Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Þóra Einarsdóttir sópransöngkona dró fram hvítan sumarlegan silki- kjól fyrir lesendur Fréttablaðsins til að lífga upp á hinn svarta vetur sem er að líða undir lok. „Þennan kjól keypti ég á síð- asta ári í verslun sem ég held mikið upp á. Hún heitir Un deux trois og er að finna bæði í París og Berlín,“ segir Þóra sem hefur notað kjólinn heilmikið, sérstak- lega á úti tónleikum erlendis. „Svo var í ég honum á prímadonnutón- leikum í Óperunni um daginn ásamt mörgum öðrum kjólum. Þar vorum við fjórar söngkonur sem skiptum um kjóla fyrir hvert atriði,“ segir Þóra hlæjandi. Þóra klæðist kjólum í starfi sínu sem söngkona og segist eiga þá ófáa. „Þetta er vinnugallinn og maður er alltaf að reyna að finna réttu fötin við rétta tækifærið,“ segir Þóra, sem vill klassíska kjóla sem yfirgnæfa ekki söng- inn. Þóra kaupir flest föt sín í útlönd- um. „Ef maður sér eitthvað álit- legt á maður að grípa tækifær- ið og kaupa það,“ segir Þóra sem hefur ávallt augun hjá sér á ferð- um sínum og hefur gaman af að leita á fornsölum og ýmsum mörk- uðum að flottum flíkum. Þegar Þóra er ekki að syngja á tónleikum er hún þó lítið að spá í tískuna. „Þá er ég í gallabuxum, þægilegum skóm og einhverri peysu, jafnvel flíspeysu,“ segir hún glettin og finnur ekki mikla þörf fyrir að tjá sig með fatnaði dags daglega. „Ég hef hins vegar mjög gaman af tísku sem fyrir- bæri og finnst skemmtilegt að sjá hvað Alexander McQueen og Victor og Rolf eru að gera,“ segir Þóra, sem syngur Mozartaríur á hádegistónleikum í Hafnarborg fimmtudaginn 2. apríl. Auk þess er hún að læra næstu hlutverk sín sem verða í færeyskri óperu sem flutt verður á Listahátíð og í óper- um í Englandi, Sviss og Þýska- landi. „Þá getur maður skoðað kjóla í hléum,“ segir Þóra og hlær hjartanlega. solveig@frettabladid.is Alltaf í kjól í vinnunni Þóra Einarsdóttir söngkona á ógrynni af kjólum, enda eru þeir nokkurs konar vinnugalli í hennar starfi. Hún heillast af tísku en lætur sér þó nægja að klæðast gallabuxum og flíspeysum dags daglega. Þóra velur kjóla sína út frá fagur- fræðilegu sjónarmiði og því hversu þægilegt er að syngja í þeim. Einnig finnst henni kostur ef þeir krumpast ekki, enda er hún oft á faraldsfæti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FYRIRLESTUR undir yfirskriftinni How to build a brand verð- ur haldinn á vegum Fatahönnunarfélags Íslands í Norræna húsinu í dag klukkan 17. Fyrirlesari er Peter Ingwersen, framkvæmdastjóri danska tískufyrirtækisins Noir.                 !""# $% &!''(%#)*+ ,  -. /00-#0* ,  -. nýjar vörur komnar í hús Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 UWAGA KIEROWCY Nastepny kurs na prawo jazdy kategorii C i CE dla Polaków rozpocznie sie 27 marca, jesli zbierze sie wystarczajaca liczba uczestników. Kurs bedzie tlumaczony na jezyk polski. Tel: 5670300 Umhverfisstofnun boðar til ársfundar á morgun hvar rætt verður um umhverfismál ársins 2008. Haldin verða 17 stutt erindi um nokkur þeirra fjölbreyttu verkefna sem stofnunin sinnir. Meðal erinda má nefna landgöngu hvítabjarna, loftslagsmál, brennisteinsvetni, Surtsey á heimsminjaskrá og nýjar áherslur í landvörslu. Kynntu þér starfsemi Umhverfisstofnunar og taktu þátt í að standa vörð um umhverfið. Ársfundur Umhver fisstofnunar 2009 TRAUST, FAGMENNSKA OG ÁBYRGÐ Hefur þú áhuga á umhverfismálum? Allir velkomnir Fundurinn verður haldinn 27. mars að Hótel Loftleiðum, Bíósal. Setning fundar er klukkan 13:15. Umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, mun ávarpa fundinn. Fundarstjóri er Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. www.umhverfisstofnun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.