Fréttablaðið - 26.03.2009, Page 6

Fréttablaðið - 26.03.2009, Page 6
6 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR VINNUMARKAÐUR Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, telur að stjórn- völd verði að taka á trúverðugan og réttlátan hátt á þeim sem báru ábyrgð á hruni bankakerfisins. Öll aðferðafræði við rannsókn á aðdraganda hrunsins til þessa hafi verið í skötulíki. Hann telur að þeir sem beri ábyrgðina verði að biðja þjóðina afsökunar. „Við hljótum að kalla þessa aðila til ábyrgðar og spyrja hvort þeir ætlist virkilega til þess að endur- reisn atvinnulífsins eigi sér stað á sama siðspillta grunni og áður. Alþýðusambandið er ekki til við- ræðu um slíkt. Við ætlumst til þess að endurreisnin verði byggð á traustum siðferðislegum og sam- félagslegum gildum,“ sagði hann á aukaársfundi ASÍ í gær. Ef þetta gengur ekki telur Gylfi hættu á að reiði almennings brjót- ist út aftur og að hér ríki efnahags- legur óstöðugleiki með óróleika á vinnumarkaði og tíðum stjórnar- skiptum. Það sé ekki eftirsóknar- vert. Gylfi hvetur verkalýðshreyf- inguna til að horfa í eigin barm. Afstaðan í haust hafi verið sú að aðstoða við slökkvistarfið og gefa stjórnvöldum vinnufrið til að tak- marka áhrif hrunsins og halda atvinnulífinu gangandi. „Við lögð- umst gegn því að ríkisstjórnin færi frá og að efnt yrði til kosn- inga strax á síðasta hausti,“ sagði hann. „Um miðjan janúar var þolin- mæði okkar á þrotum og miðstjórn ASÍ krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá og að boðað yrði til kosn- inga. Eftir á að hyggja viðurkenni ég að við gerðum ákveðin mistök sem rýrðu ímynd okkar og stöðu. Trúlega hefðum við átt að setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrn- ar í byrjun desember í stað þess að bíða fram yfir áramót.“ Gylfi vill að ASÍ beiti sér fyrir því að settar verði reglur um aukið gagnsæi, siðferði og trúverðug- leika hjá lífeyrissjóðum. Regl- urnar nái til fjárfestingarstefnu og daglegrar starfsemi, gjafa og ferðalaga. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði meðal annars að tími ofurlauna væri liðinn. Þeir sem væru á ofurlaunum segðu sig í raun úr siðferðilegu sambandi við þjóðina. Aðilar vinnumark- aðarins hefðu sýnt þroska þegar endurskoðun kjarasamninga var frestað. Það var lofsvert en til að sátt ríkti þyrftu allir að koma að því. Ekki gengi að greiða bónusa eða arð meðan krafist væri fórna af launafólki. Til skoðunar sé hvernig fyrirtæki sem njóti ríkis- aðstoðar verji hagnaði. Honum eigi að verja til fjölgunar starfa. ghs@frettabladid.is HVETUR TIL NAFLASKOÐUNAR Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hvetur verkalýðsforystuna til að horfa í eigin barm og endurskoða liðna mánuði. Hann telur að það hafi verið mistök að leggjast í haust gegn kröfunni um að ríkisstjórnin færi frá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hefðu átt að þrýsta fyrr á um stjórnarslit Forseti ASÍ telur að verkalýðshreyfingin hafi gert mistök þegar hún beið fram yfir áramót með þrýsting á að stjórnin færi frá. Þeir sem beri ábyrgð á banka- hruninu eigi að biðjast afsökunar. Lífeyrissjóðirnir þurfi siðferðisreglur. ALLIR KOMI AÐ FRESTUN Alþýðusambandið hélt í gær aukaársfund vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þá að aðilar vinnu- markaðarins hefðu sýnt þroska þegar endurskoðun kjarasamninga var frestað en allir þurfi að koma að þeirri frestun til að sátt ríki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum til Frankfurt Hahn, gisting í 5 nætur á Hotel Drei Könige ásamt morgunverði og akstur til og frá flugvelli. Bernkastel við Mósel Verð á mann í tvíbýli: 69.900kr. Sumarhús í Kempervennen Verð, miðað við að 4 séu saman í húsi: 49.900kr. Tvær á tilboðsverði! Express ferðir bjóða tvær frábærar ferðir í sumar á einstöku tilboðsverði. 1.–8. júní 2009 4.–9. júní 2009 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum til Eindhoven, gisting í góðu sumarhúsi þar sem allt er til alls. ÝSA Í RASPI, MARINERAÐAR FISKSTEIKUR OG ALLIR FISK RÉTTIR. ALLIR FISKRÉTTIR KR/KG SJÁVARÚTVEGUR Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráð- herra ræddi við Helgu Pedersen sjávar útvegsráðherra Noregs í gær vegna þeirra ummæla sem hún lét eftir sér hafa í fjölmiðl- um í fyrradag vegna makrílveiða Íslendinga. Þar sagði hún að til greina kæmi að hefta innflutning á fiskimjöli og lýsi frá Íslandi og að íslensk skip sem veiddu makríl yrðu svipt heimildum til að veiða í norskri lögsögu. „Ég á nú ekki von á því að til einhverra slíkra aðgerða komi,“ sagði Steingrímur eftir samtal þeirra í gær. „Ég lét hana alveg skilja það á mér að mér þætti það ekki málinu til framdráttar að við töluðumst við í fjölmiðlum. Það væri þá nær að ræða málin og leita lausna.“ Steingrímur sagði að hann teldi líklegustu niðurstöðuna í þessu máli verða á þá lund að Íslend- ingar fái sæti við samningaborðið með öðrum strandríkjum þar sem makrílkvótinn er ákveðinn. Hann segist enn fremur hafa bent kollega sínum á að með því að úthluta sér kvóta einhliða hafi hann komið í veg fyrir að veið- arnar yrðu stjórnlausar, það hafi verið liður í að stjórn yrði komið á þessar veiðar. - jse Steingrímur ræðir við sjávarútvegsráðherra Noregs vegna makríldeilunnar: Blíðari tónn í frændþjóðinni STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Sjávarút- vegsráðherrann spjallaði við kollega sinn frá Noregi í síma í gær. Hann var eflaust ekki jafn afslappaður og hann er á þessari mynd sem tekin var þegar hann var í veikindafríi árið 2006. ÍSRAEL, AP Benjamin Netanya- hu, verðandi forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að ríkisstjórn hans yrði „samstarfsaðili Palest- ínumanna að friði“. Með þessu mælti hann á mun málamiðlunar- vænni hátt en hann gerði í kosn- ingabaráttunni, daginn eftir að ísraelski Verkamannaflokkurinn samþykkti að ganga til liðs við samsteypustjórn hans í skiptum fyrir óskuldbindandi orðað lof- orð um að halda friðarviðræðum áfram. Í kosningabaráttunni fyrir hinar nýlega afstöðnu þingkosn- ingar í landinu gerðu Netanyahu og Likudflokkurinn, sem hann fer fyrir, út á andstöðu við samninga við Palestínumenn. En til að forð- ast að lenda upp á kant við hina nýju ríkisstjórn Baracks Obama vestanhafs hefur hann mildað mjög orðfæri sitt og leitast við að fá hófsamari öfl á þingi til liðs við ríkisstjórnina til að gera slíkt orð- færi trúverðugra. Fram að því að Verkamanna- flokkurinn lét tilleiðast höfðu aðeins flokkar lengst á hægri vængnum heitið nýju stjórninni stuðningi. Fráfarandi forystuflokkur Ísra- elsstjórnar, Kadima-flokkurinn sem Tzipi Livni fer nú fyrir, hefur hafnað öllum boðum Netanyahus um samstarf. - aa Verkamannaflokkur Ísraels samþykkir að ganga til liðs við nýja stjórn: Netanyahu mildar orðfærið BIÐLAR TIL MIÐJUNNAR Netanyahu reynir að breikka samsteypustjórn sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ættu fyrrum seðlabankastjórar að birta gögn sín um hrunið? Já 97% Nei 3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er í lagi að foreldrar kaupi áfengi fyrir 18 eða 19 ára börn sín? Segðu þína skoðun á visir.is VINNUMARKAÐUR Nú hafa fisk- vinnslufyrirtækin Norðurströnd á Dalvík og Godthaab í Vestmanna- eyjum ákveðið að fara eftir áður umsömdum launahækkunum og bæta 13.500 krónum í launaumslag starfsmanna í hverjum mánuði. Áður hafði verið greint frá því að Brim og Hrognavinnsla Vignis hefðu fetað í fótspor HB Granda að þessu leyti. Grandi hafði riðið á vaðið eftir nokkra gagnrýni vegna arðgreiðslna til hluthafa. Hækkununum hafði áður verið frestað í ljósi efnahagsástandsins og forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hafa báðir varið þá ákvörðun á síðustu dögum. - kóþ Laun á vinnumarkaði: Fleiri hækka líkt HB Granda KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.