Fréttablaðið - 26.03.2009, Side 12

Fréttablaðið - 26.03.2009, Side 12
12 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR Endurvinnsla lætur okkur líða skár yfir eigin neyslu- syndum. En góður hugur og vilji er stundum bugaður af vonlausri leit okkar að endurvinnslugámum. Flestum þykir súrt í broti að eyða dýrum bensínlítrum með tilheyr- andi mengun til þess að koma ruslinu í endurvinnslu. Margir freistast til að henda öllu drasl- inu út í svörtu tunnuna fyrir framan húsið. En nú er komin þægileg einföld leið til að finna næsta gám, Endurvinnslukort- ið sem er á vefsíðunni nattura.is „Oft kemst fólk að því sér til mikillar furðu að það eru endur- vinnslugámar í næstu götu,“ segir Guðrún Arndís Tryggvadóttir, frumkvöðull vefsíðunnar nattura. is. „Endurvinnslukort- ið sýnir hvar næstu endur vinnslugáma eða -stöð er að finna. Þetta þvælist ótrú- lega fyrir fólki sem fyrir vikið nennir ekki að standa í endurvinnslu.“ Endurvinnslu- kortið er sett upp á einfaldan og myndrænan hátt enda er Guðrún myndlist- armaður. Til að staðsetja grennd- argáma og aðra móttökustaði fyrir endurvinnanlegt sorp er smellt á heimilisfang í viðeigandi póstnúm- eri. Til að sjá hvaða rusli og eitur- efnum hver stöð tekur á móti er tölvumúsinni rennt yfir gámatákn- in og merkin. „Þetta er þjónusta sem vantaði sárlega. Við erum búin að kortleggja endurvinnslu- gáma á öllum stærri stöðum lands- ins og stefnum að því að kort- leggja allt landið.“ Guðrún bjó í mörg ár í Þýska- landi. „Þar flokka allir rusl án þess að velta því neitt fyrir sér. Í einn poka fer allt plast og í annan líf- rænn úrgangur. Pokarn- ir eru settir út á götu og þeir sóttir. Þegar ég kom heim var endurvinnsla á frumstæðu stigi hér á landi. Stjórnvöld höfðu nánast bara skrifað skýrslur um umhverfis- mál! Ekki voru líkur til að fólk læsi skýrslurnar og tæki upp nýjan lífsstíl. Mér fannst þetta því hreinlega koma mér við og þess vegna hófst ég handa.“ Þar með er Guðrún rokin á fund með endurvinnslufyrirtæki. - she Endurvinnslan kortlögð FRUMKVÖÐULL OG MYNDLISTARMAÐUR Guðrún Arndís Tryggvadóttir einfaldar okkur leitina að endurvinnslugámum með endurvinnslukortinu. FRÉTTABLAÐIÐ VILHELM hagur heimilanna Útgjöldin > Meðalkílóverð á rúsínum í nóvember hvers árs. Heimild: Hagstofa Íslands „Verstu kaup er lík- lega Kia-bíllinn minn,“ segir Hálfdán, en bíll- inn stendur núna núm- erslaus á bílaplani. „Til að byrja með var bíllinn reyndar mjög góður, alveg þangað til hann byrjaði að bila. Þannig að það má eiginlega segja að verstu kaupin hafi kannski ekki verið bíllinn,“ segir Hálfdan eftir nokkrar vangavelt- ur, „heldur viðgerðirnar á bílnum.“ Hálfdán segist þó ekki vera vanur að kaupa hluti án umhugsunar. „Yfirleitt tek ég ekki skyndi- ákvarðanir þegar ég kaupi eitthvað, sérstak- lega ekki stærri hluti.“ „Íbúðin sem ég og unn- usta mín keyptum í sept- ember í fyrra eru bestu kaup sem ég hef gert.“ Hálfdán segir frá því að þau séu mjög ánægð með að hafa keypt hana á þessum tíma. „Þetta er okkar fyrsta íbúð. Þó að íbúðaverð á þessum tíma hafi verið frekar hátt þá vorum við heppin, því við eyddum okkar sparifé í hana sem annars hefði farið í bankahrun- inu mánuði seinna. Hálfdán er veðurfrétta- maður hjá Ríkissjónvarpinu, doktorsnemi og björgunarsveitarmaður. NEYTANDINN: HÁLFDÁN ÁGÚSTSSON, VEÐURFRÉTTAMAÐUR HJÁ SJÓNVARPINU Fínn bíll þar til hann bilaði ■ Estrid Þorvaldsdóttir, jógakennari og listfræðinemi, sér möguleika í gömlum fötum „Ég hef heyrt að fólk notar yfirleitt ekki nema um það bil 20 prósent af fötunum í fataskápum sínum. Mér finnst gaman að taka fötin mín og skoða þau í nýju ljósi,“ segir Estrid. Þegar Estrid skoðar gömlu fötin sín sér hún oft mikla möguleika í þeim og skeytir hún oft flíkum saman í eina. „Ég á til dæmis kjól sem var einu sinni þrír bolir,“ segir hún. „Þetta er bæði ódýrt og svo finnst mér svo gaman að vera í einhverju sem ég hef sjálf hannað.“ GÓÐ HÚSRÁÐ SKEYTIR FLÍKUM SAMAN ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 199 318 277 323 499

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.