Fréttablaðið - 26.03.2009, Side 59

Fréttablaðið - 26.03.2009, Side 59
FIMMTUDAGUR 26. mars 2009 43 FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrir- liði Liverpool, gerir lítið úr þeim orðum Zinedines Zidane að hann sé besti leikmaður heims um þessar mundir. „Ég varð upp með mér þegar ég heyrði þetta en tek slíku hrósi varlega. Ég er virkilega sáttur við það hvernig ég spila en ég held ekki að ég sé besti leikmaður heims. Alls ekki,“ sagði Gerrard hógvær líkt og oft áður. „Er hann sá besti í heiminum? Hann fær kannski ekki sömu athygli og Messi og Ronaldo en ég held samt að hann sé bestur,“ sagði Zidane. „Hann hefur frábæra spyrnu- getu. Kann að tækla og skorar mörk. Það sem meira er þá smitar hann félaga sína með sjálfstrausti og trú. Það er ekki hægt að læra slíkt. Leikmenn eins og hann eru fæddir með slíka nærveru,“ sagði Zidane sem er augljóslega mikill aðdáandi Englendingsins. - hbg Steven Gerrard: Er ekki bestur í heiminum GERRARD Hógvær með afbrigðum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES NFL Útherji NY Giants, Plaxico Burress, komst í fréttirnar á síð- asta ári þegar hann skaut sjálfan sig í fótinn í bókstaflegri merk- ingu. Hann var með ólöglegt vopn á almannafæri og gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir vikið. Það óttast útherjinn mjög að því er vinur hans og félagi hjá Giants, Brandon Jacobs, segir. „Það getur verið frekar ógn- vekjandi að vita ekki hvar maður verður kannski næstu þrjú og hálft árið. Það getur verið mjög erfitt að vera í slíkri stöðu,“ sagði Jacobs. „Burress hefur liðið svona í marga mánuði og hann óttast hvað muni gerast. Hann er góður suma daga en aðra daga er óviss- an alveg að fara með hann,“ sagði Jacobs sem er í daglegu sms- sambandi við vin sinn. - hbg Plaxico Burress: Hræddur við að fara í fangelsi FÓTBOLTI George Burley, landsliðs- þjálfari Skota, hefur ákveðið að tefla fram Allan McGregor sem aðalmarkverði liðsins í leiknum gegn Hollandi á laugardaginn í stað Craigs Gordon, markvarðar Sunderland. McGregor er á mála hjá Rangers. Skotland mætir Íslandi á heimavelli á miðvikudaginn kemur. „Allan McGregor mun spila því Craig hefur ekki verið að spila reglulega,“ sagði Burley. „Allan á skilið að fá tækifæri og byrjar í Hollandi.“ McGregor var í marki Skot- lands í vináttulandsleiknum gegn Argentínu í haust. - esá Craig Gordon í kuldanum: McGregor val- inn í markið ALLAN MCGREGOR Fær að spila gegn Hollandi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Lokaúrslit Iceland Express deildar kvenna halda áfram í kvöld þegar deildarmeist- arar Hauka taka á móti bikar- meisturum KR á Ásvöllum klukk- an 19.15. Staðan er jöfn í einvíginu, 1-1, sem er skemmtileg tilbreyting því undanfarin átta tímabil hefur annað liðið verið komið í 2-0 eftir fyrstu tvo leikina. Sagan gefur til kynna að sigurvegar þriðja leiks- ins, þegar staðan er 1-1, verði Íslandsmeistarar. Staðan hefur ekki verið 1-1 í lokaúrslitum kvenna síðan árið 2000 þegar KR og Keflavík mætt- ust í úrslitunum. KR vann þá fyrsta leikinn á heimavelli en Keflavík jafnaði. Síðustu þrír leikir ein- vígisins unnust síðan á útivelli og Keflavík tryggði sér Íslandsmeist- aratitilinn með 43-58 sigri í odda- leik í Frostaskjólinu. Af sautján einvígum um Íslands- meistaratitilinn í úrslitakeppni kvenna hafa liðin aðeins fjórum sinnum skipt með sér tveimur fyrstu leikjunum en auk ársins í ár þá gerðist það einnig 1994, 1998 og 2000. Í öllum þessum fjórum einvígum hefur sigurvegari þriðja leiksins unnið Íslandsmeistaratit- ilinn. Heimavöllurinn hefur ekki hjálpað mikið í fyrstu tveimur leikjunum því útiliðin hafa unnið þá báða. KR vann fyrsta leikinn örugglega á Ásvöllum þrátt fyrir að Haukaliðið hefði náð að minnka muninn niður í 9 stig í lokin. Það var meiri spenna í síðasta leik þökk sé góðum endaspretti KR- kvenna sem voru 16 stigum undir á tímabili en minnkuðu muninn í tvö áður en Haukakonur kláruðu leikinn. KR-ingurinn Sigrún Ámunda- dóttir er með hæsta framlag leik- manna út úr tveimur fyrstu leikj- unum en hún hefur skorað 11,5 stig, tekið 11,5 fráköst, gefið 4,0 stoðsendingar og stolið 3,0 boltum að meðaltali í leik. Félagar hennar Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir eru jafnar í 2. sæti. Hildur hefur skorað flest stig í leik ásamt Slavicu Dimovsku eða 18,5 stig að meðaltali í leikjum tveimur. - óój Það eru liðin níu ár síðan síðast var jafnt eftir tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu í kvennakörfunni: Sagan segir að sigurvegari kvöldsins vinni MIKLVÆGUR LEIKUR Í KVÖLD Kristrún Sigurjónsdóttir í Haukum og Margrét Kara Sturludóttir í KR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.