spá í þessu dags daglega,“ segir Hrafnhildur en hún er löngu hætt að svekkja sig á því hvað munaði litlu að hún færi á Ólympíuleikana. „Það þýðir ekkert að vera hugsa um það heldur bara að stefna á næsta sund,“ segir Hrafnhildur. En hvað er fram undan? „Bikarkeppnin er eftir mánuð og ég ætla að stefna á að reyna að synda hratt þar og bæta tímana mína. Stærstu mótin í sumar eru Smáþjóðaleikarnir og svo HM.“ HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR: FÉKK FRÍ Á EINNI MORGUNÆFINGU AÐ LAUNUM FYRIR 4 GULL OG 2 ÍSLANDSMET Algjört æði að komast inn á HM í Róm > Dóru og félögum spáð sigri Dóru Stefánsdóttur og félögum í LdB Malmö var spáð sigri í sænsku úrvalsdeildinni í kvennafótbolta af gestum á kynningarfundi deildarinnar sem hófst með opnunarleik Umeå og Örebro í gær. LdB Malmö fékk 57 prósent atkvæða mun meira en Umeå (20 prósent) sem er búið að vinna sænsku deildina fjögur ár í röð. Umeå er búið að missa nokkra leikmenn, þar á meðal bestu knatt- spyrnukonu heims, Mörtu, til Banda- ríkjanna. Linköping, lið Margrétar Láru Viðarsdóttur, varð síðan í þriðja sæti í spánni með 10 prósent atkvæða. Dóra og félagar leika sinna fyrsta leik á móti Kopparbergs/Göteborg á útivelli á laugardaginn. FÓTBOLTI Það eru forföll í íslenska landsliðinu eins og í því skoska fyrir leik þjóðanna í undankeppni HM í næstu viku. Það er ekki víst að Ólafur Jóhannesson, lands- liðsþjálfari, velji nýjan mann í staðinn fyrir Heiðar. Heiðar Helguson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikn- um og þá er óvíst hvort Brynjar Björn Gunnarsson geti spilað en hann tognaði á læri með Reading um helgina. Emil Hallfreðsson er hins vegar klár í slaginn en hann hefur glímt við meiðsli líka. - óój Landsleikurinn við Skota: Heiðar er frá og Brynjar tæpur MEIDDUR Heiðar Helguson getur ekki spilað á móti Skotum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Iceland Express deild karla Snæfell-Grindavík 81-84 (44-52) Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 27, Hlynur Bæringsson 18 (8 fráköst), Magni Hafsteinsson 9, Jón Ólafur Jónsson 9, Lucious Wagner 8 (5 stoðs.), Slobodan Subasic 7, Gunnlaugur Smára son 2, Atli Rafn Hreinsson 1. Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 23 (5 stoðs.), Þorleifur Ólafsson 17 (hitti úr 7 af 9 skotum), Arnar Freyr Jónsson 12, Nick Bradford 10, Guðlaugur Eyjólfsson 8, Helgi Jónas Guðfinnsson 8, Páll Kristinsson 6. Sænski kvennafótboltinn: Umeå-Örebro 2-0 Edda Garðarsdóttir og Ólína Viðarsdóttir léku allan leikinn með liði Örebro og fengu báðar að líta gula spjaldið í leiknum. ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Landsliðsfyrirlið- inn Guðjón Valur Sigurðsson átti mjög góðan leik í 38-33 sigri Rhein-Neckar Löwen á Balingen- Weilstetten þegar þeir heimsóttu þá til Balingen í gær. Guðjón Valur var markahæstur í sínu liði með 9 mörk þar af var aðeins eitt þeirra úr vítakasti. Lærisveinar Alfreðs Gíslason- ar í Kiel unnu sinn 24. leik í röð í deildinni þegar liðið vann 42-35 sigur á Melsungen. Eftir þennan sigur hefur Kiel fjórtán stiga for- skot á Hamburg og Lemgo. - óój Þýski handboltinn í gær: Guðjón marka- hæstur í útisigri 9 MÖRK Guðjón Valur. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Áhorfendur höfðu hátt í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gær- kvöld en lömbin þögnuðu þegar leik var lokið og sigur gestanna, 81-84, staðreynd. Snæfellingar börðust grimmilega í leiknum en vantaði einfaldlega framlag frá fleiri leikmönnum í gær til þess að klára leikinn gegn firnasterku liði Grindavíkur. Snæfell var algjörlega tekið í bakaríið í fyrsta leiknum í Grinda- vík sem var algjör einstefna hjá Grindvíkingum. Lykilmenn Snæ- fells voru víðs fjarri sínu besta og þeir urðu að taka á honum stóra sínum í þessum leik. Það var alveg ljóst að heimamenn í Snæfelli yrðu að hægja á leik Grindvíkinga ætl- uðu þeir sér að eiga möguleika í leiknum. Það gekk ágætlega fram- an af leik. Þjálfararnir Hlynur Bærings- son og Sigurður Þorvaldsson voru báðir að stíga upp hjá sínum mönn- um en þeir áttu mikið inni eftir fyrsta leikinn. Jafnt var á með liðunum allan fyrsta leikhlutann en gestirnir leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhlutann, 20-21. Brenton Birmingham í fínu formi hjá þeim en Nick Bradford var eitthvað pirraður og í vandræðum með að komast í gang. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. Innkoma Guð- laugs Eyjólfssonar hleypti krafti í gestina. Hann setti niður tvær þriggja stiga körfur og Grinda- vík náði sex stiga forskoti, 34-40. Heimamenn tóku leikhlé, bættu aðeins í og sáu til þess að forskotið var ekki of mikið í leikhléi, 44-52. Væntanlega samt fleiri stig skor- uð hjá Grindavík en Snæfellingar höfðu ætlað að fá á sig og morgun- ljóst að þeir þurftu að þétta varn- arleikinn hjá sér í síðari hálfleik og stöðva stórskyttur Grindvíkur. Þriðji leikhlutinn var frábær hjá heimamönnum. Þjálfararnir Sig- urður Þorvaldsson og Hlynur Bær- ingsson báru sitt lið algjörlega á bakinu. Hlynur í vörninni og svo raðaði Sigurður niður stigunum fyrir sína menn en hann hafði hamskipti í þriðja leikhlutanum. Þessi magnaði leikur þjálfaranna skilaði því að Snæfell leiddi með tveimur stigum, 69-67, fyrir síð- asta leikhlutann. Grindvíkingar komu þéttir inn í lokaleikhlutanum, leiddir af hinum magnaða Brenton Birm- ingham sem spilaði vel fyrir sína menn. Grindvíkingar höfðu fjög- urra stiga forskot, 78-82, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Snæ- fell neitaði að gefast upp, kom sér í tækifæri og átti síðustu sókn- ina en vörn Grindavíkur hélt og þröngt skot Sigurðar fór ekki ofan í körfuna. Magnaður sigur hjá gestunum sem eru komnir í lykilstöðu í ein- víginu. Brenton spilar vel, Arnar með lipur tilþrif og þeir Guðlaug- ur og Þorleifur settu niður mikil- vægar körfur. Hlynur og Sigurður í sérflokki hjá sínum mönnum en það sem varð þeim að falli í gær var allt of lítið framlag frá öðrum leikmönn- um. Snæfellingar söknuðu sérstak- lega meira framlags frá útlending- unum Wagner og Subasic sem voru arfaslakir. Jón Ólafur og Magni geta líka betur. henry@frettabladid.is Lömbin þögnuðu í Fjárhúsinu Snæfell er komið í erfiða stöðu eftir annað tap gegn Grindavík í Fjárhúsinu í gærkvöldi. Leikurinn var æsi- spennandi en Grindvíkingar reyndust sterkari og geta tryggt sig í úrslitaeinvígið á laugardag. LOKSINS SIGUR Grindavík hafði tapað fimm leikjum í röð í Hólminum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.STEFÁN SÁRT Hlynur Bæringsson meiddi sig illa í baki og missti af lokasekúndunum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.STEFÁN KÖRFUBOLTI Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa eftir leik í gær enda ekki á hverjum degi sem hann sigrar í Stykkishólmi. „Þetta var sérstaklega sætt þar sem við klúðruðum gjörunn- um leik hér í fyrra. Oftar en ekki hefur heimferðin verið ákaflega löng og leiðinleg en það verð- ur gaman á leiðinni heim núna,“ sagði Friðrik brosmildur. „Við héldum haus þó svo sóknar- leikurinn hafi ekki verið upp á marga fiska í seinni hálfleik. Það sem ég er ánægðastur með í dag er að við vinnum og vörnin hélt þegar við þurftum á því að halda. Það er alltaf þungt og erfitt að spila gegn Snæfelli. Þetta eru stórir og sterk- ir strákar sem erfitt er að ráða við,“ sagði Friðrik sem er ánægð- ur með að geta klárað einvígið á laugardag en varar menn við því að halda að þriðji leikurinn verði eitthvað formsatriði. „Það getur verið hættulegt. Þetta er oft fljótt að breytast. Ef við mætum ekki með hausinn í lagi í þann leik og töpum þurf- um við að koma aftur hingað og það verður ekki auðvelt. Við verð- um að nýta meðbyrinn og klára þetta á laugardag,“ sagði Friðrik og bætti við að óvíst sé hvort Páll Axel Vilbergsson geti spilað. Hlynur Bæringsson, þjálfari og leikmaður Snæfells, var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta var rosalegt. Við erum ekki að spila vel og höfum ekki verið að spila vel í nokkrar vikur núna. Ég vil sjá alla mæta klára í Grinda- vík og spila eins og karlmenn. Þá meina ég allir sem einn og berjum frá okkur en þó innan ramma lag- anna,“ sagði Hlynur, sem lagði sitt af mörkum, en það sama verður ekki sagt um alla leikmenn Snæ- fellsliðsins. „Til að vinna topplið eins og Grindavík þurfa allir að eiga nokkuð góðan leik. Þetta lið var í sérflokki með KR í vetur. Ég trúi ekki að við brotnum saman eins og í fyrra gegn Keflavík. Nú verða menn að sýna úr hverju þeir eru gerðir og mæta geðveikir til Grindavíkur,“ sagði Hlynur sem fékk vondan skell undir lok leiks- ins en bar sig vel þrátt fyrir aug- ljósan sársauka. - hbg Þjálfari Grindavíkur, Friðrik Ragnarsson, var kátur eftir leikinn en Hlynur Bæringsson skorar á sína menn: Verðum að spila eins og karlmenn í Grindavík SEX ÁRA BIÐ Á ENDA Friðrik Ragnarsson stjórnaði liði til sigurs í Stykkishólmi í fyrsta sinn síðan árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/E.STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.