Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 3. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ELLISMELLIR INDIANA JONES, ROCKY BALBOA OG JOHN RAMBO Á NÝ >> 43 NÚ BYRJAR BALLIÐ Í BÚÐUNUM AÐ GRÆÐA JANÚARÚTSÖLUR >> 24 London. AFP. | Þúsundir Breta koma til með að horfast í augu við gjaldþrot á nýhöfnu ári vegna of mikillar eyðslu í kringum nýliðna jólahátíð, samkvæmt spá breska ráðgjafar- fyrirtækisins Grant Thornton. Nær 30.000 manns verða gjaldþrota fyrstu þrjá mánuði ársins og segja sérfræð- ingar Grant Thornton að þriðjungur gjald- þrotanna verði vegna óhóflegar eyðslu í jóla- innkaupin. Gjaldþrot voru fleiri í fyrra en áður og í fyrsta sinn urðu meira en 100.000 Bretar gjaldþrota á einu ári. Mike Gerrard, yfir- maður deildar sem hefur með persónuleg gjaldþrot að gera hjá Grant Thornton, segir að talan geti hækkað í ár. Staðan hafi verið slæm á þessum tíma í fyrra og aldrei verri en útlitið sé jafnvel enn verra nú. Ýmis atriði hafi þessi áhrif, meðal annars vaxtahækkun, háir reikningar þjónustufyrirtækja og at- vinnuleysi, fyrir utan eyðslu um jólin. Reuters Eyðsla Margir Bretar féllu fyrir freist- ingum og eyddu um efni fram fyrir jólin. Gjaldþrot blasir við Margir Bretar fóru flatt á eyðslunni um jólin FLUGSTOÐIR ohf. og Félag ís- lenskra flugumferðarstjóra (FÍF) undirrituðu um kl. 19 í gærkvöldi samkomulagið sem lá fyrir þegar slitnaði upp úr viðræðum þeirra í fyrrakvöld. Þrír stjórnarmenn úr stjórnum hvors félags undirrituðu. Reiknað er með að flugumferðar- stjórar ráði sig hjá Flugstoðum ohf. í dag. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra kvaðst ánægður með að samkomulag milli deiluaðila hefði náðst. Báðir sáttir Ólafur Sveinsson, formaður stjórnar Flugstoða, sagði að báðir aðilar væru sáttir við samkomulagið og að full þjónusta á flugstjórnar- svæðinu yrði veitt þegar liði á dag- inn í dag. Hann reiknaði einnig með að öll starfsemi á Reykjavíkurflug- velli yrði með eðlilegum hætti þegar liði á daginn. Að sögn Ólafs fjallaði samkomulagið einungis um lífeyris- réttindi flugumferðarstjóra. Hann sagði að aðilar væru sammála um að einbeita sér nú af krafti að rekstri félagsins. Ráða sig í dag til starfa Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, taldi líklegt að þeir flugum- ferðarstjórar sem ekki höfðu ráðið sig til starfa hjá Flugstoðum ohf., 58–60 talsins, gerðu það nú. Þeir gætu farið á starfsmannaskrifstofu Flugstoða um leið og hún yrði opn- uð og skrifað undir ráðningarsamn- ing. Loftur sagði að væntanlega myndu þeir sem ættu að vera á vakt fara beint til starfa. Loftur sagði að nú myndu menn einbeita sér að því að græða þau sár sem urðu til í hörðum átökum. Nú ætluðu menn að vinna saman að framtíð fyrirtæk- isins og flugumferðar á Íslandi. Ánægður með niðurstöðuna Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kvaðst vera þakklátur stjórn og stjórnarformanni Flugstoða fyr- ir að hafa unnið vel og skynsamlega að málinu. Sömuleiðis væri hann þakklátur forsvarsmönnum Félags íslenskra flugumferðarstjóra fyrir að hafa leitt sitt fólk til skynsam- legrar niðurstöðu. Sturla kvaðst ekki telja að deilan hefði neikvæð áhrif á framtíð ís- lenska flugstjórnarsvæðisins. Það hvernig samgönguyfirvöld og for- svarsmenn Flugstoða tóku á málinu í góðu samstarfi við menn hjá Al- þjóðaflugmálastofnuninni sýndi í hve góðum höndum þetta verkefni væri hjá okkur Íslendingum. | 6 Samkomulagið var undirritað í gærkvöldi Ljósmynd/jt Heimsótti Flugstoðir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti starfsmenn Flugstoða í gær. Full þjónusta verður veitt á flugstjórnarsvæðinu þegar líður á daginn Í HNOTSKURN » Flugstoðir ohf. tóku tilstarfa 1. janúar og sjá um flugvallarekstur og flug- leiðsöguþjónustu fyrir inn- anlandsflug og alþjóðlegt flug yfir N-Atlantshafi. » Flugumferðarstjórarvildu njóta sömu kjara og réttinda og þeir höfðu hjá Flugmálastjórn Íslands. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að brjósta- krabbameinsmiðstöð fái stað inni á nýju Landspítala – háskólasjúkra- húsi (LSH). Í miðstöðinni verði m.a. sinnt skimun, rannsókn, greiningu, meðferð og endurhæf- ingu sjúklinga sem fengið hafa brjóstakrabbamein sem og annarri þjónustu, s.s. stuðningi við sjúk- linga og aðstandendur. Í dag eru þessir þættir þjónustunnar dreifð- ir sem veldur töfum og óþægindum fyrir sjúklinga sem og heilbrigðis- starfsfólk. Greining auðvelduð Skimun, m.a. myndataka, fer fram hjá Leitarstöð Krabbameins- félagsins í Skógarhlíð en meðferð á LSH. Þurfa skurðlæknar m.a. að fara vikulega til Leitarstöðvarinn- ar að skoða röntgenmyndir. Sjúk- lingar geta á aðgerðardegi þurft að fara bæði á sjúkrahúsið og í Leit- arstöðina. Þá fara frumugreining- arrannsóknir fram í Glæsibæ. Að- gengi fagfólks að öllum gögnum á sama stað mun að mati LSH auð- velda alla greiningu og stytta bið- tíma sjúklinga. Mikilvægt sé að samræma betur en nú er gert myndatöku, sýnatöku og úrvinnslu úr slíkum rannsóknarniðurstöðum svo og meðferð. Náið samstarf meðferðaraðila Brjóstamiðstöðvar hafa rutt sér til rúms víða í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum á undanförnum árum sem svar við óskum sjúklinga um heildræna meðferð og að allir meðferðaraðilar starfi náið saman, að sögn Jóhannesar M. Gunnars- sonar, lækningaforstjóra LSH.  Skimun | 12 Brjóstakrabbameinsmiðstöð verði á nýja sjúkrahúsinu Skimun, leit og meðferð við brjósta- krabbameini verði öll á sama stað Brjóstamiðstöð Með miðstöðinni styttist biðtími sjúklinga. Bagdad. AFP. | Haider Majeed, talsmaður upplýsingaskrifstofu forsætisráðherra Íraks, staðfesti í gær að vörður við aftöku Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, hefði verið handtekinn vegna mynd- skeiðs sem birtist síðar af hengingunni á Netinu. Saddam var tekinn af lífi skömmu fyrir dögun á laugardag og skömmu síðar birt- ist myndskeið frá atburðinum á Netinu. Myndskeiðið var tekið á farsíma og á því sést m.a. að gerð voru hróp að Saddam rétt fyrir aftökuna. Myndskeiðið féll í grýttan jarðveg hjá súnnítum í Írak og í gær hóf ríkisstjórnin rannsókn á töku og dreifingu myndskeiðs- ins með fyrrgreindum árangri. Mínútur og ár Aftakan hefur víða verið gagnrýnd en síðustu daga hefur athyglin beinst að um- ræddu myndbandi og þó nokkur umræða verið um það. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins í Washington, sagði í gær að svo virtist sem margir hefðu áhyggjur af síðustu tveimur mínútunum í lífi Saddams Husseins en ekki eins miklar áhyggjur af fyrstu 69 árum lífs hans, þegar hann myrti hundruð þúsunda manna. „Þess vegna var hann tekinn af lífi,“ sagði hann. Vörður handtekinn vegna mynda frá aftöku Saddams ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.