Fréttablaðið - 26.03.2009, Page 29

Fréttablaðið - 26.03.2009, Page 29
Kraftmikið starf áhugamannasamtaka, líknarfélaga og sjúklinga- samtaka á Íslandi og stuðningur þeirra við tilteknar greinar lækn- inga og umönnun sjúkra hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Oddfellowar unnu þrekvirki með því að hjálpa til við að koma upp og reka líknardeild á Landspítala, Hringskonur hafa áratugum saman unnið að heill íslenskra barna, Velferðarsjóður barna vinn- ur á hverju ári mikið og gott starf, og hvers kyns klúbbar og samtök leggja sitt af mörkum til að gera góða heilbrigðisþjónustu betri. Hjartaheill hafa sömuleiðis unnið ómetanlegt starf í þágu hjartasjúkra og þar með í þágu heil- brigðisþjónustunnar allrar. Samtökin hafa fært fjölmörgum stofnunum tæki og búnað sem gagn- ast í þjónustunni við hjartasjúklinga og hafa að þessu leyti lyft grettistaki. Hjartaheill og Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur, sem hún stofnaði til minningar um eiginmann sinn Pálma Jónsson í Hagkaupi, hafa sennilega lagt hvað mest fram til að styrkja og vinna að velferð hjartasjúklinga. Framlag beggja er ómetanlegt og stendur íslenskt samfélag og hjartasjúklingar í mikilli þakkarskuld við þau. Á krepputímum er okkur hollt að hugsa um áhugann sem rekur samtök eins og Hjartaheill áfram og um þá einskæru góðvild sem fólst í því, þegar Jónína S. Gísladóttir stofnaði styrktarsjóðinn sem hér er nefndur. Það er rúmur aldarfjórðungur frá því að samtök hjartasjúklinga voru stofnuð, samtökin sem nú bera nafnið Hjartaheill. Auk beins framlags í formi búnaðar og tækja hefur það verið annað markmið samtakanna að beita sér fyrir fræðslu og forvörnum til að vinna gegn hjartasjúkdómum, að veita aðstoð og ráðgjöf og að berjast almennt fyrir umbótum í þágu hjartasjúkra. Stofnfélagarnir voru 230, en síðan hafa þeir rúmlega fimmtánfaldast. Í tilefni 25 ára afmælis Hjartaheilla hafa samtökin nú ákveð- ið að blása til sóknar og safna fyrir þriðja hjartaþræðingartæk- inu fyrir Landspítalann og óska eftir stuðningi þjóðarinnar til að ná megi þessu markmiði á afmælisárinu. Efnt verður til landssöfnun- ar undir merkjum Hjartaheilla og stefnt að því að safna fjármunum svo koma megi upp tækinu og mun allt það fé sem safnast renna til hjartalækningadeildar Landspítala. Það eru fáar þjóðir sem sinna hjartasjúkum eins vel og við. Við gerum fleiri aðgerðir á hjartveikum en tíðkast meðal nágrannaþjóð- anna, aðgengi að læknum er hér betra en annars staðar, biðlistar styttri og árangur hjartalækninga með því besta sem þekkist. Á þessum grundvelli eigum við að byggja upp og sækja fram. Söfn- un Hjartaheilla fyrir nýju hjartaþræðingartæki er einn liður í upp- byggingunni. Mér er það mæta vel ljóst að eins og stendur er víða þröngt í búi. Mjög margir glíma við erfiðleika nú, meðal annars vegna athæf- is þeirra athafnamanna, sem flugu svo nærri sólu að allur þeirra auður gufaði upp, og eftir urðu aðeins afleiðingarnar fyrir okkur al- menning til að kljást við. Þrátt fyrir þetta óréttlæti hvet ég alla Ís- lendinga til að láta sitt ekki eftir liggja og taka vel í beiðni Hjarta- heilla. Það geta allir látið eitthvað af hendi rakna, auðvitað í samræmi við efni og aðstæður, en í þessu sambandi skiptir upphæðin ekki máli. Nú skiptir máli að vera með. hjartaheill FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 Íslendingar hafa iðulega tekið höndum saman í baráttunni við skæða sjúkdóma. Berklaveikinni var útrýmt með átaki almennings og forystusveitar lækna og hjúkr- unarfólks. Árangurinn í glím- unni við krabbamein hefur einnig náðst vegna víðtækrar þátttöku landsmanna í söfnunum og for- varnastarfi. Samtök sjúkra og fjölskyldna þeirra hafa á ýmsum sviðum skilað miklu. Í aldarfjórðung hefur Hjarta- heill – Landssamtök hjartasjúkl- inga verið í fararbroddi víðtæks samstarfs sem stuðlað hefur að lækningu hjartasjúkra og öflugri endurhæfingu sem gert hefur þúsundum kleift að lifa áfram góðu lífi. Þrátt fyrir þennan árangur og aukinn skilning á mikilvægi hollra lifnaðarhátta eru hjarta- sjúkdómar enn langalgeng- asta dánarorsökin á Íslandi. Í hverri viku lætur rúmlega tugur Íslendinga lífið af þeirra völdum. Og hjartasjúkdómar herja ekki aðeins á roskið fólk; þeir geta líka verið örlög æskunnar, fjöldi barna og ungmenna glímir við veikt hjarta. Á undanförnum áratugum höfum við samt notið ótrúlegra framfara, árangur lækna hefur vaxið hröðum skrefum og áhersl- an á mataræði og hreyfingu hefur skipt sköpum. En það er hægt að gera betur. Þá er áríðandi að við eigum kost á að nýta hin bestu tæki, búnað sem vísindamenn og verkfræðingar í fremstu röð hafa hannað og smíðað. Hin nýju tæki eru í augum okkar leikmanna nánast galdra- verk en þau gefa íslenskum lækn- um kost á að auka lífslíkur sjúk- linga og bæta lífsgæði þeirra. Nú leitar Hjartaheill til þjóðar- innar og biður um stuðning til að efla tækjakost Landspítalans og styrkja þannig til muna þjónust- una sem þar fer fram. Landssöfnunin er bæði í þágu þess góða málefnis og í tilefni af 25 ára fórnfúsu og árangurs- ríku starfi Landssamtaka hjarta- sjúklinga. Stuðningur okkar er því í senn framlag sem auka mun lífslíkur fjöldans og þakkargjörð til þess góða fólks sem um áraraðir hefur helgað baráttunni gegn hjarta- sjúkdómum krafta sína. Kjörorð söfnunarinnar „Öll þjóðin – eitt hjarta“ felur í sér brýnan boðskap og leiðarljós á framtíðarvegi. Þjóðin glímir nú við erfiðleika, atvinnuleysi og efnahagslegar þrengingar en Íslendingar hafa áður sýnt að samstaðan í barátt- unni við sjúkdóma er jafnan sterk þótt við höfum storminn í fangið. Slík barátta hefur ætíð átt vísan stuðning þjóðarinnar. ÁVARP FORSETA ÍSLANDS ÓLAFS RAGNARS GRÍMSSONAR, VERNDARA LANDSSÖFNUNAR HJARTAHEILLA: Samstaða hjálpar sjúkum ÁVARP HEILBRIGÐISRÁÐHERRA: Það skiptir máli að allir geti verið með Ögmundur Jónas- son heilbrigðisráð- herra. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skiptir sköpum Nýtt hjartaþræðingartæki styttir bið- lista verulega að sögn Kristjáns Eyjólfs- sonar, yfirlæknis hjartaþræðinga. SÍÐA 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.