Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 40
|fimmtudagur|4. 1. 2007| mbl.is staðurstund Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is RITGERÐIN Um sársauka annarra (Regarding the Pain of Others) eftir bandaríska rithöfundinn og fræði- konuna Susan Sontag kom út á veg- um Hins íslenzka bókmenntafélags á seinni hluta nýliðins árs. Útvarps- maðurinn og heimspekingurinn Hjálmar Sveinsson ritar inngang að þýðingunni en Hjálmar er áhuga- maður um verk Sontag sem skipaði sér í hóp áhrifamestu og umdeild- ustu hugsuða Bandaríkjanna á sjö- unda áratugnum. Hjálmar hefur upp á síðkastið verið ötull við að vekja at- hygli á verkum Sontag hérlendis og ritstýrði m.a. safni valinna ritgerða hennar sem gefið var út á vegum At- viks-ritraðar ReykjavíkurAkademí- unnar undir heitinu Að sjá meira, auk þess sem hann hefur flutt um hana erindi á ýmsum vettvangi. „Að stofni til er þetta lítill fyr- irlestur sem hún hélt á vegum Am- nesty International,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður út í tilurð Um sársauka annarra sem gefin var út vestanhafs ári fyrir andlát Sontag en hún lést úr krabbameini 2004. „Síð- an vindur þetta upp á sig og verður þessi stóra ritgerð.“ Hjálmar segir að í umræddri rit- gerð taki Sontag saman mikinn fróð- leik um þá vestrænu hefð að festa þjáningu fólks á mynd, allt frá æt- ingum Goya en einkum þó ljós- myndir. „Og hún spyr sig hvers kon- ar kúltúr það sé og hvaða áhrif það hafi á menninguna hverju sinni.“ Hjálmar segir að Sontag hverfi til gamalkunns þema til að svara eigin spurningu; tvíeggjas eðlis ljós- mynda, en við þá hugmynd glímdi hún fyrst árið 1976 í frægu greina- safni sem nefnist Um ljósmyndun (On Photography). „Í því riti er hún mikið að velta fyrir sér samspili fagurfræði og sið- fræði ljósmynda,“ segir Hjálmar og nefnir dæmi um hvað átt sé við. „Hún fjallar til að mynda um þetta augnablik þegar ljósmyndari er staddur á tilteknum stað þar sem verið er að murka lífið úr einhverri manneskju. Ljósmyndarinn gæti mögulega gripið inn í og stöðvað voðaverkið en gerir það ekki heldur bíður þangað til hann hefur náð al- mennilegri mynd af atburðinum. Það verður þá að vera mynd sem fullnægir á einhvern hátt hans fag- urfræði. Hún þarf t.d. að vera frá réttum vinkli og verður að fanga eitthvað. Þannig að ljósmyndarinn bíður svo lengi sem það tekur hann að ná góðri mynd. Þetta eru e.t.v. bara nokkrar sekúndur en Sontag víkkar þetta augnablik út.“ Fjarlægur heimur Hjálmar segir að í Um sársauka annarra beini Sontag sjónum sínum fyrst og fremst að fréttamyndum af átakasvæðum sem séu svo stór hluti af vestrænum veruleika. Hún velti fyrir sér þeim margræðu áhrifum sem slíkar myndir hafa á þá sem þekkja ekki vopnaskak af eigin raun heldur einungis í gegnum slíkan miðil. „Ljósmyndir gera það að verkum að eitthvað sem er í rauninni skelfi- legt fær á sig blæ hins liðna og jafn- vel þess sem var óhjákvæmilegt. Maður sér mynd af dánu fólki og hefur á tilfinningunni að það hafi verið feigt. Það er þessi tilfinning að við séum hér í okkar örugga heimi og þau séu þarna í þeim hinum skelfilega. Þannig að í stað þess að vekja upp samúð veslast samúðin þvert á móti svolítið upp.“ Niðurstöðu Sontag í ritgerðinni segir Hjálmar hins vegar dæmi- gerða fyrir hana og þær mótsagnir sem hún fæst við í verkum sínum því í lokin snúi hún blaðinu eilítið við. „Niðurstaðan er eins konar end- urskoðun á þeirri hugmyndahefð sem hefur verið ráðandi undanfarin 30 ár og Sontag var hluti af; að halda því fram að við lifum algjörlega í firrtum heimi þar sem við gerum engan greinarmun á veruleika og ímyndun. Þetta segir hún of miklar alhæfingar. Þó við á Vesturlöndum séum orðin köld og sljó gagnvart þjáningu annarra segir hún að ekki sé hægt að alhæfa svo um allt mann- kyn. Hún kveðst sannfærð um að myndir af þjáningu annarra hafi mikil áhrif á stóran hluta mannkyns og að þær séu nauðsynlegar til að við vitum hvað er að gerast.“ Tvíeggjað eðli ljósmynda Hugsuðurinn Susan Sontag skipaði sér fyrst meðal helstu hugsuða Bandaríkjanna á sjöunda áratuginum. Hjálmar Sveinsson ritar inngang að íslenskri þýðingu á verki Susan Sontag Morgunblaðið/G.Rúnar Fræðimaður Hjálmar Sveinsson. Í HÁDEGINU í dag verða fyrstu tónleikar ársins í hádegistón- leikaröð Hafnarborgar haldnir. Á tónleikunum koma fram þau Ant- onía Hevesi píanóleikari og Hjör- leifur Valsson fiðluleikari. Á efnis- skránni eru bæði íslensk og erlend verk. „Dagskráin samanstendur af Ljúflingslögum eins og við köllum þau, sem eru íslensk sönglög sem Atli Heimir Sveinsson útsetti fyrir fiðlu og píanó,“ segir Hjörleifur. „Hann útsetti þetta fyrir um það bil fimmtán árum fyrir Sigrúnu Eð- valdsdóttur og Selmu Guðmunds- dóttur.“ Um er að ræða lög eftir Karl Ottó Runólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Einarsson. „Þetta eru þekkt íslensk ein- söngslög, jafnvel sum af þeim þekktustu,“ segir Hjörleifur. „Svo ætlum við að ramma þetta inn með köflum úr verkum eftir Mozart og Vivaldi. Þetta verður allt á hinum ljúfustu nótum,“ segir hann, og bæt- ir því við að hann og Antonía hafi viljað blanda saman íslenskum og erlendum verkum á tónleikunum. „Ég hef setið tónleika þar sem Ljúf- lingslögin voru spiluð eingöngu, og þó að þau séu dásamleg og yndisleg þessi íslensku sönglög þá finnst okkur það vera gott fyrir áheyr- endur að fá eitthvað frá höfuðskáld- unum líka,“ segir Hjörleifur. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa yfir í hálftíma. Aðgangur er ókeypis en veitingar verða seldar í Café Hafnarborg. Á hinum ljúfustu nótum Morgunblaðið/ÞÖK Ljúf Hjörleifur segir verkin á efnisskránni afslappandi en um leið ákaflega tilfinningarík. Tónleikar | Hádegistónleikar í Hafnarborg www.hafnarborg.is Jóhann Bjarni Kolbeinsson skrifar um endurkomu elli- smella á hvíta tjaldið, eins og Indiana Jones og Rocky. » 43 af listum Little Miss Sunshine verður frumsýnd á morgun hérlendis. Kvikmyndin hefur hlotið ein- róma lof gagnrýnenda. » 47 kvikmyndir Jón B.K. Ransu segir í dómi sínum Sigurbjörn Jónsson list- málara teknískan, taktfastan en samt spunakenndan. » 41 dómur Dómur um tónleika Hrafnhildar Björnsdóttur sóprans og Martyns Parkes píanóleikara í Hjallakirkju. » 45 tónlist Til stendur að bjóða upp ýmsa hluti úr eigu söngkonunnar Whitney Houston sem á við fjárhagserfiðleika að etja. » 49 fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.