Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 50
34 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Kevin James leikur í gam- anmyndinni Paul Blart: Mall Cop sem verður frum- sýnd hérlendis á morgun. Freyr Bjarnason ræddi við hann um nýju myndina, ferilinn og Ísland, að sjálf- sögðu. Paul Blart: Mall Cop fjallar um öryggisvörð verslunarmiðstöðv- ar í New Jersey sem tekur starf sitt mjög alvarlega. Hann býr enn heima hjá mömmu sinni og blóð- sykursskortur kemur í veg fyrir að hann fái starf hjá lögreglunni. Þegar hópur glæpamanna ætlar að ræna miðstöðina ákveður hann að taka til sinna ráða. Myndin sló óvænt í gegn þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum og er vinsælasta gaman- myndin það sem af er árinu með yfir 140 milljón- ir dollara í tekjur. „Við áttum von á því að myndinni gengi vel, þess vegna gerð- um við hana, en við áttum ekki von á því að henni gengi svona vel,“ segir James. „Hún gerði allt vit- laust í Bandaríkjunum og við erum bara mjög ánægð.“ Auk þess að leika aðal- hlutverkið er hann annar af handrits- höfundum myndar- innar. Hvernig fékk hann hugmyndina að þessum sein- heppna öryggis- verði, Paul Blart? „Mig langaði að leika náunga sem hefur átt erfitt uppdráttar og fólk fyndi til sam- kenndar með,“ segir hann og bætir við að Segway-farartækið sem hann ekur í verslunarmiðstöðinni hafi komið sterkt inn. „Þegar ég komst að því að þeir nota svona í alvörunni hló ég og fannst að það gæti orðið góður karakter í mynd- inni.“ Margir brandararnir gera út á þyngd hans og James er sammála því að hún spili mikilvæga rullu. „Það er alltaf best að vera maður sjálfur og það er ágætt að fólk átti sig á því að það þurfa ekki allir að vera í hörkuformi. Það er gaman að sjá einhvern sem er ekki í góðu formi framkvæma þessi áhættu- atriði og þessa líkamlegu vinnu,“ segir hann. „Ég meiddi mig mörg- um sinnum en það var þess virði þegar við sáum afraksturinn í lok hvers dags. Við hlógum mikið þannig að við vissum að við vorum á réttri leið.“ Kevin James fædd- ist í New York árið 1965. Hann vakti fyrst athygli sem uppistandari en árið 1998 hóf hann leik í gamanþáttunum King of Queens. Þar lék hann póstsendilinn Doug Heffernan til ársins 2007 við frábærar undir- tektir. Kom það því fáum á óvart þegar hann ákvað að hasla sér völl í kvikmynda- bransanum. Hann fékk aukahlutverk í Hitch á móti Will Smith, talaði inn á teiknimyndina Barn- yard, og hreppti síðan annað aðalhlutverk- anna í I Now Pron- ounce You Chuck and Larry á móti Adam Sandler. Sá frægi grínisti fram- leiðir einmitt Paul Blart: Mall Cop ásamt næstu tveimur mynd- um James. Önnur nefnist The Zookeeper þar sem hann leikur á móti Sandler en hin hefur enn ekki fengið nafn. Þar verða mótleikarar hans Rob Schneider, Chris Rock, David Spade og Salma Hayek. „Hann er frábær náungi og bæði skemmtilegur og hjálplegur. Hann hefur gengið í gegnum þetta allt saman áður og hefur hjálpað mér og okkur öllum mjög mikið,“ segir hann um samstarfið við Sandler. James sækir innblástur sinn úr ýmsum áttum í gríni sínu. „Ég reyni alltaf að vera trúr sjálfum mér en það eru margar hetjur í gamanleik sem ég lít upp til eins og Jackie Gleason. Hvernig þeir hreyfa líkamann og leika fær mig til að vilja gera slíkt hið sama,“ segir hann og nefnir John Candy einnig sem mikið uppáhald. „Mér finnst hann frábær. Plains, Tra- ins and Automobiles er ein af upp- áhaldsmyndunum mínum.“ Þegar James er ekki að leika í bíómyndum eða sinna uppistandi á fjölskyldan og golfið hug hans allan. „Ég er aðallega hjá fjöl- skyldunni minni og hitti líka vini mína. Síðan spila ég stundum golf og skemmti mér vel við það.“ Hvað með Ísland? Veistu eitt- hvað um landið? „Ég veit að það er mjög grænt og að á Grænlandi er mikill ís. Er það ekki rétt? Ég hef heyrt að það sé virkilega fal- legt þar. Mig langar mikið að koma þangað einhvern tímann.“ Með bumbuna að vopni KEVIN JAMES Grínistinn viðkunnanlegi sem sló í gegn í þáttunum King of Queens hefur fengið frábærar viðtökur við sinni nýjustu mynd. NORDICPHOTOS/GETTY PAUL BLART Paul Blart: Mall Cop verður frumsýnd hérlendis á morgun. HELSTU KVIKMYNDIR Paul Blart: Mall Cop (2009) I Now Pronounce You Chuck And Larry (2007) Barnyard (2006) Monster House (2006) Hitch (2005) 50 First Dates (2004) > HEIMSENDIR OG NASISTAR Sambíóin frumsýna tvær myndir um helgina. Annars vegar Knowing, vísinda- trylli með Nicholas Cage. Mynd- in fjallar um háskólaprófessor sem finnur blað með formúl- um fyrir heimsendi á. Hins vegar er um að ræða Strák- inn í röndóttu náttfötun- um en hún segir frá þýsk- um strák sem vingast við jafnaldra sinn í útrým- ingarbúðum nasista. Gagnrýnandinn, kvikmyndaklúbbur Sambíóanna, blæs til lítillar kvik- myndahátíðar í byrjun apríl. Sýndar verða tvær kvikmyndir en áhorf- endur geta kosið þá seinni í kosn- ingu á Facebook-síðu klúbbsins. Aðalmynd hátíðarinnar er kvik- myndin Der Baader Meinhof Complex. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin en hún fjallar um þýsk hryðjuverka- samtök sem ollu miklum usla í Þýskalandi á 8. áratug síðustu aldar. Myndin vakti strax mikla athygli í Þýskalandi og mörg- um þótti leikstjórinn, Uli Eidel, fara fullmiklum silkihönskum um hryðjuverkasamtökin sem urðu 34 að bana á þrjátíu ára ferli sínum. Þær þrjár kvikmyndir sem áhorf- endum gefst síðan tækifæri á að kjósa á Facebook-síðu Gagnrýnandans eru nokkuð bitastæðar. Þar ber fyrst að telja Interview í leikstjórn gæðaleikar- ans Steves Buscemi. Myndin er endur- gerð á samnefndri hollenskri kvikmynd eftir hinn umdeilda Theo van Gogh sem var myrtur í Amsterdam. Meðal leikara í mynd Buscemi eru Sienna Miller og James Franco. Hinar myndirnar þrjár eru tiltölulega óþekkt stærð; annars vegar sænska hrollvekjan Let the Right One In en bandaríski gullkálfurinn J.J Abrams hefur keypt endurgerðarréttinn á henni, svo er það The Fall sem dansar á mörkum raunveruleikans og loks er það The Dead Girl, um upplifun nokk- urra einstaklinga af fjöldamorðingja sem gengur laus. Tveggja mynda kvikmyndahátíð BAADER MEINHOF Kvikmynd um þýsku hryðjuverkasamtökin verður í aðalhlutverki á lítilli kvikmyndahátíð sem Gagnrýnandinn, kvik- myndaklúbbur Sambíóanna, stendur fyrir. Zac Efron, sem hefur unnið hug og hjörtu unglingsstelpna í High School Musical-myndunum, hefur ákveðið að draga sig út úr end- urgerð á dans- og söngvamynd- inni Footloose. Ástæðan ku vera sú að Efron telur sig ekki þurfa á fleiri slíkum myndum að halda vilji hann láta taka sig alvarlega í Hollywood. Efron er ofurstjarna meðal unga fólksins og talið var víst að þátttaka hans í Footloose myndi endan lega festa hann í sessi sem einhverja stærstu unglinga- stjörnu fyrr og síðar. Efron virð- ist hins vegar hafa lítinn áhuga á þeim titli og hyggst einbeita sér að öðrum og alvarlegri verkefnum. Footloose var mikill smellur þegar hún var frumsýnd árið 1984. Myndin skartaði Kevin Bacon í hlutverki Rens McCormack en hún segir frá ungum dreng sem flyt- ur til lítils smábæjar í Bandaríkj- unum. Bærinn er ákaflega íhalds- samur og yfirstjórn hans hefur meðal annars bannað alla tónlist og dans. Enda sé slíkt komið frá kölska sjálfum. Ren ákveður hins vegar að snúa vörn í sókn og hefur fótafimi upp til hæstu hæða meðal jafnaldra sinna við litla hrifningu hinna eldri. Myndin var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, þar á meðal samnefnt lag Kenny Logg- ins. Það tapaði hins vegar fyrir sígildum slagara Stevie Wonder, I Just Call to Say I Love You. Efron ekki í skó Bacons ENGIN FÓTAFIMI Zac Efron telur sig ekki þurfa á fleiri söngva- eða dansmyndum að halda. 41.900 45.900 51.900 59.900 67.900 76.900 89.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.