Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 62
46 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. lingeðja, 6. gyltu, 8. vafi, 9. munda, 11. ryk, 12. tala, 14. akstursíþrótt, 16. í röð, 17. að, 18. ból, 20. til dæmis, 21. óska. LÓÐRÉTT 1. lofttegund, 3. tveir eins, 4. ágrip, 5. pili, 7. vífilengjur, 10. angra, 13. veitt eftirför, 15. rotnunarlykt, 16. hrökk við, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. meyr, 6. sú, 8. efi, 9. ota, 11. im, 12. númer, 14. rallý, 16. bd, 17. til, 18. rúm, 20. td, 21. árna. LÓÐRÉTT: 1. óson, 3. ee, 4. yfirlit, 5. rim, 7. útúrdúr, 10. ama, 13. elt, 15. ýlda, 16. brá, 19. mn. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Makríl 2 Ólafur Arnalds 3 Arnar Grétarsson „Jájá, þetta er maður nú að dunda sér við hérna í Keflavíkinni,“ segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, sem aldeilis er ekki dauð- ur úr öllum æðum. Og boðar nú komu hljómsveitarinnar Katrina and the Waves til landsins. Einar er nú önnum kafinn við að undirbúa opnun Officeraklúbbs- ins á vellinum og verður öllu til tjaldað við opnunina: Skítamór- all, Stuðmenn og Valgeir Guð- jónsson, Þú og ég (Helga Möll- er og Jóhann Helgason), Herbert Guðmundsson og þýski teknónas- istinn Micka Frurry. Einar segir Officeraklúbbinn á vellinum vera tvö þúsund fermetra af fjöri og er þegar farinn að leggja drög að öðrum stórviðburðum. Meiningin er að staðurinn verði ekki opinn reglulega heldur aðeins þegar eitt- hvað sérstakt ber til. Og Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva er ofarlega í huga Einars en sjálf- ur var hann þar meðal keppenda þegar dúettinn Two Tricky fór með lag hans til keppni í Parken í Kaupmannahöfn árið 2001. Hlutu reyndar aðeins þrjú stig og lentu í neðsta sæti. En Einar lætur það ekki slá sig út af laginu nema síður sé. „Já, ég ætla að blása til glæsi- legs Eurovision-partýs í Officera- klúbbnum 16. maí. Og fá þá ein- hverja sem hafa unnið keppnina í alvöru. Hljómsveitin Katrina and the Waves tekur lagið.“ Katrina and the Waves sló ræki- lega í gegn á heimsvísu árið 1983 með laginu Walking on Sunshine og starfaði á níunda áratugnum af nokkrum krafti. Hljómsveitin náði ekki að fylgja eftir vinsæld- um Walking on Shunshine fyrr en hún skaut óvænt upp kollinum í Eurovision sem fulltrúi Bretlands árið 1997 með laginu Love Shine a Light og sigraði með fáheyrðum yfirburðum. Einar segir að nú sé verið að sér- sauma búninga á starfsmenn sem verða rúmlega tuttugu í Officera- klúbbnum og er nokkur tilhlökk- un ekki síst á Suðurnesjum vegna fyrirhugaðrar opnunar staðarins. jakob@frettabladid.is EINAR BÁRÐARSON: HVERGI NÆRRI DAUÐUR ÚR ÖLLUM ÆÐUM Katrina and the Waves væntanleg til tónleikahalds KATRINA AND THE WAVES Sló í gegn með laginu Walking on Sunshine, svo aftur þegar hljómsveitin sigraði Eurovision árið 1997 og ætlar að syngja lagið Love Shine a Light í Officeraklúbbnum 16. maí næstkomandi. NORDICPHOTOS/GETTY „Það er Cheerios. Ef ég hef tíma til að fá mér morgunmat þá fæ ég mér það.“ Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona Hin 95 ára goðsögn Pinetop Perkins, sem spilar á Blúshátíð í Reykjavík 7. apríl, vill aðeins borða McDonald´s-hamborgara á meðan á dvöl hans hér á landi stendur. „Hann borðar bara McDon- ald´s og reykir. Það er lykillinn að löngu lífi hans,“ segir Hall- dór Bragason, formaður Blúsfé- lags Reykjavíkur og hlær. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að Pinetop hefði óskað eftir sérstöku reykherbergi á tónleika- staðnum, enda hefur hann reykt meirihluta ævinnar. Sígaretturn- ar virðast þó ekki vera hans eini löstur. Þó hefur hann tekið sig á hvað eitt varðar, því hann hætti að drekka þegar hann var 84 ára gamall. „Þegar hann var að spila með Vinum Dóra var hann fræg- ur fyrir að drekka koníaksflösku á dag,“ segir Halldór. „Til að hann gæti haldið áfram að spila á festi- völum ákvað hann að breyta lífi sínu og fara að vinna í 12 spor- unum á níræðisaldri, geri aðrir betur. Núna fer hann út að labba og er hinn hressasti.“ - fb Pinetop vitlaus í McDonald ś „Þetta verður alveg einstakur kjóll, alveg sérsniðinn að Jóhönnu og það verður bara til einn,“ segir María Björk Sverrisdótt- ir, umboðsmaður Jóhönnu Guð- rúnar, Eurovisionfara Íslands. Að venju ríkir mikil spenna í kringum hverju keppendur klæðast þegar þeir stíga á stóra sviðið enda telja margir að búningarnir skipti ekk- ert síður miklu máli en frammi- staðan sjálf. Þannig vöktu bún- ingarnir sem þau Friðrik Ómar og Regína Ósk klæddust mikla athygli í fyrra en þeir þóttu með eindæmum vel heppnaðir. Hönnunartvíeykið Andersen & Lauth sér um hönnun á kjólnum en fyrirtækið er í eigu tískumóg- úlanna Gunnars Hilmarssonar og Kolbrúnar Petreu Gunnarsdótt- ur. Að sögn Maríu hvílir mikil leynd yfir því hvernig kjóll- inn kemur til með að líta út en hann verður handsaumaður á saumastofu á Indlandi. „Ég held að ég geti alveg lofað því að þetta verður einstak- ur kjóll,“ segir María. „Við erum að vanda okkur eins mikið og við getum,“ segir Margrét Einarsdótt- ir sem er að hanna kjólinn í samvinnu við Gunnar og Kolbrúnu. Margrét upp- lýsir jafnframt að kjóll- inn verði ævintýralegur, ekki einlitur en alveg einstakur. „Það verð- ur ekki til neinn kjóll eins og henn- ar,“ segir Margrét. - fgg Kjóll Jóhönnu handsaumaður á Indlandi EINSTAKUR KJÓLL Jóhanna mun vafalítið taka sig vel út á stóra sviðinu í Mosvku þegar hún flytur lagið Is it True? FREMST Á SÍNU SVIÐI Fata- hönnun Andersen & Lauth hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana en Jóhanna Guðrún mun klæðast sérsniðn- um kjól frá hönnunartvíeykinu. PINETOP PERKINS Blúsarinn aldni spilar á Blúshátíð Reykjavíkur 7. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. NORDICPHOTOS/GETTY Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins bendir nú allt til þess að Spaugstofan verði einn vetur til á Ríkissjónvarpinu þó enn muni ein- hverju á þeim kröfum sem Pálmi Gestsson og félagar setja fram og svo því sem Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri vill borga og þá einnig hversu mörgum þáttum Spaugstof- an þarf að skila. Menn horfa til þess að Spaugstofan er með yfir fimmtíu prósenta áhorf sem og þess að nú fremur en nokkru sinni sé nauðsyn á skopi sem beinist að líðandi stund. Þannig stefnir í að Spaugstofan verði eitt fárra fyrirbæra sem beinlínis hagnast á bankahruninu. Grímur Atlason flokkaflakkari og sveitarstjóri hefur nú gengið til liðs við mussurnar í Vinstri grænum eftir skamma veru í Samfylkingunni og eru Vinstri grænir þegar farnir að hagnast verulega því. Grímur er sjálfum Jonathan Richman innan handar sem mun halda tónleika á Rósenberg 1. apríl. Richman vildi gjarnan spila fyrir menntskælinga en MH-ingar höfnuðu góðu boði sem og MR-ingar þegar á reyndi. Nú hins vegar ætlar Richman að spila fyrir Vinstri græna 2. apríl í kosningamiðstöð þeirra og er þetta í fyrsta skipti sem rukkaður er aðgangseyrir á kosn- ingaskrifstofu eða þúsund krónur. Þriðja umferð ISOP-pókermótsins sem Davíð Rúnarsson knatt- spyrnukappi á veg og vanda að verður í kvöld. Stöðugt eykst aðsóknin en síðast þurfti að vísa tæplega tuttugu manns frá og 88 kepptu á sneisafullum 8 borðum. Sjálfur heldur Davíð því fram að hann sé besti mótaspilari landsins en ætlar, til að halda spennunni, ekki að byrja að spila fyrr en í seinni umferðum en þær eru tíu alls. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FISKI Í DAG ýsuflök, lúðusneiðar laxaflök, fiskréttir hörpuskel, humar, rauðmagi og margt fleira. HUGSUM UM HEILSUNA OG BORÐUM FISK. Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.