Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.03.2009, Qupperneq 8
8 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR 1 Fyrir veiðar á hvaða fiski íhugar norski sjávarútvegsráð- herrann að refsa Íslendingum? 2 Hvaða tónlistarmaður samdi lag fyrir auglýsingu með Daniel Craig? 3 Hver verður spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks í knattspyrnu karla í sumar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 Sumarbúðir KFUM og KFUK Vatnaskógur Vindáshlíð Kaldársel Hólavatn Ölver Skráning hefst á vorhátíð KFUM og KFUK 28. mars kl. 12 á Holtavegi og í Sunnuhlíð á Akureyri KFUM og KFUK - Holtavegi 28 - 104 Reykjavík - Sími 588 88 99 - www.kfum.is Sjá flokkaskrá sumarbúðanna 2009 á kfum.is 56 flokkar í 5 sumarbúðum, 29 leikjanámskeið á 3 stöðum Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Handklæði Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 4 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. Eða við gætum fengið sparhlóðir. Þá færi ekki allur dagurinn í að leita að eldsneyti og við hefðum meiri tíma til að læra. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur 2 geitur. Namm! Mjólk og kjöt, ekki lengur bara maísgrautur! Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening fyrir ýmsu sem okkur vantar. Óskalistinn minn: HEILBRIGÐISMÁL Starfsmenn þriggja heilbrigðisstofnana hafa samþykkt að taka á sig launaskerðingar til að koma í veg fyrir uppsagnir eða stór- fellda skerðingu á þjónustu. For- dæmi fyrir aðra heilbrigðisstarfs- menn segir fulltrúi í samráðshópi. Ögmundur Jónsson heilbrigðis- ráðherra kynnti í gær sparnaðar- áform á þremur heilbrigðisstofn- unum. Öllum verður gert að mæta samdrætti með hagræðingu, þannig að stofnanirnar verði reknar innan fjárlaga í ár, en ekki með veruleg- um halla eins og stefndi í. „Heilbrigðismál eru atvinnumál,“ sagði Ögmundur, sem lagði áherslu á að starfsmenn héldu störfum en tækju frekar á sig kjaraskerðingu. Í samtali við mbl.is greindi Ögmund- ur frá því að hann hafi sjálfur afsalað sér ráðherralaunum, og þiggi eingöngu þingfararkaup. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þarf að ná 5,2 prósenta sparnaði og Heilbrigðisstofnun Suðurlands 5,6 prósentum. Mestur verður niður- skurðurinn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sem þarf að mæta 9,5 prósenta samdrætti. Forsvarsmenn þessara þriggja stofnana reikna með að ná tilskild- um sparnaði með því að skerða kjör starfsfólks svo ekki þurfi að koma til hópuppsagna. Þannig verður samdráttur á yfirvinnu og vakta- greiðslum, stjórnunarstöðum fækk- ar, akstursgreiðslur dregnar saman og fleira. Ekki er um samræmdar aðgerðir að ræða, heldur hefur verið ákveð- ið á hverri stofnun fyrir sig hvernig kröfu um niðurskurð verður mætt. Til dæmis munu starfsmenn Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja sem hafa mánaðartekjur yfir 300 þús- und krónum taka á sig tíu prósenta launaskerðingu, sagði Eyjólfur Eysteinsson, fulltrúi Félags eldri borgara á Suðurnesjum í samráðs- hópi ráðherra sem fjallaði um nið- urskurðinn. „Þetta lögðu þeir fram í trausti þess að þjónusta verði ekki skert, og engum verði sagt upp,“ sagði hann. Þetta er í raun framlag starfsfólks- ins til að rétta við samfélagið, sagði Eyjólfur. „Ég veit að þau reikna með því, og ætlast til þess, að þetta verði fordæmi á öðrum stofnunum.“ Ögmundur sagði þessi sam- dráttaráform aðeins upphafið. Til standi að gera skipulagsbreytingar hjá þessum sjúkrahúsum með sam- starfi við Landspítalann. Þau áform liggi ekki fyrir. Í ár ætlar ríkið að verja tæplega 116 milljörðum til heilbrigðismála. Ögmundur segir um 80 prósent af þeirri upphæð launakostnað. Ná mætti fram um fjögurra milljarða króna sparnaði með því að lækka heildarlaun um fimm prósent. Alls þarf að skera niður um 6,7 milljarða króna í heilbrigðiskerfinu í ár. Af þeirri upphæð á Landspítal- inn að skera niður um 2,7 milljarða króna. brjann@frettabladid.is Skerða kjör starfsmanna Þrjár heilbrigðisstofnanir munu hagræða með því að skerða laun starfsfólks. Skárri leið en uppsagnir segir heilbrigðisráðherra. Stefnir að skipulagsbreyt- ingum til að ná 6,7 milljarða króna sparnaði. NIÐURSKURÐUR Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra (fyrir miðju) kynnti niðurskurðaráform á þremur heilbrigðisstofnunum, ásamt fulltrúum starfshóps sem fjallaði um málið, í Hafnarborg í Hafnarfirði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sérfræðilæknar sem starfa utan sjúkrahúsa féllust í gær á að fresta umsam- inni 9,8 prósenta hækkun á gjaldskrá, sem taka átti gildi í byrjun apríl, fram á vor. Þá eru hafnar viðræður um mögulega skerðingu á kjörum þeirra. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Þar með fylgja læknarnir fordæmi verkalýðsfélaga, sem hafa frestað umsömdum launahækkunum. Þá hafa læknar á Vestfjörðum tekið að sér að eigin frumkvæði að vinna bakvaktir launalaust. Þannig næst fram 12 milljón króna sparnaður á árinu. LÆKNAR TAKA Á SIG KJARASKERÐINGU SJÁVARÚTVEGUR „Grásleppan er eini fiskurinn sem kvótakerfið nær ekki til svo nú sjáum við hvernig allt væri umhorfs í sjávarbyggð- um landsins ef það kerfi hefði ekki komið til,“ segir Oddur V. Jóhanns- son grásleppusjómaður búsettur á Vopnafirði en gerir út frá Bakka- firði. Hann segir að iðandi mannlíf sé á báðum þessum stöðum þessa dagana þar sem grásleppuvertíð- in sé gengin í garð. „Við byrjuðum 10. mars og erum að detta í fjög- ur tonn,“ segir Oddur en hann er í áhöfn á Ás NS sem er aflahæsti báturinn þar norðvestra. Það slær ekki á kæti hans að gott verð fæst fyrir hrognin. „Við feng- um 650 evrur á tunnuna í fyrra og það er eitthvað aðeins hærra núna. Við erum að hagnast á því að Kan- adamenn hafa til allrar hamingju verið að slá slöku við en þeir settu hátt í 30 þúsund tunnur á markað fyrir nokkrum árum og þá fékkst nú ekki mikið fyrir hana. Nú eru þeir með um tvö þúsund tunnur.“ Oddur segir að tólf bátar rói á grásleppumið frá Bakkafirði og álíka margir frá Vopnafirði og því sé grásleppuvertíðin veruleg búbót fyrir fjölmargar fjölskyldur. - jse Aflabrestur Kanadamanna er vatn á myllu íslenskra grásleppusjómanna: Grásleppuvertíðin gæðir þorpið lífi ODDUR Á DEKKI Grásleppuvertíðin byrjar vel hjá Oddi og félögum. VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.