Morgunblaðið - 04.01.2007, Page 18

Morgunblaðið - 04.01.2007, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Innritun virka daga frá kl. 16.00 - 20.00 í síma 551 3129 og allan sólarhringinn á heidarast@visir.is Reykjavík Mosfellsbæ Halló! Halló! Kennum í félagsheimili Þróttar, Laugardal. 14 vikna námskeið hefst þriðjudaginn 9. janúar. Salsanámskeið í 6 vikur: Verðum með gestakennara frá Kúbu. Fyrir börn yngst 4 ára: Barna og samkvæmisdansar Unglingar: Það nýjasta í Hip Hop og öðrum unglingadönsum. Hjón og pör: Allir venjulegir samkvæmisdansar. Skýrum út tónlist og takt og kennum nemendum að þekkja hvað á að dansa eftir hinum ýmsu lögum. Kennarar: Heiðar, Svanhildur, Ingibjörg, Harpa og Erla. Fín fjárfesting á lágu verði. Bagdad. AFP, AP. | Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í við- tali sem birt var í gær að sér líkaði ekki embættið og kvaðst helst vilja láta af störfum áður en kjörtíma- bilinu lyki. Maliki hefur verið gagnrýndur í Bandaríkjunum fyrir að grípa ekki til harðra aðgerða gegn vopnuðum hópum sjíta í Írak. Í viðtali við Wall Street Journal sagði hann að það væri „óhugsandi“ að hann gegndi embættinu annað kjörtímabil. „Ég óska þess að ég gæti jafnvel losnað úr því áður en þessu kjörtímabil lýk- ur. Ég vildi ekki taka við þessu emb- ætti. Ég samþykkti það aðeins vegna þess að ég taldi að það myndi þjóna hagsmunum þjóðarinnar.“ Maliki tók formlega við embætt- inu til fjögurra ára í maí eftir að flokkar súnní-araba og Kúrda neit- uðu að fallast á annan mann sem flokkar sjíta höfðu tilnefnt í embætt- ið. Súnní-arabar hafa gagnrýnt Mal- iki harðlega fyrir að hafa ekki gert nóg til að leysa upp vopnaða hópa sjíta og umdeild aftaka Saddams Husseins á laugardag hefur einnig grafið undan stjórn Malikis. Tvær aftökur í dag Írösk stjórnvöld tilkynntu í gær, að Barzan al-Tikriti, hálfbróðir Saddams og fyrrverandi yfirmaður írösku leyniþjónustunnar, og Awad Ahmed al-Bandar, æðsti dómari byltingarréttarins í valdatíð Sadd- ams, yrðu teknir af lífi í dag. Voru þeir dæmdir til dauða fyrir sömu sakir og Saddam, morð á 148 sjítum í þorpinu Dujail árið 1982. Maliki segist vilja losna úr embætti forsætisráðherra Í HNOTSKURN » Talsverð togstreita hefurverið milli Malikis og Bandaríkjastjórnar. » ÞjóðaröryggisráðgjafiBandaríkjaforseta sagði í minnisblaði, sem upplýsingar úr láku í fjölmiðla í fyrra, að Maliki vildi verða sterkur leið- togi en vissi ekki hvernig hann ætti að fara að því. Bush hefur þó lýst yfir stuðningi við hann. MILLJÓNIR hindúa böðuðu sig í helgum fljótum Ind- lands þegar ein af fjölmennustu reglulegu hátíðum heims, Kumbh Mela, hófst þar í gær. Nokkrir þeirra baða sig hér í Ganges-fljóti við borgina Allahabad. Engin trúarhátíð í heiminum á sér jafnlanga samfellda sögu og Kumbh Mela sem er a.m.k. 5.500 ára gömul. Reuters Milljónir hindúa baða sig í Ganges HUGVEITAN Migrationwatch UK fullyrðir í nýrri rannsókn að hagur bresks almennings af vinnuframlagi hundraða þúsunda innflytjenda, sem hafi flust til landsins á síðustu árum, sé miklu minni en stjórnvöld áætli. Breska dagblaðið Daily Telegraph gerði niðurstöðurnar að umfjöllunar- efni í gær en þar sagði að efnahags- legt framlag innflytjenda jafngilti 2,10 pundum, eða um 274 krónum, á hvern af um 60 milljón Bretum, eða alls um 17,3 milljörðum ísl. króna. Stjórn Tonys Blairs forsætisráð- herra er hins vegar sögð hafa fullyrt að hagurinn af innflytjendum væri sem næmi um 550 milljörðum króna. „Mesta ávinninginn hljóta innflytj- endurnir sjálfir sem geta sent um tíu milljónir punda [1,37 milljarða króna] til heimalands síns á dag,“ hafði blaðið eftir Sir Andrew Green, formanni Migrationwatch UK. Þá er mikill straumur innflytjenda til Bretlands sagður valda þrýstingi á húsnæðismarkaðnum og í mennta- og heilbrigðiskerfinu, auk þess sem hann hafi áhrif á vinnumarkaði, með því að auka samkeppni um störf. Efast um hag af inn- flytjendum ÞÓTT enn sé langt til næstu forsetakosninga í Bandaríkjunum, í nóvember 2008, er undirbún- ingur hugs- anlegra fram- bjóðenda repúblíkana og demókrata kom- inn í fullan gang. Sérfræðingum er falið að meta möguleika hugs- anlegra fram- bjóðenda, styrk- leika þeirra og veikleika og getu til að safna fé í kosningasjóði. Það vakti því at- hygli þegar fregnir bárust af því að hlutar úr 140 blaðsíðna könnunarskýrslu á möguleikum repúblíkanans Rudolphs Giulianis, fyrrverandi borgarstjóra New York og líklegs frambjóðanda í forkosningum repúblíkana, birtust í dagblaðinu New York Daily News í vikunni. Að sögn blaðsins er þar meðal annars að finna ítarlega áætlun um það hvernig Giuliani hyggist safna jafnvirði 7,9 milljarða króna í kosn- ingasjóð á árinu og er birting áætl- unarinnar, sem er sögð stolin, talin stórslys sem kunni að spilla mögu- leikum hans á að hljóta útnefningu. Þá kunni gamlir viðskiptafélagar að verða honum til trafala. Fortíð annars hugsanlegs fram- bjóðanda, demókratans Baracks Obama, er einnig til umræðu vest- anhafs eftir að fjölmiðlar rifjuðu upp fikt hans með kókaín á yngri árum, sem lýst var í sjálfsævisögu hans sem kom út skömmu eftir að hann lauk laganámi. Obama, sem mun ef til vill keppa við Hillary Clinton um útnefningu flokks síns, hefur haft vindinn í seglin og kann málið setja blett á ímynd einnar helstu vonarstjörnu demókrata. Forseta- efni í vanda Rudy Giuliani Barack Obama Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is London. AFP. | Sameinuðu þjóðirnar segjast ætla að rannsaka ásakanir um að her- og lögreglumenn í frið- argæsluliði samtakanna og aðrir starfsmenn þeirra í Suður-Súdan hafi nauðgað börnum. Breska dagblaðið The Daily Tele- graph sagði í gær að nauðganirnir hefðu hafist skömmu eftir að friðar- gæsluliðarnir voru sendir til Súdans í mars 2005. Blaðið vitnaði í óbirta vinnu- skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Fréttin byggð- ist einnig á viðtölum blaðamanns við tuttugu börn sem segja að þau hafi verið neydd til að hafa kynmök við friðargæsluliða og aðra starfsmenn samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent yf- ir 10.000 lögreglu- og friðargæsluliða frá meira en 70 löndum til Suður- Súdans. Verkefni þeirra er að fram- fylgja friðarsamningi sem batt enda á rúmlega tveggja áratuga borgara- styrjöld á svæðinu. Aðeins tólf ára The Daily Telegraph sagði að sum barnanna væru aðeins tólf ára og að í skýrslu UNICEF kæmi fram að embættismenn Sameinuðu þjóðanna hefðu vitað af vandamálinu í rúmt ár. Að sögn blaðsins er málið mjög vandræðalegt fyrir Sameinuðu þjóð- irnar nú þegar þær reyna að knýja stjórnina í Súdan til að heimila þeim að hefja friðargæslu í Darfur-héraði. Blaðið sagði að stjórnvöld í Súdan hefðu einnig safnað upplýsingum um málið, meðal annars myndum af frið- argæsluliðum hafa kynmök við ung- ar stúlkur. Jane Holl Lute, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að ásakanirnar yrðu rannsak- aðar. „Ég tel ekki að þetta séu nýjar ásakanir,“ sagði hún. „Við tökum þær þó jafn alvarlega og allar aðrar ásakanir.“ Lute bætti við að Sameinuðu þjóð- irnar bönnuðu starfsmönnum sínum að hafa kynmök við börn og hefðu gert ýmsar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þeir misþyrmdu börnum kynferðislega. Sameinuðu þjóðirnar þyrftu alltaf að vera á varðbergi í þessum efnum vegna þess að um 200.000 hermenn tækju þátt í frið- argæslu samtakanna við mjög mis- jafnar aðstæður. Komið hafa fram ásakanir um að friðargæsluliðar á vegum Samein- uðu þjóðanna hafi nauðgað börnum í löndum á borð við Kongó, Haítí og Líberíu. Sagðir nauðga börnum í Súdan Starfsmenn SÞ sakaðir um nauðganir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.