Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2009, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 26.03.2009, Qupperneq 52
36 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Anita Briem verður ekki í þriðju seríu af The Tudors, sjónvarpsþáttunum um breska kóng- inn Hinrik VIII sem átti fjölda eiginkvenna og sagði sig úr kaþólsku kirkjunni vegna þess að hann fékk ekki að skilja við fyrstu eiginkonu sína. Anita lék eina af frillum Hinriks og verð- andi eiginkonu, Jane Seymour, í annarri þáttaröðinni og kom fram í fjórum þátt- um. Þetta vakti óneitanlega mikla athygli hér á landi enda vinsæl þáttaröð en hún hefur meðal annars verið sýnd á Stöð 2. Með hlutverk Hinriks hins kven- sama fer Jonathan Rhys-Meyers en meðal stórleikara sem hafa komið við sögu má nefna Sam Neill og Peter O’Toole. Í stað Anitu hefur smástirnið Anna- belle Wallis verið valið í hlutverk Seymour en Wallis þessi er frænka breska stórleikarans Richard Harris og vakti fyrst athygli í kvikmyndinni Dil Jo Bhi Kahey en stjarna þeirrar myndar var indverska ofurstjarnan Amitabh Bach- chan. Anita hefur verið áberandi í félagslífinu í Los Angeles og verið dugleg að mæta á frumsýningar stórmynda á borð við Watchmen. Hennar næsta verkefni er The Storyteller en þar mun hún leika á móti Idol-stjörnunni Katherine McPhee. - fgg LÍKAR Það er óneitanlega svip- ur með þeim Anitu og Annabelle og því ekki víst að áhorfendur heima í stofu eigi eftir að finna fyrir innáskiptingunni. > DEILDU UM TWITTER Leikkonan Jennifer Aniston mun hafa sparkað kærastan- um John Mayer vegna dá- lætis hans á örbloggsíðunni Twitter. Bandaríska tímaritið Star segir að Aniston hafi gefist upp á Mayer þegar hann sagðist ekki hafa tíma til að hitta hana eða tala við hana í síma en var sífellt að uppfæra Twitter- síðuna sína. Magnús Scheving er nú að leggja lokahönd á sitt hlutverk fyrir kvikmyndina Spy Next Door sem skartar sjálfum Jackie Chan í aðal- hlutverki. Tökur á mynd- inni gengu ekki áfallalaust fyrir sig. „Þetta var sennilega erfiðasta vinna sem ég hef fengist við. En um leið sú skemmtilegasta,“ segir Magnús Scheving, betur þekktur sem Íþróttaálfurinn. Hann hefur verið að setja inn búkhljóð og önnur aukahljóð á kvikmyndina Spy Next Door þar sem Kung Fu- goðsögnin Jackie Chan er í aðal- hlutverki. Magnús leikur þrjótinn PolDark í myndinni. Chan er þekktur fyrir að leggja allt í slagsmálaatriðin og leik- ur gjarnan í þeim sjálfur. Af þeim sökum hefur hann brotið í sér hvert einasta bein. Segja má að skrattinn hafi hitt ömmu sína þegar Magnús mætti á svæðið því íþróttaálfurinn notaði enga áhættuleikara, vildi enga víra til að hífa sig upp á milli hæða held- ur hoppaði bara út um allt eins og unglingsdrengur. Þetta hafði þó sínar afleiðingar fyrir Magnús. „Já, maður kom ansi lemstrað- ur til baka, allur blár og marinn og með brotinn putta,“ útskýrir Magnús sem lét pústrana þó lítið á sig fá. „Ég lék í einu atriði þar sem Jackie tekur af sér belti og á að slá til mín. Ég skildi aldrei hvað hann var að segja, hvort ég ætti að koma nær eða færa mig frá honum og í öllum sjö upptökun- um sló hann mig þéttingsfast með beltinu í andlitið,“ segir Magnús sem komst ansi nálægt því að rota einn af aðstoðarmönnum Chan. „Við vorum að æfa eitt atriðið og Chan hafði breytt því án þess að láta aðstoðarmanninn vita. Ég tók hringspark og hitt hann beint í höfuðið og hann steinlá. Eftir smá stund rauk hann á fætur og sagði að þetta mætti ég alls ekki gera; þetta væri höfuðið á Jackie Chan.“ Chan var ákaflega hrifinn af Magnúsi og sagði þetta vera einn mesta íþróttamann sem hann hefði unnið með. En þrátt fyrir öll lætin og spörk- in sem fylgja því að leika í Jackie Chan-mynd þá ber Magnús honum vel söguna. „Hann er mikill húmor- isti og hann leigði eitt sinn veitinga- hús undir allt tökuliðið og eldaði ofan í alla sjálfur,“ segir Magn- ús sem hyggst sækja Chan heim í Hong Kong á næstunni. „Já, hann bauð mér til sín og ég ætla að fara til hans,“ segir Magnús sem gaf það sterklega í skyn að Chan gæti jafn- vel komið Latabæ til aðstoðar við markaðssetningu á vörunni í Asíu. freyrgigja@frettabladid.is Magnús puttabrotinn eftir viðskipti við Jackie Chan Anita Briem hættir í Tudors SKRATTINN HITTI ÖMMU SÍNA Segja má að skrattinn hafi hitt ömmu sína þegar leiðir Chan og Magnúsar Scheving lágu saman. Magnús harðneitaði að fá áhættuleikara og fékk af þeim sökum nokkrar skrámur, marbletti og brotinn putta. „Við erum að hvetja fólk til að senda okkur fram- tíðarsýn sína á Ísland. Það getur verið hvað sem er,“ segir Hildur Steinþórsdóttir skipulagsarkitekt en hún og kollegi hennar, Hildur Gunnlaugsdóttir byggingaarkitekt, hafa stofnað síðu á Facebook sem kallast Framtíðarsalan Hildur og Hildur. Þar von- ast þær til að fólk sendi þeim hugmyndir að framtíð landsins en sjálfar hafa þær unnið eigin þrjár hug- myndir sem kynntar verða á Hönnunardögum nú um helgina. „Við höfum auðvitað fundið síðan í haust, hvað fólk er neikvætt á framtíð landsins. Við vildum því reyna að sýna fólki að margt geti búið í framtíð- inni,“ segir Hildur Gunnlaugsdóttir. Þær stöllur tóku fyrir þrjú ókláruð svæði í Reykjavík. „Í kringum tónlistarhúsið sáum við fyrir okkur útivistarsvæði fyrir hjólreiðafólk, hesta og ýmislegt annað. Við leggjum til að Grandi verði eins konar matarkista, með matjurtagörðum og framtíðar hugmynd okkar um Skuggahverfið er útfærð eins og það gæti orðið eftir 100 ár, þegar hlýnun jarðar hefur orsakað hækkað sjávarmál,“ segir Hildur Gunnlaugsdóttir en þá séu stórhýs- in komin hálf á kaf og á milli þeirra megi sigla og skoða höfrunga og eins konar gróðurfrumskóg. „Við vonumst svo til að geta fengið styrk til að vinna kannski með innsendar framtíðarsýnir frekar í sumar, jafnvel í vinnustöð.“ - jma Auglýsa eftir framtíðarsýn ÆVINTÝRALEGAR FRAMTÍÐARHUGMYNDIR Hildur Steinþórs- dóttir og Hildur Gunnlaugsdóttir útfærðu eigin framtíðarsýnir á þrjú svæði í Reykjavík og höfðu þær mjög ýktar að eigin sögn til að fá fólk til að staldra við og sjá að framtíðin er full af möguleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í tilefni af setningu Blúshátíðar Reykjavíkur 4. apríl ætlar hljóm- sveitin Nordic All Star Blues Band að heimsækja fangelsið við Skóla- vörðustíg og spila þar fyrir fang- ana. „Tugir blústónlistarmanna ætla að safnast saman og spila í versl- unum og á götunum úti á Skóla- vörðustígnum og við ætlum að kíkja inn í fangelsið og taka nokk- ur lög,“ segir Halldór Bragason, formaður Blúsfélags Reykjavík- ur og meðlimur Nordic All Star Blues Band. „Við erum ekki búnir að tala við þá en ég efast ekki um að við fáum góð viðbrögð við því. Annars spilum við bara hátt fyrir utan fangelsið. Þeir verða að fá sinn skerf, fangarnir.“ Þennan dag verður ýmislegt fleira um að vera í miðbænum. Til dæmis munu blúsvagnar Krús- ersklúbbs Reykjavíkur aka niður Skólavörðustíg og Bankastræti og enda á bílasýningu á Lækjartorgi. „Það ætla allir að mæta með sól- gleraugu og hatt og keyra á flott- ustu eðalvögnum landins,“ segir Halldór. „Síðan verðum við með gítarsýningu hjá Sævari Karli og fleira. Þetta er allt í vinsemd við lögreglu og Reykjavíkurborg um að gera þetta.“ - fb Dóri með fangablús á Skólavörðustíg HALLDÓR BRAGASON Halldór og félagar í Nordic All Star Blues Band spila í fang- elsinu á Skólavörðustíg 4. apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.