Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 46
30 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af Tónleikum bandarísku sópran- söngkonunnar Deborah Voigt sem kemur fram á Listahátíð 31. maí en mjög er nú tekið að fækka fáanlegum miðum á tónleika hennar í maí. Þegar átökin urðu hatrömm í Gasa á liðnum vetri settist Caryl Churchill niður og skrifaði leikrit um ástandið þar. Það var síðan sett upp snögglega í Royal Court leikhúsinu í London í febrúar. Verkið birtir okkur sjö svipmyndir sem eiga sér stað á mismun- andi tímum í sögunni. Höfundurinn setur þau skilyrði fyrir sviðsetningu verksins að aðgangur sé ókeypis og að eftir hverja sýningu verði söfnun. Allt fé sem safnast rennur beint til læknishjálpar á Gasa. Það er fátítt að leikhús bregðist svo skjótt við heimsviðburðum en Borgar- leikhúsið er þriðja leikhúsið sem setur verkið á svið. Það hefur vakið mjög sterk viðbrögð og umræður í Bret- landi. Ellefu leikarar koma fram í sýningunni, en leikstjóri er Graeme Maley. Jón Atli þýðir. Sýningar verða á Stóra sviði Borgarleikhússins og eru í beinu framhaldi af Milljarðamærin snýr aftur. Eftir sýningu býðst áhorfend- um að leggja fé í sjóð sem rennur til læknishjálpar í Palestínu (Medical Aid Palestine – MAP). Einnig er hægt að leggja inn á söfnunarreikning nr: 0137–05–0600 43 – kt: 190577-3769. Þrjár sýningar verða á verkinu: í kvöld kl. 22.45. og á sunnudag kl. 15.00 og 22.45. - pbb Stutt leikverk um Gasa LEIKLIST Jón Atli Jónsson er einn þeirra sem standa að sýningunni í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 26. mars 2009 ➜ Tónleikar 20.00 KimiKvöld á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu 22. Fram koma: Sin Fang Bous, Borko, Carpet Show auk þess sem meðlimir Hjaltalín þeyta skífum. 21.00 Queen Tribute tónleikar verða á Græna hattinum, Hafnarstræti 96 á Akureyri. Húsið opnar kl. 20.00 21.00 Jazzklúbburin Múlinn stendur fyrir tónleikum í Jazzkjallaranum á Café Cultura við Hverfisgötu 18. Fram kemur hljómsveitin Jingle Jangle 4tet sem mun flytja tón- list Benny Golson. 21.00 Vísnablússveitin Gæða- blóð spilar fyrir gesti Næsta bars að Ingólfsstræti 1a. Birna Þórðardóttir mun lesa upp úr ljóðabók sinni „Birna Þó“ við undirleik hljóm- sveitarinnar. Aðgangur ókeypis. ➜ Bækur 20.00 Bókaútgáf- an Salka við Skip- holt 50c, býður upp á kvöldstund með Maxine Gaudio sem kynnir bók sína „Ferðalagið að kjarna sjálfsins“. Sérstakur gestur er Sigríður Klingen- berg. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. ➜ Hönnun Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir veglegri dagskrá undir yfirskriftinni HönnunarMars dagana 26-29. mars. Dagskráin inniheldur yfir 150 atburði ólíkra hönnuða hinna mismunandi hönnunargreina og má finna á www. honnunarmidstod.is. ➜ Sýningar Marta María Jónsdóttir og Magnús Helgason hafa opnað sýningu í Gallerí Ágúst við Baldursgötu 12. Opið mið.-lau. kl. 12-17. ➜ Hönnun Og Tíska Norræni tískutvíæringurinn í Norræna húsinu við Sturlugötu 19.3-5.4. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.nordice.is. Opið þri- sun kl. 12-17, lokað á mánudögum. 15.00 Reiko Sudo, forstjóri NUNO, flytur erindi. 16.00 Sjö íslensk fyrirtæki kynna hvað þau hafa upp á að bjóða næsta vetur 2009-2010. Opnun ljósmyndasýning- arinnar „Rísa undir nafni“ Heimildar- myndin Möguleikar 2009 sýnd. 17.00 Peter Ingwersen frá tískumerk- inu Noir flytur erindið: How to build a brand? ➜ Ferðalög 20.00 Eigendur skútunnar Auroru frá Ísafirði munu fjalla um ævintýrasiglingar í Norðurhöfum, í húsi Siglingaklúbbsins Þyts við Strandgötu 88 í Hafnarfirði. ➜ Pub Quiz 20.00 Pub Quiz verður haldið á Dillon Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnarfirði. Það er létt sveifla í boði á tónleikum Sinfóníunnar í kvöld. New York og París kallast á í verkum sem draga fram dansstemningar og stórborgarstemningar. Verkin sem flutt verða eru þó öll komin inn í kanónu klassískrar tónlistar. Ýmsir halda fram þeirri stað- föstu trú að Sagan úr vesturbæn- um, West Side Story, sé hápunkt- ur í sögu ameríska söngleiksins en þess er víða minnst um lönd að sex áratugir eru síðan samstarfs- verkefni þeirra Leonards Bern- stein, Stephens Sondheim og Jer- omes Robbins leit fyrst dagsins ljós á Broadway. Bernstein gerði gott betur: hann útsetti hluta tón- listar West Side Story fyrir sinfón- íuhljómsveit og kallaði söngvas- vítu. Hana heyra menn í kvöld. Bernstein var líkt og Gerswin af fjölmenntaðri fjölskyldu gyð- inga. Hann naut þess líka að ýmsir forgöngumenn höfðu sleg- ið saman djasskenndum stefjum og sígildum hljómsveitarformum. George Gershwin fór þar fyrir með Rhapsody in Blue, Ameríku- manni í París og Píanókonsert í F-dúr. Þau hin síðarnefndu verða bæði flutt í kvöld. Einnig verður fluttur ballettinn Sköpun heimsins, sem Darius Milhaud samdi eftir heimsókn í djassbúllur í Harlem árið 1923. Hljómsveitarstjórinn í kvöld er Bandaríkjamaður, Benja- min Shwartz, sem er aðstoðar- stjórnandi í San Francisco, aðeins 29 ára gamall en er talinn óhemju efnilegur. Einleikari á píanó verð- ur Karin Lechner, argentínskur píanósnillingur sem hefur vakið mikla eftirtekt undanfarin ár. Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu við Bandaríska sendiráð- ið. Þeir verða sendir út beint á Rás 1 Ríkisútvarpsins og kynn- ir Ingibjörg Eyþórsdóttir tónleik- ana. Annað kvöld verða tónleikar í Háskólabíói kl. 21 þar sem fluttir verða dansarnir eftir Bernstein og píanókonsertinn eftir Gershwin og eru þeir ætlaðir ungum gestum. pbb@frettabladid.is SÖNGVADANSAR OG SVEIFLA TONLIST Karin Lechner leikur Píanókonsert í F-dúr eftir Gerswin í Háskólabíói í kvöld. kl. 21. Í kvöld verða tónleikar í Múlanum. Þar kemur fram hljómsveitin Jingle Jangle 4tet, en hana skipa saxófónleikarinn Ólafur Jónsson, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Þorgrímur Jónsson bassa- leikari og Erik Qvick á trommur. Kvart- ettinn leikur tónlist saxófónleikarans og tónskáldsins Benny Golson en hann er eitt afkastamesta tónskáld djasssögunn- ar. Lifandi goðsögn, rétt rúmlega áttræður í fullu fjöri. Tónleikar Múlans fara fram í Jazzkjall- aranum á Café Cultura, Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu og hefjast þeir kl. 21. Hart í bak Þrettándakvöld Sædýrasafnið Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is MEIRA FYRIR NÁMSMENN! Landsbankinn veitir Námufélögum námsstyrki í tuttugasta sinn. Nánari upplýsingar og Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.