Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gaza-borg. AFP. | Palestínskir emb- ættismenn í öryggislögreglunni hvöttu í gær útlendinga á Gaza- svæðinu til að koma sér burt þar sem hætta væri á, að þeim yrði rænt eins og einum ljósmyndara AFP-frétta- stofunnar. Ljósmyndaranum Jaime Razuri var rænt fyrir þremur dögum fyrir framan aðsetur fréttastofunnar í Gaza-borg en í gær hafði enginn hóp- ur eða samtök gengist við mannrán- inu. Palestínsku embættismennirnir sögðu, að þeir hefðu fengið fréttir af því, að fleiri mannrán væru á döfinni og því hefðu þeir hvatt alla útlend- inga, einkum frá Bandaríkjunum og Evrópu, til að forða sér. Talsmaður UNRWA, Flóttamannastofnunar Palestínu, sagði hins vegar, að ekki stæði til, að starfsmenn hennar færu burt. Ríkisstjórn Hamas-samtakanna í Palestínu sagði í yfirlýsingu í gær, að brottnám útlendinga væri til þess eins fallið að sverta Palestínumenn í augum umheimsins og skoraði stjórnin á mannræningjana að sleppa Razuri án tafar. Sagt að flýja Gaza GESTIR og gangandi njóta snjólistaverkanna á al- þjóðlegu íslistahátíðinni í borginni Harbin í Heil- ongjiang-héraði í norðausturhluta Kína í gær. Verkin á hátíðinni í ár þykja óvenjuvönduð og fjölbreytileg. Reuters Virða fyrir sér snjólistaverkin Gæði, fagmennska og gott úrval 25% afsláttur af jakkafötum, stökum jökkum , stökum buxum og yfirhöfnum. Vorum að taka til notkunar fyrstu tölvuna, IBM 632. Mogadishu. AFP, AP. | Yfirvöld í Kenýa hafa lokað landamærum landsins að Sómalíu til að hindra að fleiri flótta- menn geti komist til Kenýa, að sögn utanríkisráðherra landsins í gær. Fyrr um daginn létu yfirvöld í Kenýa flytja 420 sómalska flótta- menn aftur yfir landamærin, að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Flóttafólkið, aðallega kon- ur og börn, var flutt úr bráðabirgða- búðum í Kenýa. Margir Sómalar hafa flúið yfir landamærin síðustu daga vegna átaka milli íslamista og hersveita bráðabirgðastjórnar Sómalíu, en þær njóta stuðnings eþíópískra her- manna. Talið er að leiðtogar íslam- istanna séu í felum nálægt landa- mærunum að Kenýa og sómalski stjórnarherinn sagði í gær að enginn þeirra hefði verið tekinn til fanga. Fulltrúar nokkurra Evrópuríkja – Bretlands, Ítalíu, Noregs, Svíþjóðar og Þýskalands – komu saman í Brussel í gær til að ræða hvernig þau gætu stuðlað að friði í Sómalíu. Í ráði er að embættismenn frá Evrópu- löndunum ræði síðan við fulltrúa Bandaríkjanna, Tansaníu, Samein- uðu þjóðanna, Afríkusambandsins og Arababandalagsins í Nairobí á morgun. Embættismennirnir ætla að ræða áform um að senda afrískt friðar- gæslulið til Sómalíu. Úganda er eina landið sem hefur lofað að senda her- lið til Sómalíu – allt að þúsund her- menn. Þúsundir eþíópískra hermanna eru enn í Sómalíu eftir að hafa að- stoðað stjórnarher landsins við að hrekja vopnaða liðsmenn íslamist- anna frá Mogadishu og fleiri stöðum sem þeir höfðu náð á sitt vald. For- sætisráðherra Eþíópíu, Meles Zen- awi, sagði á þingi landsins að hann vonaðist til þess að hægt yrði að kalla eþíópísku hermennina heim innan hálfs mánaðar. Forsætisráð- herra sómölsku bráðabirgðastjórn- arinnar sagði hins vegar að þörf yrði á eþíópíska herliðinu í nokkra mán- uði í viðbót. Kenýamenn loka landa- mærunum að Sómalíu Flóttafólki meinað að fara af átakasvæðunum til Kenýa Í HNOTSKURN » Forsætisráðherra bráða-birgðastjórnar Sómalíu sagði á þriðjudag að átökunum í landinu væri að mestu lokið. » Íslamistarnir sögðust þóætla að halda áfram bar- áttu sinni gegn bráðabirgða- stjórninni og eþíópíska herlið- inu sem var sent til að aðstoða hana. » Ýmislegt benti til þess ígær að stjórnarherinn hefði ekki unnið fullnaðar- sigur. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÖRYGGISGÆSLAN var gífurleg þegar Börkur Gunnarsson, fyrrver- andi upplýsingafulltrúi NATO í Írak, sem starfaði á vegum íslensku frið- argæslunnar, gekk inn í áhorfenda- stúkuna að salnum þar sem réttað var yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, sem var hengdur á laugardag fyrir glæpi gegn írösku þjóðinni. Þetta var í maí á liðnu ári og aðeins tíu manns, auk fjölmiðla- manna, viðstaddir yfirheyrslurnar sem Börkur varð vitni að. Hann segir öryggisgæsluna hafa verið mikla. „Ég fór með almannatengslamanni frá bandaríska sendiráðinu en svo voru þarna nokkrir Írakar sem höfðu sínar sögur að segja af hryllingnum sem þeir höfðu upplifað í stjórnartíð Saddams. Þetta var innan græna svæðisins í Bagdad, þar sem örygg- isgæsla er ströng, en samt vorum við látnir fara inn í geislunartæki sem var eins og sívalningur í laginu.“ Hann segir reynsluna af réttar- höldunum ógleymanlega. „Það var magnað að sjá Saddam sjálfan. Það var skrýtið að sjá einræðisherrann sem gamlan og kurteisan mann sem hlýddi fyrirmælum óvopnaðra stráklinga í einu og öllu. Hann bað tvisvar um orðið en var hafnað í bæði skiptin. Hálfbróðir hans var með hon- um og fjórir aðrir sakborningar.“ Að sögn Barkar var allur gangur á því hvernig Írakar ræddu um rétt- arhöldin, sjítar hafi viljað að Saddam yrði líflátinn en súnnítar viljað að máli fyrrum leiðtoga síns lyki sem fyrst. Saddam „reffilegur karl“ Steinar Þór Sveinsson leysti Börk af hólmi í maí og notaði tækifærið í lok september til að verða viðstaddur einn dag þessara frægu réttarhalda. Steinar, sem var heima á Íslandi í jólafríi þegar dauðadóminum yfir Saddam var fullnægt, segir glervegg hafa skilið stúkuna frá salnum þar sem Saddam hafi setið fyrir neðan. „Við vorum á annarri hæð og fyrir neðan okkur búr þar sem frétta- mennirnir höfðu aðsetur. Það fór heill dagur í þetta. Réttarhöldin hófust klukkan tíu og þeim lauk um fjög- urleytið með hádegishléi. Saddam var reffilegur karl sem bar sig vel. Með honum voru hálfbróðir hans og sak- borningar. Það sem fór fram í salnum var þýtt yfir á ensku og eftirminnilegt þegar hann benti á útskorna vog rétt- lætisins á vegg fyrir aftan dómarann og sagðist ekki njóta fulls réttlætis. Saddam var ekki með nein ólæti eða framíköll líkt og hann hafði gert og átti eftir að gera í þessu langa ferli sem réttarhöldin voru. Það var sögu- legt að sjá manninn en þetta var skammt frá þar sem ég bý á græna svæðinu.“ Steinar segir flesta súnníta, trú- brotið sem fór með stjórn Íraks í tíð Saddams, ekki hafa viðurkennt rétt- arhöldin. Þegar liðið hafi á þau hafi honum fundist sem fólk teldi að þeim myndi ljúka senn með dauðadómi yfir Saddam sem og varð raunin. „Magnað að sjá Saddam“ Börkur Gunnarsson Steinar Þór Sveinsson Íslenskir upplýsingafulltrúar NATO viðstaddir réttarhöldin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.