Morgunblaðið - 04.01.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.01.2007, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Júlíana ÞorlaugGuðmundsdóttir Aspelund fæddist á Ísafirði 11. desem- ber 1913. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. des síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, bak- ari á Ísafirði og síð- ar í Reykjavík, f. 6. maí 1880, d. 13. febrúar 1932, og Nikolína Henrietta Katrín Þorláksdóttir, húsfreyja, f. 9. júní 1884, d. 14. nóvember 1959. Systkini Júlíönu voru níu. Látin eru Leifur Guðmundsson, f. 1910, d. 1986, Jónína Elín Guð- mundsdóttir, f. 1912, d. 2003, Guðni Þorláksson Guðmundsson, f. 1915, d. 1991, Þorlákur Guð- mundsson, f. 1917, d. 1999, Karl Reynir Guðmundsson, f. 1922, d. Eddu og Auði og átta barnabörn. 2) Edda, f. 17. sept. 1939, maki Þorsteinn Rúnar Sörlason, f. 17. sept 1938, og eiga þau þrjú börn, Georg Arnar, Guðrúnu og Lilju Björk og þrjú barnabörn. 3) Sigrún, f. 11. apríl 1946, maki Hrafnkell Helgason, f. 28. mars 1928, fyrrverandi maki hennar er Ríkarður Másson, f. 29. jan. 1943, og eiga þau einn son, Ríkarð Má og tvö barnabörn. Erna, f. 15. júlí 1949, fyrrverandi maki hennar er Hans Guðni Magnússon, f. 30. nóv. 1945, börn þeirra eru Júl- íana Þorlaug, Berglind Bára, Hel- ena og Davíð Örvar, og eiga þau sjö barnabörn. 4) Elín, f. 12. jan 1955, maki Þorkell Guðmundsson, f. 28. sept. 1951 og synir þeirra eru Georg og Baldvin Orri og eiga þau þrjú barnabörn. Júlíana vann við heimilisstörf frá því þau hjónin hófu búskap árið 1935, eftir að hún varð ekkja árið 1972 vann hún við mötuneyt- ið hjá Norrænu eldfjallastöðinni. Júlíana hélt heimili til ársins 2005 er hún flutti á hjúkrunarheimilið Eir. Útför Júlíönu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1995, Anna Guð- mundsdóttir, f. 1928, d. 2006, og á lífi eru Bryndís Guðmunds- dóttir, f. 1920, Inga Lovísa Guðmunds- dóttir, f. 1923, og Ágúst Valur Guð- mundsson, f. 1926. Hinn 11. des 1936 giftist hún Georg Aspelund járn- smíðameistara, f. 15. febrúar 1915, d. 23. mars 1972. For- eldrar hans voru Sigrún Aspelund Edwald, f. 6. febrúar 1890, d. 3. júlí 1982, og Einar Hjaltested, f. 28. maí 1898, d. 29. júní 1961. Júlíana og Georg eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Axel, f. 6. ágúst 1935, maki Linda L. Dean, f. 8. mars 1943, fyrrver- andi maki hans er Guðleif Gunn- arsdóttir, f. 18. sept. 1936, og eiga þau þrjár dætur, Önnu, Þegar við systkinin kveðjum nú móður okkar er okkur efst í huga þakklæti fyrir þá umhyggju og ást- úð er hún sýndi okkur alla tíð. Hún var okkur ætíð skilningsrík, hjálpsöm og hið örugga athvarf, sem alltaf var hægt að leita til. Hún var skapgóð kona með eindæmum. Alltaf tókst henni að miðla málum á milli okkar systkinanna. Við erum fimm, fædd á tuttugu árum og það elsta að flytja að heiman þegar það yngsta fæddist. Hún brýndi fyrir okkur að deilumál skyldu leyst með skynsamlegum við- ræðum, en ekki með ofstopa. Það líð- ur okkur ekki úr minni hversu gott við höfðum það í heimahúsum, alla virka morgna vakinn með morgunmatnum í rúmið. Þetta sagðist hún gera til þess að hafa frið í eldhúsinu. Mamma mundi vel alla afmælis- daga nánustu ættingja sinna, bæði hún og systkini hennar héldu upp á slíka daga. Henni þótti miður ef við börnin héldum ekki þessum sið. Mamma átti ekki aðeins okkur, hún átti einnig níu systkini. Alla tíð var af- ar kært á milli þeirra og samband þeirra náið, næstum með eindæmum. Þau virtust hafa einhverja dularfulla boðleið sín í millum. Af þessum stóra og samstæða systkinahópi eru nú aðeins þrjú á lífi. Pabba okkar misstum við alltof snemma, hann lést aðeins 57 ára gam- all. Það var að sjálfsögðu mömmu og okkur öllum mikið áfall. Við systkinin eigum margar góðar minningar um pabba okkar. Eldri systkinin minnast meðal annars fjölda góðra stunda með mömmu og pabba í sumarhúsi þeirra uppi við Vatnsenda, og við hin yngri eigum fagrar minningar um ótal ferðalög með þeim. Oft var ekið til Þingvalla, stundum voru ferðirnar lengri og þá gist í tjaldi. Eftir lát pabba starfaði mamma í mörg ár sem matráðskona hjá Nor- rænu eldfjallastöðinni. Allt þetta góða fólk varð vinir hennar og sýndi henni alltaf mikla tryggð og ræktarsemi, hún hafði mikla ánægju af störfum sínum þar og sérlega fannst henni gaman að ferðast á vélsleða með þessu ágæta fólki í rannsóknarleið- angra um öræfi Íslands, þá komin um sjötugt. Öllu þessu góða fólki hjá Nor- rænu eldfjallastöðinni sendum við systkinin alúðarþakkir. Mörg síðustu árin sín bjó mamma í Stigahlíð 16 og undi þar hag sínum vel og sá að mestu um sig sjálf. Síðasta æviár sitt dvaldi hún á Hjúkrunar- heimilinu Eir og hlaut þar góða umönnun og fyrir það viljum við einn- ig senda alúðarþakkir. Vissulega áttum við góð æsku- og uppvaxtarár á heimili foreldra okkar á Laugarteignum. Erum við þeim ævarandi þakklát. Við biðjum algóðan Guð um að blessa minningu hennar og varðveita hana í nýjum heimkynn- um. Axel, Edda, Sigrún, Erna og Elín. Það er komið að kveðjustund. Elsku amma er látin og á stundu sem þessari koma margar góðar minning- arnar upp í hugann. Minningarnar um góða konu sem lifði á miklu um- hleypingaskeiði í mannkynssögunni og upplifði meðal annars heimsstyrj- aldir og alheimskreppu. Hún var Reykvíkingur í húð og hár, fæddist reyndar á Ísafirði en fluttist barnung til Reykjavíkur þar sem hún bjó til dauðadags. Ein af æskuminningum mínum tengist því þegar við heimsóttum ömmu í vinnuna í Norrænu eldfjalla- stöðinni. Það fannst mér mjög merki- legur vinnustaður. Ekki síst vegna þess að þegar eldfjöllin gusu þá var henni oft boðið með í flug yfir eld- stöðvarnar. Hún ferðaðist nokkuð um ævina og ekki eru nema átta ár síðan hún var síðast á faraldsfæti og heim- sótti okkur til Danmerkur, þá 85 ára gömul. Amma var höfðingi heim að sækja og átti alltaf nóg með kaffinu. Hún var snillingur í bakstri og bakaði ófáar terturnar fyrir brúðkaup og aðra stórviðburði. Þetta voru rjómartert- ur, hnallþórur á þriggja hæða diski, skreyttar hinum fegurstu blómum sem hún bjó til af natni úr marsipani. Já, hún amma var virkilega handlag- in. Fyrir ekki lengra en níu árum prjónaði hún buxur, íslenska lopa- peysu og húfu úr örfínu lopagarni á barbídúkkur dætra minna, þar hefur svo sannarlega legið mikil vinna að baki. Munum við varðveita þessi lista- verk. Það var einkennandi fyrir ömmu hvað hún var kát og hress og hlát- urinn hennar, þessi dillandi hlátur, yljar mér enn þegar ég minnist hans. Það var ómetanlegt að fá að hafa hana hjá okkur á aðfangadagskvöld. Að hún gat verið með okkur í matnum og tekið þátt í spennunni í kringum möndlugrautinn og við að opna gjaf- irnar. Það er svo gott að vita til þess að hún var hress og kát til hinnar hinstu stundar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Það eru mikil forréttindi að hafa átt góða ömmu og fá að njóta hennar svo lengi. Ég er mjög lánsöm. Elsku amma mín, Guð geymi þig. Júlíana Þorlaug. Elsku amma Dúlla, ekkert okkar grunaði að þú myndir kveðja þennan heim svo snögglega. Þrátt fyrir háan aldur varst þú lífsglöð, glaðlynd og hraust. Þegar við systkinin settumst niður til að rita þér okkar hinstu kveðju komu fyrst upp í huga okkar allar þær kræsingar sem þú hefur borið á borð fyrir okkur sem og aðra. Þá ber fyrst að nefna þína víðfrægu marengstertu og sandköku. Besta hrós sem við gát- um fengið þegar við höfðum spreytt okkur á uppskriftum frá þér var ef kakan líktist „ömmusandköku“ eða að marengsinn væri eins og hjá þér. Þú varst svo dugleg að segja okkur sögur frá þinni bernsku. Sagan um það þegar móðir þín flutti ein með tíu börn á Bergþórugötuna er okkur minnisstæðust. Einnig frásagnir um það hvað tímarnir hafa breyst, þú minntir okkur á það að þegar þú varst ung þurfti að ganga með þvottinn inn í Laugardal til að þvo. Þessar frásagnir þínar eru líka góð áminning fyrir okk- ur um að gleyma okkur ekki í kapp- hlaupi um veraldleg gæði, heldur þakka fyrir það sem við höfum. Alveg fram á þinn síðasta dag minntir þú okkur á hversu dýrmætt það er að búa við góða heilsu. Þú tal- aðir oft um það hversu þakklát þú værir fyrir afkomendur þína og að þeim farnaðist svona vel í lífinu. Elsku amma, við kveðjum þig í dag en minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Samferðamenn, gjörist glaðir, grátið ekki dauða minn. Heim mig kallar himnafaðir, nú hættir störfum líkaminn. En ekki þrjóta andans leiðir ykkur þó ég skilji við. Nú eru vegir nógu greiðir, nú er líf mitt fullkomið. Gangið því til grafarinnar glaðir, burt frá þessum stað, ár eru talin ævi minnar en andinn lifir, munið það. Þegar líkams brestur bandið bikar hérlífs tæmið þið, svífið yfir á sólarlandið, saman aftur búum við. (Höf. ók.) Guð geymi þig. Georg Arnar Þorsteinsson, Guðrún Þorsteinsdóttir og Lilja Björk Þorsteinsdóttir. „Haldið þið að það komi ekki örugglega einhver að sækja mig?“ sagðir þú við okkur þegar við kvödd- umst á Þorláksmessu og fullvissuðum við þig um að svo væri. En að þú yrðir sótt svo langt að flaug okkur ekki í hug heldur vorum við með jólaboðin í huga sem framundan voru og sem þú fékkst að njóta til fulls án vísbend- ingar um þá löngu ferð sem þú svo lagðir af stað í að kveldi annars dags jóla, að jólaboðunum loknum. Ég ímynda mér að afi hafi nú viljað fá þig til sín í jólaboð eftir langa bið og sennilegast þurfti hann líka að fá þig til sín til að aðstoða hann við að vaka yfir vaxandi fjölda afkomenda ykkar sem nú eru um 48 og allir við góða heilsu. Ef þín góðu heilsugen hafa skilað sér til okkar hinna þá erum við heppin og eigum langa ævi fyrir höndum, en 93 ár eins og þú átt að baki, hress og lífsglöð fram á síðustu stund, eru þvílík guðsgjöf að varla er hægt að fara fram á annað eins. Nú ert þú komin í faðm afa, genginna systkina þinna og foreldra og er ég viss um að þið hafið átt góða endur- fundi. Hvíl í friði, elsku amma mín, þú munt lifa í hjörtum okkar uns við hitt- umst á ný á himninum með hinum englunum. Elsku mamma, Edda, Sigrún, Elín og Axel, guð gefi ykkur styrk og huggun við sáran móðurmissi. Bless- uð sé minning ömmu Dúllu. Berglind Bára og fjölskylda. Elsku amma Dúlla, það yrði alltof mikið mál að fara að skrifa allar eða bara brot af þeim minningum sem ég á um þig. Ég var svo lánsamur að fá að alast upp að hluta hjá þér. Þær voru marg- ar ferðirnar með strætó (Grandi – Vogar) frá Þingholtunum og inn í Álf- heima því frá þínu heimili byrjaði ég mína skólagöngu og segja má að ég hafi endað hana einnig frá þínu heim- ili rúmlega 20 árum síðar. Þú varst alltaf í næsta nágrenni, sönn amma. Það var alveg sama hvert við flutt- um, eða þú fluttir, það var alltaf stutt að hjóla til þín og fá fiskibollur eða sandköku svo ekki sé nú minnst á marengstertuna frægu. Þetta breytt- ist ekkert eftir að ég stofnaði heimili, þá hringdir þú bara og bauðst okkur að koma og borða eða að koma við og taka bollur í poka og fara með heim. „Á ég að búa til sósu líka?“ sagðir þú stundum. Samverustundirnar okkar voru margar og góðar og nú síðast á jóla- dag þegar þú komst heim til okkar Lilju í mat. Það var glatt á hjalla er þú söngst með börnunum okkar jólalögin og þau dönsuðu kringum jólatréð, þú hafðir engu gleymt hvað jólalögin og hreyfingarnar varðaði og hlógum við mikið og skemmtum okkur vel. Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, Lilju og börnunum okkar, Ásthildi Ólöfu og Ragnari Má. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Elsku amma Dúlla, takk fyrir allt. Ríkarður Már og fjölskylda. Elsku amma Dúlla, að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og komir ekki aftur er hreint ótrúlegt. Við sem skemmtum okkur svo vel saman í Súluhöfða á jóladag með ömmu Sigrúnu, Hrafnkatli og Kötu frænku, sungum og dönsuðum í kringum jólatréð. Svo keyrðum við pabbi þig heim á Eir um kvöldið og þú talaðir alla leiðina og hlóst mikið. Svo komum við á Eir og þú gast ekki beðið með að segja Þóru vinkonu þinni og herbergisfélaga frá því hvað þú hefðir verið að gera og hlóst mikið. Þú varst svo ánægð með lífið og það var svo gaman að sjá þig brosa og hlæja svona mikið. Við kvöddum þig með brosi og hlátrasköllum og sögðum: „Við sjáumst á gamlársdag.“ Ég man vel eftir því þegar við pabbi komum svo oft í hádeginu og fengum fiskibollurnar sem þú bjóst svo oft til. Þær voru bestu fiskibollur sem ég hef fengið. En, amma mín, það var svo gott að hafa fengið að kynnast þér og eyða svona miklum tíma með þér. Ég mun aldrei gleyma öllu sem þú kenndir mér þegar ég var svo oft í pössun hjá þér. Þú hugsaðir svo vel um alla og vildir að öllum liði vel. Einnig varstu alltaf svo glöð og ánægð með allt saman. Það var svo gott að vera hjá þér, það er erfitt að vita að maður geti ekki lengur heim- sótt þig og spjallað við þig í símann. En ég veit að þér líður miklu betur núna og ert komin til afa Georgs. Það er gott að geta hlýjað sér við allar minningarnar okkar. Guð veri með þér, elsku amma Dúlla. Ég elska þig og mun alltaf gera. Ég veit þú vakir yfir mér. Með þakklæti. Ásthildur Ólöf Ríkarðsdóttir. Ég minnist ömmu Dúllu sem sterkrar og duglegrar konu. Hún bjó ein frá því afi dó árið 1972. Hún hafði yfir sér mikla reisn. Hún hélt fallegt heimili sem ávallt var fastur sam- komustaður fjölskyldunnar. Ég kveð nú hana og hennar einstaka heimili með þakklæti fyrir allar samræður um fyrri daga, ásamt jákvæðum og styrkjandi orðum hennar sem ég geymi með mér. Helena Hansdóttir. Elsku langamma Dúlla. Við mun- um aldrei gleyma þér og við geymum allar fallegu minningarnar um þig í hjörtum okkar. Þú varst alltaf svo góð. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér á að- fangadagskvöld og eiga þar góðar stundir með þér. Það tekur okkur svo sárt að kveðja þig, en við vitum að þetta var líklega best, nú ferðu til himna þar sem Georg langafi tekur þér opnum örmum. Guð blessi þig. Megir þú hvíla í friði, elsku besta langamma Dúlla. Þín, Snæfríður, Sóllilja og Ernir. Elsku langamma Dúlla, mikið urð- um við leið þegar mamma og pabbi sögðu okkur að þú værir dáin. Við vorum í heimsókn hjá þér sama dag og þú kvaddir þennan heim og þú varst svo hress og kát. Við trúum því að Guð taki á móti þér og leiði þig á nýjar slóðir. Með sálmi eftir Steingrím Thor- steinsson kveðjum við þig, elsku langamma. Fallega minningin um þig mun lifa með okkur. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Þýð. Steingr. Thorst.) Guð geymi þig. Katrín Ósk, Kolbrún Eik og Róbert Orri. Elsku amma, það er sárt að sakna og það veit ég að við sem þig syrgjum eigum eftir að sakna þín. Það vitum við líka að eftir langan aðskilnað verða fagnaðarfundir, þú hefur horft á eftir ástvinum í gegnum árin en nú hefur þú endurheimt þá, þú ert sátt. Lífsviðhorf þitt og styrkur hefur veitt afkomendum þínum og vinum kraft sem seint mun þverra. Sú hjálp sem þú veittir mér er óendanleg og vafalítið mun meiri en maður áttar sig á. Með nærveru, hvatningu og hlýju hefur þú gefið mér eitthvað sem verð- ur ekki þakkað í orðum heldur ein- göngu með því að lifa eftir því sem þú hefur kennt. Það er mitt og annarra afkomenda þinna að halda minningu þinni við og bera áfram hlýju þína og gæsku. Amma mín, mikið þakka ég fyrir að hafa fengið að vera með þér á að- fangadagskvöld. Mikið er ég þakklát- ur fyrir það að hafa séð þig tveimur dögum fyrir fráfall þitt svo ánægða og glaða eins og þú varst alltaf, fram á síðasta dag. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín en það er huggun harmi gegn að á endanum munu verða fagnaðarfund- ir, hafðu það gott þangað til. Davíð Örvar Hansson. Elsku amma, við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um þig og þann tíma sem við áttum með þér. Minningar sem gott er að eiga þegar hugurinn leitar til þín. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þig í Stigahlíðina og hlusta á sögur af þér á þínum yngri árum í Reykjavík. Ógleymanlega stund áttum við saman þegar þú passaðir okkur bræðurna þegar mamma og pabbi fóru til út- landa og þú bakaðir bestu snúða í heimi. Takk fyrir allt, elsku amma, allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Georg og Baldvin. Júlíana Guðmunds- dóttir Aspelund

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.