Fréttablaðið - 26.03.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 26.03.2009, Síða 4
4 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN Fylgi Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks breyt- ist lítið frá síðustu könnun Frétta- blaðsins. Alls segjast 31,7 prósent myndu kjósa Samfylkinguna nú og fengi flokkurinn samkvæmt því 21 þingmann. Flokkurinn fékk 26,8 prósent í síðustu kosning- um og yrðu þetta úrslit kosninga myndi hann styrkjast nokkuð. 29,1 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú og fengi flokkurinn samkvæmt því 20 þingmenn kjörna. Kjör- fylgi Sjálfstæðisflokksins í síð- ustu kosningum var 36,6 prósent og myndi flokkurinn því tapa nokkru fylgi frá kosningunum fyrir tveimur árum. Vinstri græn myndu hins vegar bæta verulega við sig fylgi frá síð- ustu kosningum, væru þetta nið- urstöður kosninga. 25,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, sem gæfi honum 17 þingmenn. Flokkurinn hlaut hins vegar 14,3 prósent atkvæða í maí 2007. Samanlagt fylgi ríkisstjórnar- flokkanna tveggja er því 57,5 pró- sent og fengju flokkarnir tveir 38 þingmenn af 63. Því er allt útlit fyrir að þessir tveir flokkar geti myndað tveggja flokka meirihluta- stjórn að kosningum loknum. Fylgi Framsóknarflokks heldur áfram að dala eftir uppsveifluna í byrjun árs þegar kosinn var nýr formaður. Nú segjast 7,5 prósent myndu kjósa flokkinn, sem er aðeins undir kjörfylgi. Alls kusu 11,7 prósent flokkinn í síðustu kosningum. Með 7,5 prósenta fylgi myndi flokkurinn fá fimm þing- menn, tveimur færri en hann hefur nú. Athygli vekur að fylgið virðist vera að sveiflast frá Fram- sóknarflokki yfir á Vinstri græn. Aðrir flokkar myndu ekki ná manni á þing og litlar breyting- ar eru á fylgi þeirra frá síðustu könnun blaðsins fyrir tveimur vikum. 1,8 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. 2,7 prósent styðja Borgarahreyfing- una og 1,2 prósent segjast myndu kjósa L-listann. Hringt var í 800 manns í gær, miðvikudaginn 25. mars, og skipt- ust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir; Hvaða lista er líkleg- ast að þú myndir kjósa. Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurð- ir; Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk. Alls tóku 70,1 pró- sent afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is Leirbolli sem mynd birtist af í Allt- blaði Fréttablaðsins í gær er sköpun listakonunnar Svetlönu Matusa en nafn hennar vantaði í greinina sem myndin var við. Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is -5kr. við fyrstu no tkun TB W A \R EY K JA VÍ K \ SÍ A og síðan alltaf 2 kr. ásamt Vildarpunktum með ÓB-lyklinum Í blaðinu gær sagði að verðbólgan mældist nú 15,2 prósent. Þar var vitanlega átt við verðbólgu síðustu tólf mánaða. ÁRÉTTING SAMGÖNGUMÁL Fyrsti kafli tvöföld- unar Suðurlandsvegar verður boð- inn út síðar á þessu ári. Samkvæmt nýrri áætlun sem samgönguráð- herra kynnti í gær verður leiðin frá Reykjavík til Selfoss 2+2 vegur að undanskildum kafla frá Litlu kaffistofunni yfir Hellisheiði og að Kambabrúnum, sem verður 2+1 vegur. Áætlað er að tvöföldunin í heild sinni muni kosta 15,9 milljarða króna. Byrjað verður á fimm kíló- metra kafla frá Lögbergsbrekku að Litlu Kaffistofunni, og einnig litl- um kafla næst Vesturlandsvegi. Talið er að það sé um það bil árs- verk. Einum milljarði verður ráðstafað í verkið á þessu ári. Það ræðst af umferðarþunga á ólíkum vegarköflum hvers kyns gatnamót stendur til að gera á leið- inni. Þannig verða til dæmis gerð mislæg gatnamót við Hafravatns- veg, Heiðmörk, Sólborgarhverfi og Hvammsveg. Flest önnur gatnamót verða í plani. Á blaðamannafundi í gær vegna málsins kom fram að byrjað yrði á vegarkaflanum frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni vegna þess að þar væri undirbúningur lengst kominn og hægt að byrja fyrst. Það hefði þó í sjálfu sér engin áhrif á hvenær byrja mætti á framkvæmd- um á öðrum vegarköflum. Það ræðst af fjárveitingum hve- nær unnt verður að ljúka tvöföldun- inni allri. - sh Hafist verður handa við tvöföldun Suðurlandsvegar síðar á þessu ári: 2+2 vegur að stærstum hluta VEGAMÁLASTJÓRI OG RÁÐHERRA Sam- gönguráðherra fundaði með fulltrúum sveitarfélaga um málið í gær og sagðist hafa mætt stuðningi. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN SKIPULAGSMÁL Fulltrúar minni- hluta Samfylkingar og Vinstri grænna í framkvæmda- og eigna- ráði Reykjavíkurborgar óska skýringa á niðurrifi vatnstanks á Hallsteinshöfða í Grafarvogi. Þeir vilja meðal annars fá því svarað hver tók ákvörðun um nið- urrifið, af hverju litið hafi verið fram hjá óskum íbúa og loforði fyrrverandi borgarstjóra um að útbúa útsýnispall á tanknum og hverjir hafi kvartað undan slysahættu vegna vatnstanksins og hvort þeir hafi tengst fram- kvæmda- og eignasviði með ein- hverjum hætti. Einnig er spurt hvað niðurrifið kostaði. - gar Fyrirpurn í framkvæmdaráði: Vilja svör um horfna tankinn Á HALLSTEINSHÖFÐA Samkvæmt borg- aryfirvöldum var þetta mannvirki rifið vegna slysahættu. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 9° 8° 8° 4° 10° 9° 7° 5° 6° 20° 13° 9° 28° 4° 11° 17° 3° -5 -3 -4 -4 -4 2 3 3 0 -2 -6 10 13 6 8 6 13 5 8 8 13 10 -6 -7 -7 -2Á MORGUN 3-8 m/s LAUGARDAGUR 5-13 m/s HELGARHORFUR Á laugardaginn verður lægð vestan við landið og úrkomu- svæði yfi r landinu. Yfi rleitt snjókoma en þó rigning eða slydda sunnan og vestan til að deginum. Á sunnu- dag snýst vindur í allhvassa norðanátt með éljum nyrðra og eystra en björtu með köfl um syðra. Norðan- áttin viðheldur frosti og kulda á landinu. -4 -1 -4 -5 14 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur DÓMSMÁL Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir að slá vinnufélaga sinn með skóflu í andlitið. Mennirnir voru við mal- bikunarvinnu við Suðurbraut í Hafnarfirði þegar atvikið átti sér stað. Þegar maðurinn fékk skófluna í andlitið féll hann aftur fyrir sig og hafnaði á vörubíl. Hann hlaut vægan heilahristing, auk þess sem hann bólgnaði verulega í andliti, þar sem hann fékk einnig sár og tognaði í baki. Í málinu gerir fórnarlambið þá kröfu að maðurinn verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð tæplega 975 þúsund krónur. - jss Malbikunarmenn við störf: Sló félaga í and- lit með skóflu BANGKOK, AP Taílenskur slökkvi- liðsmaður klæddi sig í búning Köngulóarmannsins á miðviku- dag til að bjarga einhverfum dreng sem sat á svalahandriði og neitaði að koma niður. Á meðan móðirin reyndi að telja ellefu ára gamlan drenginn á fara niður af handriðinu heyrði slökkviliðsmaðurinn, Somchai Yoosabai, mæðginin minnast á dálæti drengsins á ofurhetjum. Hann þaut þá sem leið lá niður á slökkvistöð, vippaði sér í Köngu- lóarmannsgallann, sem hann geymir til að lífga upp á eld- varnaræfingar í skólum, og sneri aftur. Drengurinn tók þá við sér og kastaði sér í fang Yoosabai. - sh Einhverfur drengur í Taílandi: Treysti Köngu- lóarmanninum Í FANGI OFURHETJU Drengurinn var himinlifandi að fá far með Köngulóar- manninum. FRÉTTABLAÐIÐ / AP Stugguðu við björnum Danskar orrustuþotur flugu til móts við tvær rússneskar sprengjuflugvél- ar, svokallaða birni, sem stefndu á íslensku lofthelgina um hádegi í gær. Vélarnar sneru við þegar þær urðu varar við þoturnar, þá voru þær um 80 kílómetra frá landi. Ekki var látið vita um flug bjarnanna fyrirfram. VARNARMÁL Hægt að fresta uppboðum Fasteignaeigendur geta frestað nauð- ungaruppboði til 1. nóvember næst- komandi eftir að Alþingi samþykkti frumvarp dómsmálaráðherra í gær. Með því eru sýslumenn skyldugir til að fresta uppboði ef um er að ræða íbúðarhúsnæði sem skuldari býr í. ALÞINGI Greiðsluaðlögun að lögum Alþingi samþykkti í gær frumvarp dómsmálaráðherra um greiðsluað- lögun. Með lögunum er skuldurum gert kleyft að forðast gjaldþrot, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lögin eru hluti aðgerða stjórnvalda sem hafa það markmið að standa vörð um heimilin í landinu. 40 35 30 25 20 15 10 5 % Fylgi stjórnmálaflokkanna Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 2007 til 25. mars 2009. 8,0 36,6 26,8 14,3 11,7 7,3 36,0 40,2 32,6 14,2 5,9 1,2 19,2 22,1 2,7 12,3 21,7 26,9 33 1,8 12 . m aí 20 07 15 . m aí 20 07 29 . s ep t. 20 07 30 . j an . 2 00 8 23 . f eb . 2 00 8 19 . a pr íl 20 08 21 . j ún í 2 00 8 25 . o kt . 2 00 8 22 . n óv . 2 00 8 22 . j an . 2 00 9 27 . f eb . 2 00 9 11 . m ar s 2 00 9 25 . m ar s 2 00 9 Ko sn in ga r 31,7 29,1 25,8 7,5 Þrír flokkar gnæfa yfir aðra valkosti Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn mælast með mun meira fylgi en aðrir flokkar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Nýju framboðin tvö og Frjálslyndi flokkurinn eru nokkuð frá því að fá mann kjörinn á þing. GENGIÐ 25.03.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 187,9292 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,98 114,52 167,02 167,84 154,14 155 20,69 20,812 17,847 17,953 14,107 14,189 1,1665 1,1733 171,72 172,74 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.