Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 34
 26. MARS 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● hjartaheill Miklu skiptir að sjúklingur með kransæðastíflu komist sem fyrst undir læknishendur því að þá batna horfurnar. Því skiptir miklu að þekkja ein- kenni kransæðaþrengsla og kransæðastíflu. Við greiningu og meðferð er nauðsynlegt að hafa góð hjartaþræðingartæki. „Hin dæmigerðu einkenni krans- æðaþrengsla eru þyngslaverkur fyrir brjósti, herpingur eða þrýst- ingur sem liggur undir bringubein- inu og þvert yfir brjóstið sem getur síðan leitt út í handleggi, upp í háls og kverkar og aftur í bak. Dæmi- gert er að þessi einkenni komi við áreynslu og líði svo hjá við hvíld. Maður, sem fær svona einkenni við áreynslu og hefur ekki fundið þau áður, ætti að láta athuga hvort hann sé með kransæðaþrengsli,“ segir Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild LSH. „Ef einkennin líða hjá við hvíld þá hefur viðkomandi tíma til að fara til læknis. Þá fer gjarnan af stað rannsókn og meðferð hefst. Rannsóknin getur falist í línuriti, áreynsluprófi, mati á áhættuþátt- um, til dæmis ef nákominn hefur fengið kransæðasjúkdóma. Síðan eru sterkir áhættuþættir eins og reykingar, hátt kólesteról, há- þrýstingur og sykursýki. Þetta kemur inn í matið á því hvað sé að og við hverju eigi að bregðast.“ Gestur segir að einkenni krans- æðastíflu séu svipuð en mun verri. „Viðkomandi er yfirleitt móður og sveittur og kastar upp. Flestum er ljóst að hann á erindi á spítala. Þegar slík einkenni koma er mikil- vægt að komast sem fyrst á spít- ala því þá er hægt að breyta miklu með meðferð. Með bráðri hjarta- þræðingu er hægt að opna æðar, víkka út þrengsli og koma fyrir stoðneti til að tryggja blóðrennsli. Ef hægt er að minnka drepið í hjartavöðvanum þá batna horf- urnar verulega. Því er mikilvægt að allir þekki einkennin og að töfin verði sem minnst þar til sjúklingur er kominn undir læknishendur.“ Fólk getur fengið kransæða- stíflu fyrirvaralaust þótt það hafi aldrei kennt sér meins. Gestur segir að þá hafi orðið rof í æðaþel- inu sem er innsta lag æðarinnar. Undir því safnist stundum blóðfita og þó hún valdi ekki þrengslum þá geti líkaminn brugðist við með því að mynda blóðtappa. Algengi kransæðasjúkdóma eykst með aldri. Við greiningu er nauðsynlegt hafa góð hjartaþræð- ingartæki. „Tækin á LSH eru átta og tólf ára gömul. Við treystum á landsmenn að styðja við söfnun Hjartaheilla til að kaupa nýtt þræð- ingartæki á LSH,“ segir Gestur. - ghs Mestu skiptir að þekkja einkennin og bregðast við Gestur Þorgeirsson „Ef einkennin líða hjá við hvíld þá hefur viðkomandi tíma til að fara til læknis,“ segir Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild LSH. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Frá 1. janúar 2007 hefur hjarta- deild Landspítala skráð upplýs- ingar um kransæðaþræðingar og víkkanir í gæðaskrána Swed- ish Coronary Angiography and Angioplasty Registry eða SCAAR í samvinnu við Háskólasjúkra- húsið í Uppsölum í Svíþjóð. Í jan- úar árið 2009 var gæðaskráning hjartadeildar Landspítala aukin með þátttöku í svokallaðri RIKS- HIA-gæðaskrá og nær því einnig til upplýsinga um legu og útskrift allra sjúklinga með kransæða- sjúkdóm. Þetta gerir hjartalækn- um kleift að fylgjast með gæðum starfseminnar í rauntíma og bera saman við Svíþjóð. Þar á meðal má nefna legutíma, meðferð við bráðu hjartadrepi og lyfjagjöf í legu og við útskrift. Svíar hafa verið í fararbroddi í heiminum í staðlaðri gæðaskrán- ingu í heilbrigðiskerfinu og því er ávinningur fyrir Landspítalann og að vera nú þátttakandi í þessum viðurkenndu sænsku gæðaskrám. Ísland varð fyrst erlendra ríkja til að taka þátt í SCAAR-gæðaskránni og annað ríkið til að taka þátt í RIKS-HIA-skráningunni. Það er sérstaklega mikilvægt að bera árangur okkar saman við stofnanir erlendis í þeim þátt- um hjartalækninga sem Land- spítalinn framkvæmir einn hér- lendis, til dæmis ýmsar aðgerðir innan hjartalækninga. Þátttakan í gæðaskráningunni veitir þannig möguleika á nútímalegri, stöðugri og vandaðri gæðastjórnun en hún opnar einnig möguleika til vísinda- rannsókna. Sem dæmi eru gögn úr SCAAR nú notuð til að meta áhrif reykingabanns á opinberum stöð- um á tíðni bráðs kransæðasjúk- dóms á Íslandi. Frumniðurstöð- ur benda til að færri karlar sem ekki reykja fái bráðan kransæða- sjúkdóm á Íslandi eftir bannið en fyrir það. Niðurstöður samanburðarins við Svíþjóð varðandi hjartaþræðingar hafa verið kynntar á Landspítalan- um og á vísindaþingum hérlendis. Niðurstöðurnar hafa einnig verið kynntar á ráðstefnum erlendis þar sem mest athygli hefur beinst að því að við höfum sýnt fram á að slíkt samstarf, yfir landamæri tveggja Evrópuríkja, er bæði mögulegt og vænlegt til árang- urs við að auka gæði þjónustu við sjúklinga. Árangur og fylgikvillar hafa reynst svipaðir og í Svíþjóð. Á Íslandi er þrætt nokkru meira en í Svíþjóð eða álíka mikið og að meðaltali í Evrópu. Samt reyn- ast íslensku sjúklingarnir hafa al- varlegri kransæðasjúkdóma en sænskir sjúklingar. Tíðni krans- æðavíkkana er hin sama í löndun- um tveim. Fyrstu tölur úr RIKS- HIA á Íslandi benda til að lyfja- meðferð við útskrift sjúklinga sé samkvæmt leiðbeiningum og mjög svipuð í báðum löndum. Það var þó ánægjulegt að í einhverjum tilvik- um virtist meðferðin eftir krans- æðastíflu jafnvel betri á Íslandi en í Svíþjóð. Þórarinn Guðnason hjartalæknir Gæðastjórnun í hjartalækningum Landspítalinn er nú þátttakandi í viðurkenndum, sænskum gæðaskrám. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ● EINKENNI KRANSÆÐAÞRENGSLA: Þyngslaverkur fyrir brjósti, herpingur eða þrýstingur undir bringubeini og þvert yfir brjóst- ið. Verkurinn leiðir út í handleggi, upp í háls og kverkar og aftur í bak. Dæmigert er að þessi einkenni komi við áreynslu og líði hjá við hvíld. Maður sem fær svona einkenni ætti að láta lækni kíkja á sig. ● EINKENNI KRANSÆÐASTÍFLU: Sömu einkenni og við krans- æðaþrengsli nema mun verri. Sjúklingurinn verður móður og sveittur og kastar upp. Flestum er ljóst að hann á erindi á spítala. Áríðandi er að sjúklingurinn komist sem fyrst á sjúkrahús. Við þökkum stuðninginn Ólafsvík Brauðgerð Ólafsvíkur hf. Steinunn hf. Valafell hf. Hellissandur Esjar ehf K.G. Fiskverkun ehf Ísafjörður Hafnarbúðin Ísafjarðarbær Ráðgjafa og nuddsetrið Skipsbækur ehf. Stál og Hnífur ehf. Verkstjórafélag Vestfjarða Vélsmiðjan Þristur ehf. Bolungarvík Fiskmarkaður Bolungarv.og Suðureyrar ehf. Sérleyfi sferðir Súðavík Súðavíkurhreppur Flateyri Grænhöfði ehf. Patreksfjörður Flakkarinn Tálknafjörður Eik ehf. - trésmiðja Indriði Guðjónsson Brú S.G. Verkstæði ehf Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hvammstangi Félagsþjónusta Húnaþings vestra Blönduós Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Stéttarfélagið Samstaða Skagaströnd Sveitafélagið Skagaströnd Vík ehf. Sauðárkrókur Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skag- fi rðinga K-Tak hf Stoð ehf - verkfræðistofa Sveitarfélagið Skagafjörður Trésmiðjan Ýr Verslun Haraldar Júlíussonar Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf. Víðimelsbræður ehf. Varmahlíð Akrahreppur - Skagafi rði Siglufjörður Egilssíld ehf Akureyri Baldur Halldórsson Bautinn Bifreiðaverkstæðið Baugsbót ehf. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri Fjöl-Umboð ehf. Girðir ehf. Samvirkni hf. Sjómannafélag Eyjafjarðar Tannlæknastofa Ragnheiðar Hansdóttur Tölvís sf. Vaxtarræktin ehf -Íþóttahöllini Selfoss Kvenfélag Grímsneshrepps ISAL – STRAUMSV ÍK ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 TÓMAS SIGURÐSSON EHF. VINNUVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.